Aníta í skýjunum og ætlar að safna kröftum í snjónum á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2017 06:30 Aníta með íslenska fánann eftir að bronsverðlaunin voru í höfn í Belgrad í gær. FRÍ Sunnudagurinn 5. mars 2017 var stór dagur fyrir íslenskar frjálsíþróttir en Ísland eignaðist þá sinn fyrsta verðlaunahafa á stórmóti í sextán ár. Aníta Hinriksdóttir endaði þessa löngu bið með því að tryggja sér brons í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Belgrad í Serbíu. Þetta eru fyrstu verðlaun Íslendings á stórmóti síðan Jón Arnar Magnússon fékk silfur í sjöþraut á HM í Lissabon árið 2001 og fyrstu verðlaun Íslands á EM innanhúss síðan Vala Flosadóttir fékk brons á EM í Valencia 1998.Var markmiðið „Þetta var markmiðið án þess að segja það. Ég var búin að stefna á það að komast á pall og ég hef verið í úrslitum í nokkrum mótum,“ sagði Aníta Hinriksdóttir þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Aníta var með besta tímann í undanrásum og næstbesta tímann í undanúrslitum. Í úrslitunum réði Aníta ekki við Svisslendinginn Selinu Büchel og Bretann Shelaynu Oskan-Clarke sem báðar settu persónuleg met en Aníta tryggði sér bronsverðlaunin með flottu hlaupi sem var aðeins sjö sekúndubrotum frá Íslandsmeti hennar.Aníta Hinriksdóttir sést hér á verðlaunapallinum í gær ásamt Shelaynu Oskan-Clarke frá Bretlandi (silfur) og Selinu Buchel frá Sviss (gull). Aníta er mjög sátt með uppskeruna og má líka vera það.Vísir/AFP„Ég var á því tæpasta í undanúrslitahlaupinu og var þá stressuð að komast áfram. Það var fínt að fá það hlaup því við gátum farið yfir það saman og við fundum síðan eitthvað meira orkusparandi eins og í dag (í gær),“ sagði Aníta en hvernig leið henni á lokasprettinum?Passaði að missa ekki fæturna „Ég fann bara að ég var með þriðja sætið og ég reyndi bara að gefa allt í lokin og passa að missa ekki fæturna undan mér,“ sagði Aníta. Hún er fimmti Íslendingurinn sem vinnur verðlaun á EM innanhúss en Vala Flosadóttir (2), Jón Arnar Magnússon (2), Pétur Guðmundsson og Hreinn Halldórsson hafa unnið til verðlauna á EM. „Það er heiður að vera í þessum hópi,“ segir Aníta. Aníta rétt slapp þegar hin sænska Lovisa Lindh hrasaði í brautinni en hún var nálægt því að detta á Anítu. „Það er oft þröngt á þessum brautum innanhúss en mér leið eins og þetta hafi verið meiri heppni fyrir mig. Ég náði að komast þarna á milli og þetta var ekki verra fyrir mig,“ sagði Aníta.Mátti ekki gera mörg mistök Hún var mjög ánægð með þessa flottu uppskeru og fyrstu verðlaunin í fullorðinsflokki. „Ég er hrikalega kát með þetta enda má maður ekki gera mörg taktísk mistök til að svona gangi upp. Það er alltaf eitthvað og ég var aðeins á annarri braut en það er bara þröngt á milli og margar á sama getustigi,“ segir Aníta. Henni tókst vel að vinna sig í gegnum þreytuna en bronshlaupið var hennar þriðja á innan við þremur sólarhringum.Skokk með þjálfarunum um morguninn „Ég komst í nudd eftir hlaupið í gær og svo hugsaði ég bara um að drekka og nærast vel. Það skiptir líka miklu máli að reyna að halda sér eins afslappaðri eins og maður getur. Svo skokkum við alltaf á morgnana, ég og þjálfarinn, til að koma blóðflæðinu af stað,“ sagði Aníta létt. Íslandsmet hennar á Reykjavíkurleikunum fyrir mánuði gaf tóninn og Aníta segir það hafa gefið sér mikið. „Það var hrikalega gott að fá þetta hlaup á Reykjavíkurleikunum og það var líka vel skipulagt. Það gaf mér sjálfstraust eins og fyrir þetta mót. Það hefur gengið vel hjá mér innanhúss en ég get alveg sagt að þetta er hápunkturinn minn hingað til,“ segir Aníta sem flaug heim í morgun í snjóinn í Reykjavík.Heim í eina viku „Ég ætla að koma heim í viku og safna kröftum og svona,“ segir Aníta en hún fær kannski ekki mikla hvíld því það það vilja örugglega margir hitta hana og óska henni til hamingju. „Vonandi. Það er lúxusvandamál held ég,“ segir Aníta. „Núna tekur við léttari vika heima og grunnæfingar. Svo förum við í æfingabúðir í Bandaríkjunum í apríl. Ég held ég byrji með einu og einu hlaupi í maí til að koma mér af stað en svo HM í London það stærsta sem og EM U-23,“ segir Aníta að lokum. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjöttu verðlaun Íslendings á EM og þau fyrstu síðan 1998 Aníta Hinriksdóttir vann í dag til bronsverðlauna í 800 metra hlaupi á EM 2017 innanhúss sem fer fram í Belgrad. 5. mars 2017 16:58 Freyr, formaður FRÍ: Þetta er frábært skref á ferli Anítu Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, var að sjálfsögðu mjög kátur þegar Vísir heyrði í honum eftir að Aníta Hinriksdóttir tryggði sér bronsverðlaun á EM innanhúss í Belgrad í Serbíu. 5. mars 2017 17:31 Sjáið Anítu með EM-bronsið sitt | Myndir Aníta Hinriksdóttir varð í kvöld fyrsti Íslendingurinn í nítján ár til að stíga upp á verðlaunapall á Evrópumeistaramóti. 5. mars 2017 22:04 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Sjá meira
Sunnudagurinn 5. mars 2017 var stór dagur fyrir íslenskar frjálsíþróttir en Ísland eignaðist þá sinn fyrsta verðlaunahafa á stórmóti í sextán ár. Aníta Hinriksdóttir endaði þessa löngu bið með því að tryggja sér brons í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Belgrad í Serbíu. Þetta eru fyrstu verðlaun Íslendings á stórmóti síðan Jón Arnar Magnússon fékk silfur í sjöþraut á HM í Lissabon árið 2001 og fyrstu verðlaun Íslands á EM innanhúss síðan Vala Flosadóttir fékk brons á EM í Valencia 1998.Var markmiðið „Þetta var markmiðið án þess að segja það. Ég var búin að stefna á það að komast á pall og ég hef verið í úrslitum í nokkrum mótum,“ sagði Aníta Hinriksdóttir þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Aníta var með besta tímann í undanrásum og næstbesta tímann í undanúrslitum. Í úrslitunum réði Aníta ekki við Svisslendinginn Selinu Büchel og Bretann Shelaynu Oskan-Clarke sem báðar settu persónuleg met en Aníta tryggði sér bronsverðlaunin með flottu hlaupi sem var aðeins sjö sekúndubrotum frá Íslandsmeti hennar.Aníta Hinriksdóttir sést hér á verðlaunapallinum í gær ásamt Shelaynu Oskan-Clarke frá Bretlandi (silfur) og Selinu Buchel frá Sviss (gull). Aníta er mjög sátt með uppskeruna og má líka vera það.Vísir/AFP„Ég var á því tæpasta í undanúrslitahlaupinu og var þá stressuð að komast áfram. Það var fínt að fá það hlaup því við gátum farið yfir það saman og við fundum síðan eitthvað meira orkusparandi eins og í dag (í gær),“ sagði Aníta en hvernig leið henni á lokasprettinum?Passaði að missa ekki fæturna „Ég fann bara að ég var með þriðja sætið og ég reyndi bara að gefa allt í lokin og passa að missa ekki fæturna undan mér,“ sagði Aníta. Hún er fimmti Íslendingurinn sem vinnur verðlaun á EM innanhúss en Vala Flosadóttir (2), Jón Arnar Magnússon (2), Pétur Guðmundsson og Hreinn Halldórsson hafa unnið til verðlauna á EM. „Það er heiður að vera í þessum hópi,“ segir Aníta. Aníta rétt slapp þegar hin sænska Lovisa Lindh hrasaði í brautinni en hún var nálægt því að detta á Anítu. „Það er oft þröngt á þessum brautum innanhúss en mér leið eins og þetta hafi verið meiri heppni fyrir mig. Ég náði að komast þarna á milli og þetta var ekki verra fyrir mig,“ sagði Aníta.Mátti ekki gera mörg mistök Hún var mjög ánægð með þessa flottu uppskeru og fyrstu verðlaunin í fullorðinsflokki. „Ég er hrikalega kát með þetta enda má maður ekki gera mörg taktísk mistök til að svona gangi upp. Það er alltaf eitthvað og ég var aðeins á annarri braut en það er bara þröngt á milli og margar á sama getustigi,“ segir Aníta. Henni tókst vel að vinna sig í gegnum þreytuna en bronshlaupið var hennar þriðja á innan við þremur sólarhringum.Skokk með þjálfarunum um morguninn „Ég komst í nudd eftir hlaupið í gær og svo hugsaði ég bara um að drekka og nærast vel. Það skiptir líka miklu máli að reyna að halda sér eins afslappaðri eins og maður getur. Svo skokkum við alltaf á morgnana, ég og þjálfarinn, til að koma blóðflæðinu af stað,“ sagði Aníta létt. Íslandsmet hennar á Reykjavíkurleikunum fyrir mánuði gaf tóninn og Aníta segir það hafa gefið sér mikið. „Það var hrikalega gott að fá þetta hlaup á Reykjavíkurleikunum og það var líka vel skipulagt. Það gaf mér sjálfstraust eins og fyrir þetta mót. Það hefur gengið vel hjá mér innanhúss en ég get alveg sagt að þetta er hápunkturinn minn hingað til,“ segir Aníta sem flaug heim í morgun í snjóinn í Reykjavík.Heim í eina viku „Ég ætla að koma heim í viku og safna kröftum og svona,“ segir Aníta en hún fær kannski ekki mikla hvíld því það það vilja örugglega margir hitta hana og óska henni til hamingju. „Vonandi. Það er lúxusvandamál held ég,“ segir Aníta. „Núna tekur við léttari vika heima og grunnæfingar. Svo förum við í æfingabúðir í Bandaríkjunum í apríl. Ég held ég byrji með einu og einu hlaupi í maí til að koma mér af stað en svo HM í London það stærsta sem og EM U-23,“ segir Aníta að lokum.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjöttu verðlaun Íslendings á EM og þau fyrstu síðan 1998 Aníta Hinriksdóttir vann í dag til bronsverðlauna í 800 metra hlaupi á EM 2017 innanhúss sem fer fram í Belgrad. 5. mars 2017 16:58 Freyr, formaður FRÍ: Þetta er frábært skref á ferli Anítu Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, var að sjálfsögðu mjög kátur þegar Vísir heyrði í honum eftir að Aníta Hinriksdóttir tryggði sér bronsverðlaun á EM innanhúss í Belgrad í Serbíu. 5. mars 2017 17:31 Sjáið Anítu með EM-bronsið sitt | Myndir Aníta Hinriksdóttir varð í kvöld fyrsti Íslendingurinn í nítján ár til að stíga upp á verðlaunapall á Evrópumeistaramóti. 5. mars 2017 22:04 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Sjá meira
Sjöttu verðlaun Íslendings á EM og þau fyrstu síðan 1998 Aníta Hinriksdóttir vann í dag til bronsverðlauna í 800 metra hlaupi á EM 2017 innanhúss sem fer fram í Belgrad. 5. mars 2017 16:58
Freyr, formaður FRÍ: Þetta er frábært skref á ferli Anítu Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, var að sjálfsögðu mjög kátur þegar Vísir heyrði í honum eftir að Aníta Hinriksdóttir tryggði sér bronsverðlaun á EM innanhúss í Belgrad í Serbíu. 5. mars 2017 17:31
Sjáið Anítu með EM-bronsið sitt | Myndir Aníta Hinriksdóttir varð í kvöld fyrsti Íslendingurinn í nítján ár til að stíga upp á verðlaunapall á Evrópumeistaramóti. 5. mars 2017 22:04