Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Skallagrímur 72-51 | Keflavík hafði betur og situr eitt í öðru sæti Stefán Árni Pálsson skrifar 8. mars 2017 20:45 Það verður ekkert gefið eftir í kvöld. vísir/andri Keflavík vann frábæran sigur á Skallagrím, 72-51, í Dominos-deild kvenna og er liðið nú komið með 38 stig í deildinni og í öðru sæti. Borgnesingar er enn með 36 stig og í því þriðja. Í raun bara auðveldur sigur hjá Keflavík í kvöld. Ariana Moorer var atkvæðamest í liði Keflvíkinga með 21 stig og Tavelyn Tillman var með 24 stig fyrir Skallagrím. Það gæti vel farið svo að þessi lið mætist í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í úrslitakeppninni. Þá þarf Skallagrímur að mæta töluvert grimmari til leiks.Af hverju vann Keflavík? Liðið spilaði gjörsamlega frábæran varnarleik og var lið Skallagríms í stökustu vandræðum stóran hluta leiksins. Það er svo greinilegt hver er þjálfari Keflvíkinga, Sverrir Þór Sverrisson en hann var einstakur varnarmaður í Keflavík á sínum tíma. Stelpurnar hans gefa sig alltaf allar í leikinn og það skilar sér svo mikið. Skallagrímur náði oft á tíðum ekki að koma boltanum í leik úr innkasti, pressan var svo mikil.Bestu menn vallarins? Tavelyn Tillman var frábær í liði Skallgríms og var hún besti maður vallarins. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var flott í liði Keflvíkinga og það sama má segja um Ariana Moorer.Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn hjá Skallagrím var á köflum alveg gjörsamlega út í hött og mátti sjá það sérstaklega í þriðja leikhlutanum þegar liðið skoraði aðeins þrjú stig í öllum fjórðungnum.Keflavík-Skallagrímur 72-51 (13-23, 14-9, 16-3, 29-16)Keflavík: Ariana Moorer 21/11 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 10/5 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 8, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7/5 fráköst, Erna Hákonardóttir 6, Kamilla Sól Viktorsdóttir 6, Thelma Dís Ágústsdóttir 5/8 fráköst/6 stoðsendingar, Þóranna Kika Hodge-Carr 4, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Elsa Albertsdóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 0/12 fráköst/3 varin skot, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0. Skallagrímur: Tavelyn Tillman 22/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 9/8 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 6/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 6/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5/12 fráköst, Fanney Lind Thomas 3, Gunnhildur Lind Hansdóttir 0, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Þórunn Birta Þórðardóttir 0. Sverrir: Frábær varnarleikur í síðari hálfleiknum„Ég segi ekki að þessi sigur hafi verið auðveldur. Í fyrri hálfleik fannst mér sóknin vera rosalega þung og erfið,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn. „Í síðari hálfleikurinn var frábær og sérstaklega þriðji leikhlutinn. Þær skoruðu bara þrjú stig á okkur og sáralítið allan seinni hálfleikinn,“ segir Sverrir og er sannfærður um að frábær varnarleikur liðsins hafi siglt þessu sigri í hús. „Sóknin var einnig mjög góð og við vorum að frákasta mun betur en í fyrri hálfleiknum. Þá kemur sjálfstraustið og það var komið alveg í botn og allt í einu var allt bara ofan í hjá okkur.“ Hann segir að þetta hafi verið tveir virkilega mikilvægir punktar fyrir Keflavík. „Ég næ að spila á frekar mörgum mönnum og því náum við að halda uppi þessum varnarleik allan leikinn. Við getum spilað svona í fjörutíu mínútur.“ Manuel: Vorum skelfilegar í seinni hálfleik„Við sýndum bara tvö andlit í kvöld. Í fyrri hálfleiknum vorum við fínar, í þeim síðari vorum við mjög daprar,“ segir Manuel Rodriguez, þjálfari Skallagríms, eftir leikinn. „Ég var í raun mjög stoltur af liðinu í hálfleik. Við vorum að sýna flottan varnarleik og Keflavík hafði bara skorað 27 stig. Síðan mættum við bara ekki til leiks í þeim síðari.“ Hann segir að liðið hafi bara ekki sýnt neinn baráttuvilja í seinni hálfleiknum. „Ég þarf heldur betur að leggjast yfir þennan leik og skoða hann vel á morgun. Ég veit ekkert hvað gerðist í þriðja leikhlutanum, það fór bara ekkert ofan í. Keflavík er líklega með besta varnarliðið í þessari deild og ég verð að skoða það vel hvernig við eigum að bregðast við svona vörn.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Keflavík vann frábæran sigur á Skallagrím, 72-51, í Dominos-deild kvenna og er liðið nú komið með 38 stig í deildinni og í öðru sæti. Borgnesingar er enn með 36 stig og í því þriðja. Í raun bara auðveldur sigur hjá Keflavík í kvöld. Ariana Moorer var atkvæðamest í liði Keflvíkinga með 21 stig og Tavelyn Tillman var með 24 stig fyrir Skallagrím. Það gæti vel farið svo að þessi lið mætist í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í úrslitakeppninni. Þá þarf Skallagrímur að mæta töluvert grimmari til leiks.Af hverju vann Keflavík? Liðið spilaði gjörsamlega frábæran varnarleik og var lið Skallagríms í stökustu vandræðum stóran hluta leiksins. Það er svo greinilegt hver er þjálfari Keflvíkinga, Sverrir Þór Sverrisson en hann var einstakur varnarmaður í Keflavík á sínum tíma. Stelpurnar hans gefa sig alltaf allar í leikinn og það skilar sér svo mikið. Skallagrímur náði oft á tíðum ekki að koma boltanum í leik úr innkasti, pressan var svo mikil.Bestu menn vallarins? Tavelyn Tillman var frábær í liði Skallgríms og var hún besti maður vallarins. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var flott í liði Keflvíkinga og það sama má segja um Ariana Moorer.Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn hjá Skallagrím var á köflum alveg gjörsamlega út í hött og mátti sjá það sérstaklega í þriðja leikhlutanum þegar liðið skoraði aðeins þrjú stig í öllum fjórðungnum.Keflavík-Skallagrímur 72-51 (13-23, 14-9, 16-3, 29-16)Keflavík: Ariana Moorer 21/11 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 10/5 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 8, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7/5 fráköst, Erna Hákonardóttir 6, Kamilla Sól Viktorsdóttir 6, Thelma Dís Ágústsdóttir 5/8 fráköst/6 stoðsendingar, Þóranna Kika Hodge-Carr 4, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Elsa Albertsdóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 0/12 fráköst/3 varin skot, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0. Skallagrímur: Tavelyn Tillman 22/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 9/8 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 6/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 6/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5/12 fráköst, Fanney Lind Thomas 3, Gunnhildur Lind Hansdóttir 0, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Þórunn Birta Þórðardóttir 0. Sverrir: Frábær varnarleikur í síðari hálfleiknum„Ég segi ekki að þessi sigur hafi verið auðveldur. Í fyrri hálfleik fannst mér sóknin vera rosalega þung og erfið,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn. „Í síðari hálfleikurinn var frábær og sérstaklega þriðji leikhlutinn. Þær skoruðu bara þrjú stig á okkur og sáralítið allan seinni hálfleikinn,“ segir Sverrir og er sannfærður um að frábær varnarleikur liðsins hafi siglt þessu sigri í hús. „Sóknin var einnig mjög góð og við vorum að frákasta mun betur en í fyrri hálfleiknum. Þá kemur sjálfstraustið og það var komið alveg í botn og allt í einu var allt bara ofan í hjá okkur.“ Hann segir að þetta hafi verið tveir virkilega mikilvægir punktar fyrir Keflavík. „Ég næ að spila á frekar mörgum mönnum og því náum við að halda uppi þessum varnarleik allan leikinn. Við getum spilað svona í fjörutíu mínútur.“ Manuel: Vorum skelfilegar í seinni hálfleik„Við sýndum bara tvö andlit í kvöld. Í fyrri hálfleiknum vorum við fínar, í þeim síðari vorum við mjög daprar,“ segir Manuel Rodriguez, þjálfari Skallagríms, eftir leikinn. „Ég var í raun mjög stoltur af liðinu í hálfleik. Við vorum að sýna flottan varnarleik og Keflavík hafði bara skorað 27 stig. Síðan mættum við bara ekki til leiks í þeim síðari.“ Hann segir að liðið hafi bara ekki sýnt neinn baráttuvilja í seinni hálfleiknum. „Ég þarf heldur betur að leggjast yfir þennan leik og skoða hann vel á morgun. Ég veit ekkert hvað gerðist í þriðja leikhlutanum, það fór bara ekkert ofan í. Keflavík er líklega með besta varnarliðið í þessari deild og ég verð að skoða það vel hvernig við eigum að bregðast við svona vörn.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum