Sport

Frankie Fredericks sakaður um spillingu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frankie Fredericks.
Frankie Fredericks. vísir/getty
Namibíumaðurinn geðþekki, Frankie Fredericks, hefur horfið úr starfi hjá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu vegna ásakana um spillingu.

Fredericks hefur farið fyrir nefnd sem er að hjálpa Rússum að komast aftur í alþjóðlegar keppnir. Hann er einnig í Alþjóða Ólympíunefndinni.

Franska blaðið Le Monde greindi frá því að hann hefði fengið greiðslur rétt áður en kosið var um hvaða borg fengi ÓL 2016. Fredericks hefur neitað ásökununum sem Alþjóða Ólympíunefndin er að skoða.

„Ég hef ákveðið að stíga til hliðar í minni vinnu fyrir Alþjóða frjálsíþróttasambandið svo ekki sé hægt að efast um heilindi nefndarinnar á meðan mín mál eru skoðuð,“ sagði Fredericks.

Hann er einn fljótasti maður allra tíma og vann til silfurverðlauna í 100 og 200 metra hlaupi á bæði ÓL í Barcelona árið 1992 og svo aftur í Atlanta fjórum árum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×