Spennustigið verður örugglega hátt á Sunnubrautinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2017 17:00 Frá bikarúrslitaleik liðanna á dögunum. Vísir/Andri Marinó Það hafa margir mikilvægir leikir verið spilaðir í kvennakörfunni í vetur og leikurinn á Sunnubrautinni í Keflavík í kvöld er án vafa ofarlega í þeim hópi. Keflavík og Skallagrímur eru jöfn að stigum með 36 stig í öðru og þriðja sæti Domino´s deildar kvenna í körfubolta og þau mætast einmitt í kvöld í TM-höllinni í Keflavík í leik sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Snæfell er tveimur stigum ofar í toppsætinu en býr líka að því að vera með betri innbyrðisstöðu á móti bæði Keflavík og Skallagrími. Lið Keflavíkur og Skallagríms hafa mæst tvisvar sinnum eftir áramót og báðir leikir hafa hnífjafnir og æsispennandi. Skallagrímur vann deildarleikinn í Borganesi með tveimur stigum (71-69) en Keflavík svaraði með því að vinna þriggja stiga sigur á Borgnesingum í bikarúrslitaleiknum (65-62). Síðan þá hefur Keflavík unnið 3 af 4 deildarleikjum sínum og Skallagrímsliðið hefur unnið tvo sigra í röð eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum eftir tapið í Laugardalshöllinni. Bæði liðin töpuðu því fyrsta leik eftir bikarúrslit en hafa um leið fundið taktinn á nýjan leik. Keflavík vann tvo fyrstu leikina með samtals 24 stigum og er því í góðum málum hvað varðar innbyrðisleikina á móti Skallagrími. Skallagrímur þyrfti að vinna með 23 stigum í kvöld til að breyta því og það eru ekki miklar líkur á svo ójöfnum leik. Keflavík kláraði vissulega Skallagrím í bikarúrslitaleiknum en hefur tapað hinum leikjunum á árinu á móti bestu liðum Domino´s deildarinnar. Keflavíkurliðið hefur tapað öllum þremur deildarleikjum sínum á árinu 2017 á móti Snæfelli og Skallagrími eða liðunum sem eru að berjast við Keflavíkurstelpurnar um deildarmeistaratitilinn, tvisvar fyrir Snæfelli á heimavelli og einu sinni á móti Skallagrími á útivelli. Keflavíkurkonur fá þá ekki aðeins tækifæri til að koma sér í lykilstöðu í öðru sætinu og halda sér inni í baráttunni um deildarmeistaratitilinn heldur einnig sýna að þær geti unnið bestu liðin í deildinni. Skallagrímsliðið hefur aftur á móti ekki tapað á útivelli í deildinni síðan 9. nóvember en liðið á möguleika á því að vinna níunda útileikinn í röð í kvöld. Síðustu tvö útivallartöp liðsins voru einmitt á móti Snæfelli og Keflavík (19. október). Skallagrímur á nú bara eftir að vinna í einu íþróttahúsi í deildinni í vetur og það er einmitt í Keflavík. Þær gætu breytt því í kvöld Dominos-deild kvenna Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sjá meira
Það hafa margir mikilvægir leikir verið spilaðir í kvennakörfunni í vetur og leikurinn á Sunnubrautinni í Keflavík í kvöld er án vafa ofarlega í þeim hópi. Keflavík og Skallagrímur eru jöfn að stigum með 36 stig í öðru og þriðja sæti Domino´s deildar kvenna í körfubolta og þau mætast einmitt í kvöld í TM-höllinni í Keflavík í leik sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Snæfell er tveimur stigum ofar í toppsætinu en býr líka að því að vera með betri innbyrðisstöðu á móti bæði Keflavík og Skallagrími. Lið Keflavíkur og Skallagríms hafa mæst tvisvar sinnum eftir áramót og báðir leikir hafa hnífjafnir og æsispennandi. Skallagrímur vann deildarleikinn í Borganesi með tveimur stigum (71-69) en Keflavík svaraði með því að vinna þriggja stiga sigur á Borgnesingum í bikarúrslitaleiknum (65-62). Síðan þá hefur Keflavík unnið 3 af 4 deildarleikjum sínum og Skallagrímsliðið hefur unnið tvo sigra í röð eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum eftir tapið í Laugardalshöllinni. Bæði liðin töpuðu því fyrsta leik eftir bikarúrslit en hafa um leið fundið taktinn á nýjan leik. Keflavík vann tvo fyrstu leikina með samtals 24 stigum og er því í góðum málum hvað varðar innbyrðisleikina á móti Skallagrími. Skallagrímur þyrfti að vinna með 23 stigum í kvöld til að breyta því og það eru ekki miklar líkur á svo ójöfnum leik. Keflavík kláraði vissulega Skallagrím í bikarúrslitaleiknum en hefur tapað hinum leikjunum á árinu á móti bestu liðum Domino´s deildarinnar. Keflavíkurliðið hefur tapað öllum þremur deildarleikjum sínum á árinu 2017 á móti Snæfelli og Skallagrími eða liðunum sem eru að berjast við Keflavíkurstelpurnar um deildarmeistaratitilinn, tvisvar fyrir Snæfelli á heimavelli og einu sinni á móti Skallagrími á útivelli. Keflavíkurkonur fá þá ekki aðeins tækifæri til að koma sér í lykilstöðu í öðru sætinu og halda sér inni í baráttunni um deildarmeistaratitilinn heldur einnig sýna að þær geti unnið bestu liðin í deildinni. Skallagrímsliðið hefur aftur á móti ekki tapað á útivelli í deildinni síðan 9. nóvember en liðið á möguleika á því að vinna níunda útileikinn í röð í kvöld. Síðustu tvö útivallartöp liðsins voru einmitt á móti Snæfelli og Keflavík (19. október). Skallagrímur á nú bara eftir að vinna í einu íþróttahúsi í deildinni í vetur og það er einmitt í Keflavík. Þær gætu breytt því í kvöld
Dominos-deild kvenna Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sjá meira