Þingmenn breska þingsins ræða heimsókn Trump til landsins: „Maðurinn er rasisti og karlremba“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. febrúar 2017 22:11 Þingmenn breska þingsins voru flestir mjög andsnúnir komu Trump. Vísir/Getty Þingmenn neðri deildar breska þingsins biðu í röðum í dag til þess að komast í ræðustól, þar sem verið var að ræða heimboð Theresu May, forsætisráðherra landsins, til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Flestir voru sammála um það að maðurinn væri „rasisti og karlremba.“ May bauð Trump í heimsókn þegar hún var stödd í Washington nýlega en enn hefur ekki verið ákveðið hvenær Trump mun sækja landið heim. Guardian greinir frá.Flestir þingmannanna voru sammála um það að bresk yfirvöld ættu ekki að bjóða forsetanum heim. Á meðan umræðurnar fóru fram söfnuðust mótmælendur saman fyrir utan þinghúsið til að mótmæla heimsókninni. Þingmenn báru forsetann saman við „uppstökkan krakka“ og margir efuðust um að forsetinn hefði háa greindarvísitölu. Þetta kom fram í umræðunum í dag sem tóku þrjár klukkustundir en þingið varð að ræða heimboð Trump, þar sem 1,8 milljónir Breta skrifuðu undir undirskriftarlista sem biðlaði til Theresu May, forsætisráðherra landsins um að afturkalla boð sitt til Trump. Samkvæmt hefðum innan breskrar stjórnsýslu þarf breska þingið að ræða málið þegar svo mikill fjöldi skrifar undir undirskriftalista þess efnis. Svo margir þingmenn vildu komast að í ræðustól þingsins, að takmarka þurfti ræðutíma hvers og eins við fimm mínútur. Alex Salmond, þingmaður Skoska þjóðarflokksins, sagði að sér þætti erfitt að ákveða hvort sér finndist heimboðið vera frekar siðlaust eða heimskulegt. „Dæmið um undirlægjuháttinn sem við sýnum þessum manni, er sú stund þegar forsætisráðherrann lét mynda sig við að leiða forsetann. En að bjóða honum í heimsókn í nafni „sameiginlegra gilda,“ lætur mér verða óglatt. Nákvæmlega hvaða „sameiginlegu gildi“ er átt við?“ Aðrir þingmenn, þá sérstaklega úr röðum Íhaldsflokksins fóru sér hægar í gagnrýni á Trump. Þar á meðal var Adam Holloway, þingmaður fyrir Gravesham sýslu en hann sagði að þrátt fyrir að sér hefði þótt umrætt innflytjendabann Trump fáránlegt, „þá væri það afar upplífgandi“ að sjá stjórnmálamann standa við gefin loforð. Donald Trump Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Þingmenn neðri deildar breska þingsins biðu í röðum í dag til þess að komast í ræðustól, þar sem verið var að ræða heimboð Theresu May, forsætisráðherra landsins, til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Flestir voru sammála um það að maðurinn væri „rasisti og karlremba.“ May bauð Trump í heimsókn þegar hún var stödd í Washington nýlega en enn hefur ekki verið ákveðið hvenær Trump mun sækja landið heim. Guardian greinir frá.Flestir þingmannanna voru sammála um það að bresk yfirvöld ættu ekki að bjóða forsetanum heim. Á meðan umræðurnar fóru fram söfnuðust mótmælendur saman fyrir utan þinghúsið til að mótmæla heimsókninni. Þingmenn báru forsetann saman við „uppstökkan krakka“ og margir efuðust um að forsetinn hefði háa greindarvísitölu. Þetta kom fram í umræðunum í dag sem tóku þrjár klukkustundir en þingið varð að ræða heimboð Trump, þar sem 1,8 milljónir Breta skrifuðu undir undirskriftarlista sem biðlaði til Theresu May, forsætisráðherra landsins um að afturkalla boð sitt til Trump. Samkvæmt hefðum innan breskrar stjórnsýslu þarf breska þingið að ræða málið þegar svo mikill fjöldi skrifar undir undirskriftalista þess efnis. Svo margir þingmenn vildu komast að í ræðustól þingsins, að takmarka þurfti ræðutíma hvers og eins við fimm mínútur. Alex Salmond, þingmaður Skoska þjóðarflokksins, sagði að sér þætti erfitt að ákveða hvort sér finndist heimboðið vera frekar siðlaust eða heimskulegt. „Dæmið um undirlægjuháttinn sem við sýnum þessum manni, er sú stund þegar forsætisráðherrann lét mynda sig við að leiða forsetann. En að bjóða honum í heimsókn í nafni „sameiginlegra gilda,“ lætur mér verða óglatt. Nákvæmlega hvaða „sameiginlegu gildi“ er átt við?“ Aðrir þingmenn, þá sérstaklega úr röðum Íhaldsflokksins fóru sér hægar í gagnrýni á Trump. Þar á meðal var Adam Holloway, þingmaður fyrir Gravesham sýslu en hann sagði að þrátt fyrir að sér hefði þótt umrætt innflytjendabann Trump fáránlegt, „þá væri það afar upplífgandi“ að sjá stjórnmálamann standa við gefin loforð.
Donald Trump Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira