Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Skallagrímur 72-51 | Keflavík hafði betur og situr eitt í öðru sæti Stefán Árni Pálsson skrifar 8. mars 2017 20:45 Það verður ekkert gefið eftir í kvöld. vísir/andri Keflavík vann frábæran sigur á Skallagrím, 72-51, í Dominos-deild kvenna og er liðið nú komið með 38 stig í deildinni og í öðru sæti. Borgnesingar er enn með 36 stig og í því þriðja. Í raun bara auðveldur sigur hjá Keflavík í kvöld. Ariana Moorer var atkvæðamest í liði Keflvíkinga með 21 stig og Tavelyn Tillman var með 24 stig fyrir Skallagrím. Það gæti vel farið svo að þessi lið mætist í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í úrslitakeppninni. Þá þarf Skallagrímur að mæta töluvert grimmari til leiks.Af hverju vann Keflavík? Liðið spilaði gjörsamlega frábæran varnarleik og var lið Skallagríms í stökustu vandræðum stóran hluta leiksins. Það er svo greinilegt hver er þjálfari Keflvíkinga, Sverrir Þór Sverrisson en hann var einstakur varnarmaður í Keflavík á sínum tíma. Stelpurnar hans gefa sig alltaf allar í leikinn og það skilar sér svo mikið. Skallagrímur náði oft á tíðum ekki að koma boltanum í leik úr innkasti, pressan var svo mikil.Bestu menn vallarins? Tavelyn Tillman var frábær í liði Skallgríms og var hún besti maður vallarins. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var flott í liði Keflvíkinga og það sama má segja um Ariana Moorer.Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn hjá Skallagrím var á köflum alveg gjörsamlega út í hött og mátti sjá það sérstaklega í þriðja leikhlutanum þegar liðið skoraði aðeins þrjú stig í öllum fjórðungnum.Keflavík-Skallagrímur 72-51 (13-23, 14-9, 16-3, 29-16)Keflavík: Ariana Moorer 21/11 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 10/5 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 8, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7/5 fráköst, Erna Hákonardóttir 6, Kamilla Sól Viktorsdóttir 6, Thelma Dís Ágústsdóttir 5/8 fráköst/6 stoðsendingar, Þóranna Kika Hodge-Carr 4, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Elsa Albertsdóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 0/12 fráköst/3 varin skot, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0. Skallagrímur: Tavelyn Tillman 22/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 9/8 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 6/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 6/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5/12 fráköst, Fanney Lind Thomas 3, Gunnhildur Lind Hansdóttir 0, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Þórunn Birta Þórðardóttir 0. Sverrir: Frábær varnarleikur í síðari hálfleiknum„Ég segi ekki að þessi sigur hafi verið auðveldur. Í fyrri hálfleik fannst mér sóknin vera rosalega þung og erfið,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn. „Í síðari hálfleikurinn var frábær og sérstaklega þriðji leikhlutinn. Þær skoruðu bara þrjú stig á okkur og sáralítið allan seinni hálfleikinn,“ segir Sverrir og er sannfærður um að frábær varnarleikur liðsins hafi siglt þessu sigri í hús. „Sóknin var einnig mjög góð og við vorum að frákasta mun betur en í fyrri hálfleiknum. Þá kemur sjálfstraustið og það var komið alveg í botn og allt í einu var allt bara ofan í hjá okkur.“ Hann segir að þetta hafi verið tveir virkilega mikilvægir punktar fyrir Keflavík. „Ég næ að spila á frekar mörgum mönnum og því náum við að halda uppi þessum varnarleik allan leikinn. Við getum spilað svona í fjörutíu mínútur.“ Manuel: Vorum skelfilegar í seinni hálfleik„Við sýndum bara tvö andlit í kvöld. Í fyrri hálfleiknum vorum við fínar, í þeim síðari vorum við mjög daprar,“ segir Manuel Rodriguez, þjálfari Skallagríms, eftir leikinn. „Ég var í raun mjög stoltur af liðinu í hálfleik. Við vorum að sýna flottan varnarleik og Keflavík hafði bara skorað 27 stig. Síðan mættum við bara ekki til leiks í þeim síðari.“ Hann segir að liðið hafi bara ekki sýnt neinn baráttuvilja í seinni hálfleiknum. „Ég þarf heldur betur að leggjast yfir þennan leik og skoða hann vel á morgun. Ég veit ekkert hvað gerðist í þriðja leikhlutanum, það fór bara ekkert ofan í. Keflavík er líklega með besta varnarliðið í þessari deild og ég verð að skoða það vel hvernig við eigum að bregðast við svona vörn.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Sjá meira
Keflavík vann frábæran sigur á Skallagrím, 72-51, í Dominos-deild kvenna og er liðið nú komið með 38 stig í deildinni og í öðru sæti. Borgnesingar er enn með 36 stig og í því þriðja. Í raun bara auðveldur sigur hjá Keflavík í kvöld. Ariana Moorer var atkvæðamest í liði Keflvíkinga með 21 stig og Tavelyn Tillman var með 24 stig fyrir Skallagrím. Það gæti vel farið svo að þessi lið mætist í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í úrslitakeppninni. Þá þarf Skallagrímur að mæta töluvert grimmari til leiks.Af hverju vann Keflavík? Liðið spilaði gjörsamlega frábæran varnarleik og var lið Skallagríms í stökustu vandræðum stóran hluta leiksins. Það er svo greinilegt hver er þjálfari Keflvíkinga, Sverrir Þór Sverrisson en hann var einstakur varnarmaður í Keflavík á sínum tíma. Stelpurnar hans gefa sig alltaf allar í leikinn og það skilar sér svo mikið. Skallagrímur náði oft á tíðum ekki að koma boltanum í leik úr innkasti, pressan var svo mikil.Bestu menn vallarins? Tavelyn Tillman var frábær í liði Skallgríms og var hún besti maður vallarins. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var flott í liði Keflvíkinga og það sama má segja um Ariana Moorer.Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn hjá Skallagrím var á köflum alveg gjörsamlega út í hött og mátti sjá það sérstaklega í þriðja leikhlutanum þegar liðið skoraði aðeins þrjú stig í öllum fjórðungnum.Keflavík-Skallagrímur 72-51 (13-23, 14-9, 16-3, 29-16)Keflavík: Ariana Moorer 21/11 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 10/5 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 8, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7/5 fráköst, Erna Hákonardóttir 6, Kamilla Sól Viktorsdóttir 6, Thelma Dís Ágústsdóttir 5/8 fráköst/6 stoðsendingar, Þóranna Kika Hodge-Carr 4, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Elsa Albertsdóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 0/12 fráköst/3 varin skot, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0. Skallagrímur: Tavelyn Tillman 22/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 9/8 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 6/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 6/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5/12 fráköst, Fanney Lind Thomas 3, Gunnhildur Lind Hansdóttir 0, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Þórunn Birta Þórðardóttir 0. Sverrir: Frábær varnarleikur í síðari hálfleiknum„Ég segi ekki að þessi sigur hafi verið auðveldur. Í fyrri hálfleik fannst mér sóknin vera rosalega þung og erfið,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn. „Í síðari hálfleikurinn var frábær og sérstaklega þriðji leikhlutinn. Þær skoruðu bara þrjú stig á okkur og sáralítið allan seinni hálfleikinn,“ segir Sverrir og er sannfærður um að frábær varnarleikur liðsins hafi siglt þessu sigri í hús. „Sóknin var einnig mjög góð og við vorum að frákasta mun betur en í fyrri hálfleiknum. Þá kemur sjálfstraustið og það var komið alveg í botn og allt í einu var allt bara ofan í hjá okkur.“ Hann segir að þetta hafi verið tveir virkilega mikilvægir punktar fyrir Keflavík. „Ég næ að spila á frekar mörgum mönnum og því náum við að halda uppi þessum varnarleik allan leikinn. Við getum spilað svona í fjörutíu mínútur.“ Manuel: Vorum skelfilegar í seinni hálfleik„Við sýndum bara tvö andlit í kvöld. Í fyrri hálfleiknum vorum við fínar, í þeim síðari vorum við mjög daprar,“ segir Manuel Rodriguez, þjálfari Skallagríms, eftir leikinn. „Ég var í raun mjög stoltur af liðinu í hálfleik. Við vorum að sýna flottan varnarleik og Keflavík hafði bara skorað 27 stig. Síðan mættum við bara ekki til leiks í þeim síðari.“ Hann segir að liðið hafi bara ekki sýnt neinn baráttuvilja í seinni hálfleiknum. „Ég þarf heldur betur að leggjast yfir þennan leik og skoða hann vel á morgun. Ég veit ekkert hvað gerðist í þriðja leikhlutanum, það fór bara ekkert ofan í. Keflavík er líklega með besta varnarliðið í þessari deild og ég verð að skoða það vel hvernig við eigum að bregðast við svona vörn.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Sjá meira