Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Skallagrímur 72-51 | Keflavík hafði betur og situr eitt í öðru sæti Stefán Árni Pálsson skrifar 8. mars 2017 20:45 Það verður ekkert gefið eftir í kvöld. vísir/andri Keflavík vann frábæran sigur á Skallagrím, 72-51, í Dominos-deild kvenna og er liðið nú komið með 38 stig í deildinni og í öðru sæti. Borgnesingar er enn með 36 stig og í því þriðja. Í raun bara auðveldur sigur hjá Keflavík í kvöld. Ariana Moorer var atkvæðamest í liði Keflvíkinga með 21 stig og Tavelyn Tillman var með 24 stig fyrir Skallagrím. Það gæti vel farið svo að þessi lið mætist í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í úrslitakeppninni. Þá þarf Skallagrímur að mæta töluvert grimmari til leiks.Af hverju vann Keflavík? Liðið spilaði gjörsamlega frábæran varnarleik og var lið Skallagríms í stökustu vandræðum stóran hluta leiksins. Það er svo greinilegt hver er þjálfari Keflvíkinga, Sverrir Þór Sverrisson en hann var einstakur varnarmaður í Keflavík á sínum tíma. Stelpurnar hans gefa sig alltaf allar í leikinn og það skilar sér svo mikið. Skallagrímur náði oft á tíðum ekki að koma boltanum í leik úr innkasti, pressan var svo mikil.Bestu menn vallarins? Tavelyn Tillman var frábær í liði Skallgríms og var hún besti maður vallarins. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var flott í liði Keflvíkinga og það sama má segja um Ariana Moorer.Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn hjá Skallagrím var á köflum alveg gjörsamlega út í hött og mátti sjá það sérstaklega í þriðja leikhlutanum þegar liðið skoraði aðeins þrjú stig í öllum fjórðungnum.Keflavík-Skallagrímur 72-51 (13-23, 14-9, 16-3, 29-16)Keflavík: Ariana Moorer 21/11 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 10/5 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 8, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7/5 fráköst, Erna Hákonardóttir 6, Kamilla Sól Viktorsdóttir 6, Thelma Dís Ágústsdóttir 5/8 fráköst/6 stoðsendingar, Þóranna Kika Hodge-Carr 4, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Elsa Albertsdóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 0/12 fráköst/3 varin skot, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0. Skallagrímur: Tavelyn Tillman 22/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 9/8 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 6/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 6/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5/12 fráköst, Fanney Lind Thomas 3, Gunnhildur Lind Hansdóttir 0, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Þórunn Birta Þórðardóttir 0. Sverrir: Frábær varnarleikur í síðari hálfleiknum„Ég segi ekki að þessi sigur hafi verið auðveldur. Í fyrri hálfleik fannst mér sóknin vera rosalega þung og erfið,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn. „Í síðari hálfleikurinn var frábær og sérstaklega þriðji leikhlutinn. Þær skoruðu bara þrjú stig á okkur og sáralítið allan seinni hálfleikinn,“ segir Sverrir og er sannfærður um að frábær varnarleikur liðsins hafi siglt þessu sigri í hús. „Sóknin var einnig mjög góð og við vorum að frákasta mun betur en í fyrri hálfleiknum. Þá kemur sjálfstraustið og það var komið alveg í botn og allt í einu var allt bara ofan í hjá okkur.“ Hann segir að þetta hafi verið tveir virkilega mikilvægir punktar fyrir Keflavík. „Ég næ að spila á frekar mörgum mönnum og því náum við að halda uppi þessum varnarleik allan leikinn. Við getum spilað svona í fjörutíu mínútur.“ Manuel: Vorum skelfilegar í seinni hálfleik„Við sýndum bara tvö andlit í kvöld. Í fyrri hálfleiknum vorum við fínar, í þeim síðari vorum við mjög daprar,“ segir Manuel Rodriguez, þjálfari Skallagríms, eftir leikinn. „Ég var í raun mjög stoltur af liðinu í hálfleik. Við vorum að sýna flottan varnarleik og Keflavík hafði bara skorað 27 stig. Síðan mættum við bara ekki til leiks í þeim síðari.“ Hann segir að liðið hafi bara ekki sýnt neinn baráttuvilja í seinni hálfleiknum. „Ég þarf heldur betur að leggjast yfir þennan leik og skoða hann vel á morgun. Ég veit ekkert hvað gerðist í þriðja leikhlutanum, það fór bara ekkert ofan í. Keflavík er líklega með besta varnarliðið í þessari deild og ég verð að skoða það vel hvernig við eigum að bregðast við svona vörn.