Aníta örugglega í undanúrslit á besta tíma dagsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. mars 2017 10:30 Aníta Hinriksdóttir varð í fimmta sæti á EM innanhúss í Prag fyrir tveimur árum og gæti unnið til verðlauna að þessu sinni. vísir/getty Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottning úr ÍR, komst örugglega í undanúrslit í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Belgrad í dag en hún hljóp á besta tíma allra keppenda. Aníta hljóp í öðrum riðli og kom í mark á 2:02,82 mínútum en hún var sú eina í morgun sem hljóp undir tveimur mínútum og þremur sekúndum. Hlaupið var virkilega vel útfært en hún tók forskotið á fjórða og síðasta hringnum og stakk keppinauta sína af. Aníta átti þriðja besta tíma allra keppenda fyrir mótið. Evrópumeistarinn frá því 2015, Selina Büchel frá Sviss, hljóp í fjórða riðli og kom í mark á 2:03,11 mínútum en hún á næstbesta tímann á eftir Anítu eftir undanrásirnar. Hún komst vitaskuld í undanúrslitin en tvær efstu úr hverjum riðli komust áfram auk þeirra fjögurra með bestu tímana á eftir þeim. Óvænt úrslit urðu strax í fyrsta riðli þar sem Olga Lyakova frá Úkraínu komst ekki áfram en hún hljóp skelfilega á 2:06,33 mínútum og komst ekki áfram. Sú úkraínska átti þriðja besta tíma keppenda fyrir mótið en er úr leik. Aníta á nú annan besta tímann á eftir Evrópumeistaranum Büchel. Undanúrslitahlaupið fer fram á morgun og úrslitahlaupið á sunnudaginn en miðað við byrjunina er Aníta líkleg til afreka á mótinu. Hún hafnaði í fimmta sæti á EM innanhúss fyrir tveimur árum síðan. Vísir fylgdist með hlaupinu í morgun í beinni textalýsingu sem má sjá hér að neðan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottning úr ÍR, komst örugglega í undanúrslit í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Belgrad í dag en hún hljóp á besta tíma allra keppenda. Aníta hljóp í öðrum riðli og kom í mark á 2:02,82 mínútum en hún var sú eina í morgun sem hljóp undir tveimur mínútum og þremur sekúndum. Hlaupið var virkilega vel útfært en hún tók forskotið á fjórða og síðasta hringnum og stakk keppinauta sína af. Aníta átti þriðja besta tíma allra keppenda fyrir mótið. Evrópumeistarinn frá því 2015, Selina Büchel frá Sviss, hljóp í fjórða riðli og kom í mark á 2:03,11 mínútum en hún á næstbesta tímann á eftir Anítu eftir undanrásirnar. Hún komst vitaskuld í undanúrslitin en tvær efstu úr hverjum riðli komust áfram auk þeirra fjögurra með bestu tímana á eftir þeim. Óvænt úrslit urðu strax í fyrsta riðli þar sem Olga Lyakova frá Úkraínu komst ekki áfram en hún hljóp skelfilega á 2:06,33 mínútum og komst ekki áfram. Sú úkraínska átti þriðja besta tíma keppenda fyrir mótið en er úr leik. Aníta á nú annan besta tímann á eftir Evrópumeistaranum Büchel. Undanúrslitahlaupið fer fram á morgun og úrslitahlaupið á sunnudaginn en miðað við byrjunina er Aníta líkleg til afreka á mótinu. Hún hafnaði í fimmta sæti á EM innanhúss fyrir tveimur árum síðan. Vísir fylgdist með hlaupinu í morgun í beinni textalýsingu sem má sjá hér að neðan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira