Fljótari en allir að ná hundrað sigrum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2017 06:00 Finnur Freyr Stefánsson fagnar hér áttunda stóra titlinum sem hann vinnur sem þjálfari KR með ungum KR-ingum. Hann hefur unnið þrjá Íslandsmeistaratitla, tvo bikarmeistaratitla og þrjá deildarmeistaratitla. vísir/andri marinó Þjálfaraferill Finns Freys Stefánssonar er fyrir löngu orðinn einstakur í sögu úrvalsdeildar karla í körfubolta og Finnur var enn á ný á undan öllum öðrum þjálfurum í sigri KR á ÍR í DHL-höllinni á sunnudagskvöldið. Hundraðasti sigur Finns Freys Stefánssonar sem þjálfara í úrvalsdeild karla kom í leik númer 119 og bætti Finnur því metið um tíu leiki. 73 sigranna hafa komið í deildarleikjum en 27 þeirra í úrslitakeppni.Gunnar átti metið í 26 ár Gunnar Þorvarðarson, faðir Loga Gunnarssonar í Njarðvík, var búinn að eiga metið frá 1991 eða í meira en aldarfjórðung. Gunnar vann sinn hundraðasta sigur sem þjálfari á Íslandsmóti í leik númer 129. Þremur árum síðar var Jón Kr. Gíslason aðeins einum leik frá því að jafna metið en síðan hefur enginn ógnað því af þeim þjálfurum sem hafa stýrt liðum sínum til sigurs í hundrað leikjum á Íslandsmóti. Þetta var ekki eini listinn þar sem Finnur kom sér vel fyrir í toppsætinu með sigrinum í fyrrakvöld. Hann tók einnig met af tveimur gömlum KR-þjálfurum sem eru núna að þjálfa önnur lið í Domino’s deildinni.Voru þrír jafnir með 72 sigra Jafnaldrarnir og vinirnir Benedikt Guðmundsson og Ingi Þór Steinþórsson eru ekki lengur þeir þjálfarar sem hafa stýrt KR oftast til sigurs í úrvalsdeild karla. Finnur Freyr fékk tækifærið til að bæta metið í leik á móti Benedikt Guðmundssyni á Akureyri á föstudagskvöldið en Benedikt varði metið í tvo daga í viðbót. Þá voru þeir félagar Finnur, Ingi og Benedikt allir jafnir með 72 sigra hver sem þjálfarar KR í deildarkeppni. Metið kom hins vegar í hús eftir öruggan sigur á ÍR.Finnur fékk vissulega frábæran mannskap í hendurnar þegar hann tók við í Vesturbænum en það hafa margir fallið á slíku prófi þótt þeir væru með allt til alls innan síns liðs. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Finnur staðist þá miklu pressu sem fylgir því að þjálfa KR-liðið. Velgengni KR-inga undir stjórn Finns Freys Stefánssonar hefur verið alveg einstök. Íslandsmeistaratitlar á öllum þremur tímabilunum og bikarmeistaratitlar undanfarin tvö tímabil. KR-liðið hefur nú unnið sex stóra titla í röð eða alla frá því að liðið tapaði í bikarúrslitaleiknum 2015.Tveir titlar til viðbótar gætu verið á leiðinni í vor, fyrst deildarmeistaratitilinn og svo fjórði Íslandsmeistaratitillinn í röð. Það styttist í úrslitakeppni þar sem KR hefur enn ekki tapað einvígi undir stjórn Finns. Finnur Freyr hefur sjálfur gagnrýnt spilamennskuna í upphafi ársins 2017 en KR hefur engu að síður unnið 9 af 10 leikjum í deild og bikarkeppni og tryggt sér bikarmeistaratitil á fyrstu sjö vikunum. Það er því ekkert skrýtið að önnur lið óttist KR fari leikmenn liðsins að skipta í meistaragírinn á lokaspretti tímabilsins. Í þeim gír hefur nefnilega enginn stoppað þá undanfarin fjögur ár. Dominos-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Þjálfaraferill Finns Freys Stefánssonar er fyrir löngu orðinn einstakur í sögu úrvalsdeildar karla í körfubolta og Finnur var enn á ný á undan öllum öðrum þjálfurum í sigri KR á ÍR í DHL-höllinni á sunnudagskvöldið. Hundraðasti sigur Finns Freys Stefánssonar sem þjálfara í úrvalsdeild karla kom í leik númer 119 og bætti Finnur því metið um tíu leiki. 73 sigranna hafa komið í deildarleikjum en 27 þeirra í úrslitakeppni.Gunnar átti metið í 26 ár Gunnar Þorvarðarson, faðir Loga Gunnarssonar í Njarðvík, var búinn að eiga metið frá 1991 eða í meira en aldarfjórðung. Gunnar vann sinn hundraðasta sigur sem þjálfari á Íslandsmóti í leik númer 129. Þremur árum síðar var Jón Kr. Gíslason aðeins einum leik frá því að jafna metið en síðan hefur enginn ógnað því af þeim þjálfurum sem hafa stýrt liðum sínum til sigurs í hundrað leikjum á Íslandsmóti. Þetta var ekki eini listinn þar sem Finnur kom sér vel fyrir í toppsætinu með sigrinum í fyrrakvöld. Hann tók einnig met af tveimur gömlum KR-þjálfurum sem eru núna að þjálfa önnur lið í Domino’s deildinni.Voru þrír jafnir með 72 sigra Jafnaldrarnir og vinirnir Benedikt Guðmundsson og Ingi Þór Steinþórsson eru ekki lengur þeir þjálfarar sem hafa stýrt KR oftast til sigurs í úrvalsdeild karla. Finnur Freyr fékk tækifærið til að bæta metið í leik á móti Benedikt Guðmundssyni á Akureyri á föstudagskvöldið en Benedikt varði metið í tvo daga í viðbót. Þá voru þeir félagar Finnur, Ingi og Benedikt allir jafnir með 72 sigra hver sem þjálfarar KR í deildarkeppni. Metið kom hins vegar í hús eftir öruggan sigur á ÍR.Finnur fékk vissulega frábæran mannskap í hendurnar þegar hann tók við í Vesturbænum en það hafa margir fallið á slíku prófi þótt þeir væru með allt til alls innan síns liðs. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Finnur staðist þá miklu pressu sem fylgir því að þjálfa KR-liðið. Velgengni KR-inga undir stjórn Finns Freys Stefánssonar hefur verið alveg einstök. Íslandsmeistaratitlar á öllum þremur tímabilunum og bikarmeistaratitlar undanfarin tvö tímabil. KR-liðið hefur nú unnið sex stóra titla í röð eða alla frá því að liðið tapaði í bikarúrslitaleiknum 2015.Tveir titlar til viðbótar gætu verið á leiðinni í vor, fyrst deildarmeistaratitilinn og svo fjórði Íslandsmeistaratitillinn í röð. Það styttist í úrslitakeppni þar sem KR hefur enn ekki tapað einvígi undir stjórn Finns. Finnur Freyr hefur sjálfur gagnrýnt spilamennskuna í upphafi ársins 2017 en KR hefur engu að síður unnið 9 af 10 leikjum í deild og bikarkeppni og tryggt sér bikarmeistaratitil á fyrstu sjö vikunum. Það er því ekkert skrýtið að önnur lið óttist KR fari leikmenn liðsins að skipta í meistaragírinn á lokaspretti tímabilsins. Í þeim gír hefur nefnilega enginn stoppað þá undanfarin fjögur ár.
Dominos-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira