Malmö: Hæsta morðtíðnin á Norðurlöndum en á engan hátt „Chicago Svíþjóðar“ atli ísleifsson skrifar 22. febrúar 2017 10:27 Á síðustu árum hafa morðmál á Skáni verið á milli tíu til sautján á ári. Vísir/Getty Ellefu morð voru framin í Malmö á síðasta ári og það sem af er ári hafa þrjú til viðbótar bæst við. Þessi mikli fjöldi hefur skiljanlega vakið mikla athygli í Svíþjóð og víðar og hafa ákveðnir hópar reynt að draga upp mynd af borginni sem „Chicago Svíþjóðar“.Sydsvenskan hefur farið í saumana á tölunum til að kanna hvort að fótur sé fyrir lýsingunni og komist að því að svo sé engan veginn, þó að morðtíðnin í borgunum báðum hafi aldrei verið hærri en á síðasta ári. Ellefu í Malmö, 762 í Chicago. Mikið hefur verið fjallað um mikla glæpa- og morðtíðni í Chicago á síðustu misserum og hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti meðal annars hótað því að senda alríkislögregluna til borgarinnar til að stemma stigu við þróuninni.Sú mesta á Norðurlöndum Í frétt Sydsvenskan kemur fram að morðtíðnin í Malmö sé sú hæsta á Norðurlöndum. Samkvæmt þeim gögnum sem blaðamaður Sydsvenskan tók saman voru tvær stærstu borgir Svíþjóðar, Stokkhólmur og Gautaborg, báðar með 1,3 morð á hverja 100 þúsund íbúa á ári, árin 2011 til 2013. Tíðnin í Malmö er mun hærri, 3,4 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2016).Turning Torso í Västra hamnen í Malmö.Vísir/GettyÍ Chicago er tíðnin 28 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2016), í St. Louis í Missouri 59 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2015) og venesúelsku höfuðborginni Caracas 120 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2015). „Í Malmö sjáum við fleiri ofbeldisverk sem leiða til dauða, oft skotárásir gengja, en í öðrum borgum í Svíþjóð og á Norðurlöndum. En tíðnin er mun hærri í mörgum öðrum evrópskum borgum,“ segir afbrotafræðingurinn Sven Granath, sem starfar hjá embætti ríkislögreglustjóra í Svíþjóð. Sé litið til Skánar allrar höfðu 27 morð verið framin um miðjan desember á síðasta ári. Þau höfðu ekki verið skráð fleiri, að minnsta kosti frá aldamótum, en blaðamenn Sydsvenskan rannsökuðu gögn aftur til þess tíma.Ekki bara hægt að rekja til gengjaátaka Malmö er þriðja stærsta borg Svíþjóðar með um 330 þúsund íbúa, en á Skáni búa um 1,3 milljónir manna, um 12 prósent landsmanna. Í grein Sydsvenskan frá í desember segir að morðmálin á Skáni séu orðin það mörg að lögreglan eigi í mestu vandræðum með að rannsaka þau öll. Þó séu það ekki einungis morð í tengslum við gengjaátök sem hafi rifið upp tölfræðina. Á síðustu árum hafa morðmál á Skáni verið á milli tíu til sautján á ári. Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir fjölmiðla ljúga um ástandið í Svíþjóð Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir rangar upplýsingar um hið meinta „ástand“ vera sífellt að aukast. 20. febrúar 2017 15:15 Bullað um Malmö í rússnesku sjónvarpsinnslagi Í rússneska sjónvarpsþættinum Voskresnoje vremja kom fram að fimmtíu morð hafi verið framin í Malmö á síðasta ári. Ellefu morð voru í raun framin í borginni 2016. 20. febrúar 2017 15:22 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Ellefu morð voru framin í Malmö á síðasta ári og það sem af er ári hafa þrjú til viðbótar bæst við. Þessi mikli fjöldi hefur skiljanlega vakið mikla athygli í Svíþjóð og víðar og hafa ákveðnir hópar reynt að draga upp mynd af borginni sem „Chicago Svíþjóðar“.Sydsvenskan hefur farið í saumana á tölunum til að kanna hvort að fótur sé fyrir lýsingunni og komist að því að svo sé engan veginn, þó að morðtíðnin í borgunum báðum hafi aldrei verið hærri en á síðasta ári. Ellefu í Malmö, 762 í Chicago. Mikið hefur verið fjallað um mikla glæpa- og morðtíðni í Chicago á síðustu misserum og hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti meðal annars hótað því að senda alríkislögregluna til borgarinnar til að stemma stigu við þróuninni.Sú mesta á Norðurlöndum Í frétt Sydsvenskan kemur fram að morðtíðnin í Malmö sé sú hæsta á Norðurlöndum. Samkvæmt þeim gögnum sem blaðamaður Sydsvenskan tók saman voru tvær stærstu borgir Svíþjóðar, Stokkhólmur og Gautaborg, báðar með 1,3 morð á hverja 100 þúsund íbúa á ári, árin 2011 til 2013. Tíðnin í Malmö er mun hærri, 3,4 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2016).Turning Torso í Västra hamnen í Malmö.Vísir/GettyÍ Chicago er tíðnin 28 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2016), í St. Louis í Missouri 59 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2015) og venesúelsku höfuðborginni Caracas 120 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2015). „Í Malmö sjáum við fleiri ofbeldisverk sem leiða til dauða, oft skotárásir gengja, en í öðrum borgum í Svíþjóð og á Norðurlöndum. En tíðnin er mun hærri í mörgum öðrum evrópskum borgum,“ segir afbrotafræðingurinn Sven Granath, sem starfar hjá embætti ríkislögreglustjóra í Svíþjóð. Sé litið til Skánar allrar höfðu 27 morð verið framin um miðjan desember á síðasta ári. Þau höfðu ekki verið skráð fleiri, að minnsta kosti frá aldamótum, en blaðamenn Sydsvenskan rannsökuðu gögn aftur til þess tíma.Ekki bara hægt að rekja til gengjaátaka Malmö er þriðja stærsta borg Svíþjóðar með um 330 þúsund íbúa, en á Skáni búa um 1,3 milljónir manna, um 12 prósent landsmanna. Í grein Sydsvenskan frá í desember segir að morðmálin á Skáni séu orðin það mörg að lögreglan eigi í mestu vandræðum með að rannsaka þau öll. Þó séu það ekki einungis morð í tengslum við gengjaátök sem hafi rifið upp tölfræðina. Á síðustu árum hafa morðmál á Skáni verið á milli tíu til sautján á ári.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir fjölmiðla ljúga um ástandið í Svíþjóð Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir rangar upplýsingar um hið meinta „ástand“ vera sífellt að aukast. 20. febrúar 2017 15:15 Bullað um Malmö í rússnesku sjónvarpsinnslagi Í rússneska sjónvarpsþættinum Voskresnoje vremja kom fram að fimmtíu morð hafi verið framin í Malmö á síðasta ári. Ellefu morð voru í raun framin í borginni 2016. 20. febrúar 2017 15:22 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Trump segir fjölmiðla ljúga um ástandið í Svíþjóð Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir rangar upplýsingar um hið meinta „ástand“ vera sífellt að aukast. 20. febrúar 2017 15:15
Bullað um Malmö í rússnesku sjónvarpsinnslagi Í rússneska sjónvarpsþættinum Voskresnoje vremja kom fram að fimmtíu morð hafi verið framin í Malmö á síðasta ári. Ellefu morð voru í raun framin í borginni 2016. 20. febrúar 2017 15:22