Kosningastjóri Fillon segir af sér Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. mars 2017 23:30 Francois Fillon Vísir/EPA Patrick Stefanini hefur sagt af sér sem kosningastjóri Francois Fillon, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Frakklandi. Stefanini mun láta af störfum á sunnudag. Þá hefur bandalag demókrata og óháðra í Frakklandi kallað eftir því að Repúblikanar velji sér annan frambjóðanda í komandi forsetakosningum. Í uppsagnarbréfi sínu sagði Stefanini að hann hefði ráðlagt Fillon að stíga til hliðar eftir að rannsókn um meinta spillingu Fillon hófst. Þegar Fillon hafi ekki tekið þeim ráðum hafi honum ekki fundist rétt að hann héldi áfram sem kosningastjóri hans. Hann sagði einnig að Fillon gæti ekki lengur verið fullviss um að komast í gegnum fyrri umferð kosninganna, en kosið er í tveimur umferðum í forsetakosningum í Frakklandi. Greint var frá því í gær að lögregla í Frakklandi hafi gert húsleit á heimili Fillon. Húsleitin er gerð í tengslum við rannsókn vegna gruns um að Fillon hafi ráðið eiginkonu sína og tvö börn sem aðstoðarmenn sína og þannig þegið laun úr opinberum sjóðum, án þess þó að hafa skilað eðlilegu vinnuframlagi. Fillon greindi frá því fyrr í vikunni að saksóknarar hafi hafið opinbera rannsókn í málinu en að hann muni ekki draga framboð sitt til baka. Segir hann ásakanirnar gegn sér vera drifnar áfram af pólitískum andstæðingum sínum. Fillon var áður forsætisráðherra í ríkisstjórn Nicolas Sarkozy, en hann sigraði í forsetavali franskra Repúblikana í haust. Um tíma þótti hann líklegur til að bera sigur úr býtum í forsetakosningunum, en fylgi hans hefur dalað verulega á undanförnum vikum. Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 23. apríl en sú síðari 7. maí. Líklegast þykir að kosið verði milli hins óháða Emmanuel Macron og Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferðinni. Tengdar fréttir Talsmaður Fillon sagður vera grunaður um skattaundanskot Það blæs ekki byrlega hjá Francois Fillon, forsetaefni franskra Repúblikana, þessa dagana. 15. febrúar 2017 13:40 Líklegasti sigurvegari forsetakosninganna í Frakklandi bauð alla þá sem óttast Trump velkomna til Frakklands Emmanuelle Macron, forsetaframbjóðandi í Frakklandi, segir að vísindamenn, fræðimenn og aðrir sem óttist Donald Trump Bandaríkjaforseti og stefnu hans geti fengið nýtt heimaland, Frakklands. 4. febrúar 2017 21:10 Frönsku forsetakosningarnar: Macron mælist með mest fylgi Samkvæmt nýrri könnun Opinionway myndi Macron vinna Marine Le Pen í síðari umferð kosninganna með 65 prósent atkvæða gegn 35 prósent. 6. febrúar 2017 14:37 Frakkar fengið nóg af spillingu Þúsundir manna héldu út á torgið Place de la Republique í París í gær til að mótmæla spillingu meðal stjórnmálamanna. 20. febrúar 2017 07:00 Lögregla framkvæmir húsleit á heimili Fillon Lögregla í Frakklandi hefur gert húsleit á heimili forsetaframbjóðandans Francois Fillon. 2. mars 2017 18:59 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Patrick Stefanini hefur sagt af sér sem kosningastjóri Francois Fillon, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Frakklandi. Stefanini mun láta af störfum á sunnudag. Þá hefur bandalag demókrata og óháðra í Frakklandi kallað eftir því að Repúblikanar velji sér annan frambjóðanda í komandi forsetakosningum. Í uppsagnarbréfi sínu sagði Stefanini að hann hefði ráðlagt Fillon að stíga til hliðar eftir að rannsókn um meinta spillingu Fillon hófst. Þegar Fillon hafi ekki tekið þeim ráðum hafi honum ekki fundist rétt að hann héldi áfram sem kosningastjóri hans. Hann sagði einnig að Fillon gæti ekki lengur verið fullviss um að komast í gegnum fyrri umferð kosninganna, en kosið er í tveimur umferðum í forsetakosningum í Frakklandi. Greint var frá því í gær að lögregla í Frakklandi hafi gert húsleit á heimili Fillon. Húsleitin er gerð í tengslum við rannsókn vegna gruns um að Fillon hafi ráðið eiginkonu sína og tvö börn sem aðstoðarmenn sína og þannig þegið laun úr opinberum sjóðum, án þess þó að hafa skilað eðlilegu vinnuframlagi. Fillon greindi frá því fyrr í vikunni að saksóknarar hafi hafið opinbera rannsókn í málinu en að hann muni ekki draga framboð sitt til baka. Segir hann ásakanirnar gegn sér vera drifnar áfram af pólitískum andstæðingum sínum. Fillon var áður forsætisráðherra í ríkisstjórn Nicolas Sarkozy, en hann sigraði í forsetavali franskra Repúblikana í haust. Um tíma þótti hann líklegur til að bera sigur úr býtum í forsetakosningunum, en fylgi hans hefur dalað verulega á undanförnum vikum. Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 23. apríl en sú síðari 7. maí. Líklegast þykir að kosið verði milli hins óháða Emmanuel Macron og Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferðinni.
Tengdar fréttir Talsmaður Fillon sagður vera grunaður um skattaundanskot Það blæs ekki byrlega hjá Francois Fillon, forsetaefni franskra Repúblikana, þessa dagana. 15. febrúar 2017 13:40 Líklegasti sigurvegari forsetakosninganna í Frakklandi bauð alla þá sem óttast Trump velkomna til Frakklands Emmanuelle Macron, forsetaframbjóðandi í Frakklandi, segir að vísindamenn, fræðimenn og aðrir sem óttist Donald Trump Bandaríkjaforseti og stefnu hans geti fengið nýtt heimaland, Frakklands. 4. febrúar 2017 21:10 Frönsku forsetakosningarnar: Macron mælist með mest fylgi Samkvæmt nýrri könnun Opinionway myndi Macron vinna Marine Le Pen í síðari umferð kosninganna með 65 prósent atkvæða gegn 35 prósent. 6. febrúar 2017 14:37 Frakkar fengið nóg af spillingu Þúsundir manna héldu út á torgið Place de la Republique í París í gær til að mótmæla spillingu meðal stjórnmálamanna. 20. febrúar 2017 07:00 Lögregla framkvæmir húsleit á heimili Fillon Lögregla í Frakklandi hefur gert húsleit á heimili forsetaframbjóðandans Francois Fillon. 2. mars 2017 18:59 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Talsmaður Fillon sagður vera grunaður um skattaundanskot Það blæs ekki byrlega hjá Francois Fillon, forsetaefni franskra Repúblikana, þessa dagana. 15. febrúar 2017 13:40
Líklegasti sigurvegari forsetakosninganna í Frakklandi bauð alla þá sem óttast Trump velkomna til Frakklands Emmanuelle Macron, forsetaframbjóðandi í Frakklandi, segir að vísindamenn, fræðimenn og aðrir sem óttist Donald Trump Bandaríkjaforseti og stefnu hans geti fengið nýtt heimaland, Frakklands. 4. febrúar 2017 21:10
Frönsku forsetakosningarnar: Macron mælist með mest fylgi Samkvæmt nýrri könnun Opinionway myndi Macron vinna Marine Le Pen í síðari umferð kosninganna með 65 prósent atkvæða gegn 35 prósent. 6. febrúar 2017 14:37
Frakkar fengið nóg af spillingu Þúsundir manna héldu út á torgið Place de la Republique í París í gær til að mótmæla spillingu meðal stjórnmálamanna. 20. febrúar 2017 07:00
Lögregla framkvæmir húsleit á heimili Fillon Lögregla í Frakklandi hefur gert húsleit á heimili forsetaframbjóðandans Francois Fillon. 2. mars 2017 18:59