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Keflavík vann frábæran sigur á Skallagrím, 72-51, í Dominos-deild kvenna og er liðið nú komið með 38 stig í deildinni og í öðru sæti. Borgnesingar er enn með 36 stig og í því þriðja. Í raun bara auðveldur sigur hjá Keflavík í kvöld. Ariana Moorer var atkvæðamest í liði Keflvíkinga með 21 stig og Tavelyn Tillman var með 24 stig fyrir Skallagrím. Það gæti vel farið svo að þessi lið mætist í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í úrslitakeppninni. Þá þarf Skallagrímur að mæta töluvert grimmari til leiks.Af hverju vann Keflavík? Liðið spilaði gjörsamlega frábæran varnarleik og var lið Skallagríms í stökustu vandræðum stóran hluta leiksins. Það er svo greinilegt hver er þjálfari Keflvíkinga, Sverrir Þór Sverrisson en hann var einstakur varnarmaður í Keflavík á sínum tíma. Stelpurnar hans gefa sig alltaf allar í leikinn og það skilar sér svo mikið. Skallagrímur náði oft á tíðum ekki að koma boltanum í leik úr innkasti, pressan var svo mikil.Bestu menn vallarins? Tavelyn Tillman var frábær í liði Skallgríms og var hún besti maður vallarins. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var flott í liði Keflvíkinga og það sama má segja um Ariana Moorer.Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn hjá Skallagrím var á köflum alveg gjörsamlega út í hött og mátti sjá það sérstaklega í þriðja leikhlutanum þegar liðið skoraði aðeins þrjú stig í öllum fjórðungnum.Keflavík-Skallagrímur 72-51 (13-23, 14-9, 16-3, 29-16)Keflavík: Ariana Moorer 21/11 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 10/5 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 8, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7/5 fráköst, Erna Hákonardóttir 6, Kamilla Sól Viktorsdóttir 6, Thelma Dís Ágústsdóttir 5/8 fráköst/6 stoðsendingar, Þóranna Kika Hodge-Carr 4, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Elsa Albertsdóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 0/12 fráköst/3 varin skot, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0. Skallagrímur: Tavelyn Tillman 22/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 9/8 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 6/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 6/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5/12 fráköst, Fanney Lind Thomas 3, Gunnhildur Lind Hansdóttir 0, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Þórunn Birta Þórðardóttir 0. Sverrir: Frábær varnarleikur í síðari hálfleiknum„Ég segi ekki að þessi sigur hafi verið auðveldur. Í fyrri hálfleik fannst mér sóknin vera rosalega þung og erfið,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn. „Í síðari hálfleikurinn var frábær og sérstaklega þriðji leikhlutinn. Þær skoruðu bara þrjú stig á okkur og sáralítið allan seinni hálfleikinn,“ segir Sverrir og er sannfærður um að frábær varnarleikur liðsins hafi siglt þessu sigri í hús. „Sóknin var einnig mjög góð og við vorum að frákasta mun betur en í fyrri hálfleiknum. Þá kemur sjálfstraustið og það var komið alveg í botn og allt í einu var allt bara ofan í hjá okkur.“ Hann segir að þetta hafi verið tveir virkilega mikilvægir punktar fyrir Keflavík. „Ég næ að spila á frekar mörgum mönnum og því náum við að halda uppi þessum varnarleik allan leikinn. Við getum spilað svona í fjörutíu mínútur.“ Manuel: Vorum skelfilegar í seinni hálfleik„Við sýndum bara tvö andlit í kvöld. Í fyrri hálfleiknum vorum við fínar, í þeim síðari vorum við mjög daprar,“ segir Manuel Rodriguez, þjálfari Skallagríms, eftir leikinn. „Ég var í raun mjög stoltur af liðinu í hálfleik. Við vorum að sýna flottan varnarleik og Keflavík hafði bara skorað 27 stig. Síðan mættum við bara ekki til leiks í þeim síðari.“ Hann segir að liðið hafi bara ekki sýnt neinn baráttuvilja í seinni hálfleiknum. „Ég þarf heldur betur að leggjast yfir þennan leik og skoða hann vel á morgun. Ég veit ekkert hvað gerðist í þriðja leikhlutanum, það fór bara ekkert ofan í. Keflavík er líklega með besta varnarliðið í þessari deild og ég verð að skoða það vel hvernig við eigum að bregðast við svona vörn.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli