Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Skallagrímur 79-84 | Skallagrímur neitar að tapa á útivelli Stefán Árni Pálsson skrifar 22. febrúar 2017 21:45 Fanney Lind Thomas og Ragna Margrét Brynjarsdóttir eigast við undir körfunni. vísir/eyþór Skallagrímur vann frábæran sigur á Stjörnunni, 84-79, í Dominos-deild kvenna í kvöld en liðið var stóran hluta leiksins undir og Stjarnan með pálmann í höndunum.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði og tók meðfylgjandi myndir. Góður lokasprettur skildi liðin að og vann Skallagrímur sinn áttunda útileik í röð.Af hverju vann Skallagrímur?Liðið sýndi gríðarlegan mikinn baráttuhug og frábæran varnarleik. Það spilaði saman sem lið og það sást vel á hversu margir leikmenn áttu hlut í stigaskorinu. Skallagrímsliðið frákastaði vel og voru Skallagrímskonur í stökustu vandræðum oft á tíðum í sókninni. Sigur liðsheildarinnar án efa og stýrði Tavelyn Tillman liðinu vel í kvöld og gerði það að verkum að liðið vann áttunda útileikinn í röð.Bestu menn vallarinsDanielle Rodriguez, leikmaður Stjörnunnar, og Tavelyn Tillman, leikmaður Skallagríms, voru báðar frábærar í kvöld. Dani gerði 31 stig og Tavelyn var með 35 stigHvað gekk illa ?Varnarleikur Stjörnunnar gekk ekki nægilega vel og fengu Skallagrímsstelpur alltof oft frí skot og auðveld skot. Það var augljóst að leikmenn Stjörnunnar fóru á taugum undir lokin og það er eitthvað sem liðið þarf að skoða saman fyrir úrslitakeppnina.Stjarnan-Skallagrímur 79-84 (20-20, 23-23, 20-19, 16-22)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 31/9 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12/10 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 11/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 9, María Lind Sigurðardóttir 6, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5, Shanna Dacanay 3, Jónína Þórdís Karlssdóttir 2/4 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 32/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 20/16 fráköst/5 stoðsendingar, Fanney Lind Thomas 19, Ragnheiður Benónísdóttir 7/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 2/5 fráköst/6 stoðsendingar.Sigrún: Sem betur fer komum við til baka „Það hefur verið vandamál hjá okkur í síðustu leikjum að vera með yfirhöndina og missa leikina frá okkur, en það gerðist ekki í kvöld,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundardóttir, leikmaður Skallagríms, eftir sigurinn í kvöld. „Við lendum einhverjum tíu stigum undir í kvöld en sem betur fer komum við til baka og sniðskotin okkar fóru að detta niður. Við gerðum fá klaufaleg mistök undir lokin.“ Sigrún segir að liðið sé ekki búið að vera nægilega gott á heimavelli í vetur en Skallagrímur hefur nú unnið átta leiki í röð á útivelli. „Ég veit ekki alveg hvað þetta er, þetta eru bara smáatriði sem við þurfum að laga á heimavelli og þá verður þetta allt í góðu.“ Lítið er eftir af deildarkeppninni og verður að teljast tæpt að Skallagrímur nái efsta sætinu þar sem Snæfell er með yfirhöndina. „Við verðum bara að hugsa um okkur sjálfar og vona að Snæfell misstígi sig sem ég tek mjög ólíklegt.“Pétur: Ég var að fíla okkar leik en við hrynjum alveg andlega undir lokin „Þetta var mjög skrítið og í raun endurtekning frá tapleiknum á móti Keflavík á laugardaginn,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Leikur okkar hrundi bara undir lokin þegar þær fóru í svæðisvörn. Okkar skot voru þá ekki að detta niður og þá fór að hægjast á okkur leik.“ Pétur segir að varnarleikurinn hafi sérstaklega hrunið á síðustu andartökum leiksins. „Þær komast bara í sniðskot eftir sniðskot og við náum ekki einu sinni að klukka þær. Mér fannst þetta samt sem áður frábær leikur og við spiluðum vel þangað til í restina. Vonandi fæ ég að sjá meira af þessu. Ég var að fíla liðið mitt í dag.“ Hann segir að margir leikmenn hafi stigið upp í kvöld. „Þetta var í raun bara andlegt undir restina, andlegt hrun og það þurfum við að skoða.“ Stjarnan er áfram í 4. sæti deildarinnar.vísir/eyþórSigrún Sjöfn hefur spilað vel í vetur.vísir/eyþór Dominos-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sjá meira
Skallagrímur vann frábæran sigur á Stjörnunni, 84-79, í Dominos-deild kvenna í kvöld en liðið var stóran hluta leiksins undir og Stjarnan með pálmann í höndunum.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði og tók meðfylgjandi myndir. Góður lokasprettur skildi liðin að og vann Skallagrímur sinn áttunda útileik í röð.Af hverju vann Skallagrímur?Liðið sýndi gríðarlegan mikinn baráttuhug og frábæran varnarleik. Það spilaði saman sem lið og það sást vel á hversu margir leikmenn áttu hlut í stigaskorinu. Skallagrímsliðið frákastaði vel og voru Skallagrímskonur í stökustu vandræðum oft á tíðum í sókninni. Sigur liðsheildarinnar án efa og stýrði Tavelyn Tillman liðinu vel í kvöld og gerði það að verkum að liðið vann áttunda útileikinn í röð.Bestu menn vallarinsDanielle Rodriguez, leikmaður Stjörnunnar, og Tavelyn Tillman, leikmaður Skallagríms, voru báðar frábærar í kvöld. Dani gerði 31 stig og Tavelyn var með 35 stigHvað gekk illa ?Varnarleikur Stjörnunnar gekk ekki nægilega vel og fengu Skallagrímsstelpur alltof oft frí skot og auðveld skot. Það var augljóst að leikmenn Stjörnunnar fóru á taugum undir lokin og það er eitthvað sem liðið þarf að skoða saman fyrir úrslitakeppnina.Stjarnan-Skallagrímur 79-84 (20-20, 23-23, 20-19, 16-22)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 31/9 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12/10 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 11/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 9, María Lind Sigurðardóttir 6, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5, Shanna Dacanay 3, Jónína Þórdís Karlssdóttir 2/4 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 32/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 20/16 fráköst/5 stoðsendingar, Fanney Lind Thomas 19, Ragnheiður Benónísdóttir 7/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 2/5 fráköst/6 stoðsendingar.Sigrún: Sem betur fer komum við til baka „Það hefur verið vandamál hjá okkur í síðustu leikjum að vera með yfirhöndina og missa leikina frá okkur, en það gerðist ekki í kvöld,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundardóttir, leikmaður Skallagríms, eftir sigurinn í kvöld. „Við lendum einhverjum tíu stigum undir í kvöld en sem betur fer komum við til baka og sniðskotin okkar fóru að detta niður. Við gerðum fá klaufaleg mistök undir lokin.“ Sigrún segir að liðið sé ekki búið að vera nægilega gott á heimavelli í vetur en Skallagrímur hefur nú unnið átta leiki í röð á útivelli. „Ég veit ekki alveg hvað þetta er, þetta eru bara smáatriði sem við þurfum að laga á heimavelli og þá verður þetta allt í góðu.“ Lítið er eftir af deildarkeppninni og verður að teljast tæpt að Skallagrímur nái efsta sætinu þar sem Snæfell er með yfirhöndina. „Við verðum bara að hugsa um okkur sjálfar og vona að Snæfell misstígi sig sem ég tek mjög ólíklegt.“Pétur: Ég var að fíla okkar leik en við hrynjum alveg andlega undir lokin „Þetta var mjög skrítið og í raun endurtekning frá tapleiknum á móti Keflavík á laugardaginn,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Leikur okkar hrundi bara undir lokin þegar þær fóru í svæðisvörn. Okkar skot voru þá ekki að detta niður og þá fór að hægjast á okkur leik.“ Pétur segir að varnarleikurinn hafi sérstaklega hrunið á síðustu andartökum leiksins. „Þær komast bara í sniðskot eftir sniðskot og við náum ekki einu sinni að klukka þær. Mér fannst þetta samt sem áður frábær leikur og við spiluðum vel þangað til í restina. Vonandi fæ ég að sjá meira af þessu. Ég var að fíla liðið mitt í dag.“ Hann segir að margir leikmenn hafi stigið upp í kvöld. „Þetta var í raun bara andlegt undir restina, andlegt hrun og það þurfum við að skoða.“ Stjarnan er áfram í 4. sæti deildarinnar.vísir/eyþórSigrún Sjöfn hefur spilað vel í vetur.vísir/eyþór
Dominos-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sjá meira