Veiðimenn lugu um skotbardaga við „ólöglega innflytjendur“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2017 14:00 Lögregluyfirvöld á svæðinu voru full efasemda um sögu fólksins, en um 30 lögregluþjónar og leitarmenn voru sendir til að fara yfir svæðið. Vísir/GEtty Veiði- og leiðsögumennirnir Walker Daugherty og Michael Bryant voru að leiða hóp veiðimanna í Texas í janúar um átta kílómetra frá landamærum Mexíkó, þegar hópur ólöglegra innflytjenda frá Mexíkó hóf skothríð á þá um miðja nótt. Markmið fólksins var að ræna húsbíl sem veiðihópurinn notaðist við. Þegar öllu var aflokið hafði Daugherty fengið skot í magann og skjólstæðingur þeirra, Edwin Roberts, særðist á hendinni. Þetta var frásögn veiðimannanna eftir að þeir voru fluttir á sjúkrahús. Seinna meir sögðu þeir vinum og fjölskyldu að innflytjendurnir ólöglegu hefðu ætlað sér að myrða alla í veiðibúðunum.Hópfjáröflun var sett af stað þar sem fólk gat hjálpað Daughtry að borga læknakostnað sinn. Tæplega þrjú hundruð þúsund krónur söfnuðust. Staðreyndin er hins vegar sú að Daugherty skaut skjólstæðing sinn og Bryant skaut Doherty. Þeir reyndu svo að hylma yfir sannleikann með þessari lygilegu sögu. Þeir hafa nú verið ákærðir vegna málsins.Lögreglan efaðist strax en sagan fór víða Lögregluyfirvöld á svæðinu voru full efasemda um sögu fólksins, en um 30 lögregluþjónar og leitarmenn voru sendir til að fara yfir svæðið. Einnig var notast við þyrlu með hitamyndavél. Engin ummerki um ferðir annarra en þeirra sem voru í veiðihópnum fundust og engin skothylki fundust heldur, samkvæmt frétt Washington Post. Þrátt fyrir að það tók lögregluna einungis nokkra daga að lýsa því yfir að engar vísbendingar höfðu fundist um að saga þeirra væri sönn, hafði henni verið dreift víða á samfélagsmiðlum. Þar hafði sagan einnig tekið nokkrum breytingum og var meðal annars sagt að „innflytjendurnir“ hefðu umkringt veiðihópinn og skotið á fólkið úr öllum áttum. Sid Miller, háttsettur embættismaður í Texas, deildi sögunni á Facebook og sagði hina meintu árás til marks um nauðsyn þess að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, eins og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað að gera. Færslunni var deilt minnst 6.500 sinnum áður en Miller eyddi henni. Donald Trump Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Veiði- og leiðsögumennirnir Walker Daugherty og Michael Bryant voru að leiða hóp veiðimanna í Texas í janúar um átta kílómetra frá landamærum Mexíkó, þegar hópur ólöglegra innflytjenda frá Mexíkó hóf skothríð á þá um miðja nótt. Markmið fólksins var að ræna húsbíl sem veiðihópurinn notaðist við. Þegar öllu var aflokið hafði Daugherty fengið skot í magann og skjólstæðingur þeirra, Edwin Roberts, særðist á hendinni. Þetta var frásögn veiðimannanna eftir að þeir voru fluttir á sjúkrahús. Seinna meir sögðu þeir vinum og fjölskyldu að innflytjendurnir ólöglegu hefðu ætlað sér að myrða alla í veiðibúðunum.Hópfjáröflun var sett af stað þar sem fólk gat hjálpað Daughtry að borga læknakostnað sinn. Tæplega þrjú hundruð þúsund krónur söfnuðust. Staðreyndin er hins vegar sú að Daugherty skaut skjólstæðing sinn og Bryant skaut Doherty. Þeir reyndu svo að hylma yfir sannleikann með þessari lygilegu sögu. Þeir hafa nú verið ákærðir vegna málsins.Lögreglan efaðist strax en sagan fór víða Lögregluyfirvöld á svæðinu voru full efasemda um sögu fólksins, en um 30 lögregluþjónar og leitarmenn voru sendir til að fara yfir svæðið. Einnig var notast við þyrlu með hitamyndavél. Engin ummerki um ferðir annarra en þeirra sem voru í veiðihópnum fundust og engin skothylki fundust heldur, samkvæmt frétt Washington Post. Þrátt fyrir að það tók lögregluna einungis nokkra daga að lýsa því yfir að engar vísbendingar höfðu fundist um að saga þeirra væri sönn, hafði henni verið dreift víða á samfélagsmiðlum. Þar hafði sagan einnig tekið nokkrum breytingum og var meðal annars sagt að „innflytjendurnir“ hefðu umkringt veiðihópinn og skotið á fólkið úr öllum áttum. Sid Miller, háttsettur embættismaður í Texas, deildi sögunni á Facebook og sagði hina meintu árás til marks um nauðsyn þess að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, eins og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað að gera. Færslunni var deilt minnst 6.500 sinnum áður en Miller eyddi henni.
Donald Trump Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira