Formaður dómaranefndar: Aldrei verið rætt um Ara á Facebook Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. mars 2017 13:30 Ari Gunnarsson, þjálfari kvennaliðs Vals, fór mikinn í viðtölum í gær eftir svekkjandi tap síns liðs gegn Snæfelli í gær.Þar kvartaði Ari sáran undan dómurum leiksins og sagðist ekki fá sömu meðferð og aðrir þjálfarar í deildinni. „Ég set út á dóma í upphafi leiks og fæ strax aðvörun um að haga mér. Svo sé ég Leif taka utan um Inga á leiðinni inn í klefa í hálfleik þegar hann er að kvarta. Ég vill bara fá sömu meðferð og aðrir, ég veit alveg hvað þeir eru að tala um í spjallinu sínu á Facebook. Ég fæ ekki það sama og aðrir þjálfarar,“ sagði Ari meðal annars í viðtali við Vísi í gær. Harðar ásakanir hjá Ara sem gætu dregið dilk á eftir sér. „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Ari er ósáttur. Ég hef ekki séð leikinn og veit ekki hvað gerðist. Það voru reyndir menn þarna og gætu hafa gert mistök. Það gerist í öllum leikjum,“ segir Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, en hvað voru dómarar að tala um Ara á Facebook? „Ég veit ekki hvað Ari er að fara þarna. Á því spjallsvæði sem ég er inn á man ég ekki eftir að það hafi verið minnst á Ara Gunnarsson. Ég veit ekki hvað hann er að í vísa í þar.“ Ari kvartaði einnig yfir því að Leifur Garðarsson dómari hefði tekið utan um Inga Þór Steinþórsson, þjálfara Snæfells, er Ingi var að kvarta í honum í hálfleik. „Ég skil ekki tilfinningar allra. Ég man er ég var að dæma að menn hlustuðu betur ef maður snerti þá. Þeir virtust ekki heyra annars. Þetta er bara svona klassískt hjá dómara að segja þjálfara að slaka á. Ég sé ekki stórmálið þarna.“ Að ofan má sjá viðtalið við Ara frá í gær. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Ari: Veit af umræðu dómaranna um mig á Facebook Þjálfari Vals var æfur eftir naumt tap gegn Snæfelli í Dominos-deild kvenna en hann hellti sér yfir dómaraparið í viðtölum eftir leik þar sem hann sagðist vita af spjallþræði um sig. 1. mars 2017 22:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Snæfell 70-77 | Naumur sigur meistaranna Snæfell vann nauman 77-70 sigur á Valskonum í Vodafone-höllinni eftir framlengdan leik en með því heldur Snæfell toppsæti Domino's-deildar kvenna. 1. mars 2017 22:45 Sjáðu tæknivilluna sem gerði Ara brjálaðan: "Held að dómarinn pissi undir í nótt“ Þjálfari Vals var vægast sagt ósáttur við dómarana í tapinu í gærkvöldi en hér má sjá viðtalið við hann sem var tekið í beinni útsendingu. 2. mars 2017 13:00 Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Fleiri fréttir Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Sjá meira
Ari Gunnarsson, þjálfari kvennaliðs Vals, fór mikinn í viðtölum í gær eftir svekkjandi tap síns liðs gegn Snæfelli í gær.Þar kvartaði Ari sáran undan dómurum leiksins og sagðist ekki fá sömu meðferð og aðrir þjálfarar í deildinni. „Ég set út á dóma í upphafi leiks og fæ strax aðvörun um að haga mér. Svo sé ég Leif taka utan um Inga á leiðinni inn í klefa í hálfleik þegar hann er að kvarta. Ég vill bara fá sömu meðferð og aðrir, ég veit alveg hvað þeir eru að tala um í spjallinu sínu á Facebook. Ég fæ ekki það sama og aðrir þjálfarar,“ sagði Ari meðal annars í viðtali við Vísi í gær. Harðar ásakanir hjá Ara sem gætu dregið dilk á eftir sér. „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Ari er ósáttur. Ég hef ekki séð leikinn og veit ekki hvað gerðist. Það voru reyndir menn þarna og gætu hafa gert mistök. Það gerist í öllum leikjum,“ segir Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, en hvað voru dómarar að tala um Ara á Facebook? „Ég veit ekki hvað Ari er að fara þarna. Á því spjallsvæði sem ég er inn á man ég ekki eftir að það hafi verið minnst á Ara Gunnarsson. Ég veit ekki hvað hann er að í vísa í þar.“ Ari kvartaði einnig yfir því að Leifur Garðarsson dómari hefði tekið utan um Inga Þór Steinþórsson, þjálfara Snæfells, er Ingi var að kvarta í honum í hálfleik. „Ég skil ekki tilfinningar allra. Ég man er ég var að dæma að menn hlustuðu betur ef maður snerti þá. Þeir virtust ekki heyra annars. Þetta er bara svona klassískt hjá dómara að segja þjálfara að slaka á. Ég sé ekki stórmálið þarna.“ Að ofan má sjá viðtalið við Ara frá í gær.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Ari: Veit af umræðu dómaranna um mig á Facebook Þjálfari Vals var æfur eftir naumt tap gegn Snæfelli í Dominos-deild kvenna en hann hellti sér yfir dómaraparið í viðtölum eftir leik þar sem hann sagðist vita af spjallþræði um sig. 1. mars 2017 22:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Snæfell 70-77 | Naumur sigur meistaranna Snæfell vann nauman 77-70 sigur á Valskonum í Vodafone-höllinni eftir framlengdan leik en með því heldur Snæfell toppsæti Domino's-deildar kvenna. 1. mars 2017 22:45 Sjáðu tæknivilluna sem gerði Ara brjálaðan: "Held að dómarinn pissi undir í nótt“ Þjálfari Vals var vægast sagt ósáttur við dómarana í tapinu í gærkvöldi en hér má sjá viðtalið við hann sem var tekið í beinni útsendingu. 2. mars 2017 13:00 Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Fleiri fréttir Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Sjá meira
Ari: Veit af umræðu dómaranna um mig á Facebook Þjálfari Vals var æfur eftir naumt tap gegn Snæfelli í Dominos-deild kvenna en hann hellti sér yfir dómaraparið í viðtölum eftir leik þar sem hann sagðist vita af spjallþræði um sig. 1. mars 2017 22:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Snæfell 70-77 | Naumur sigur meistaranna Snæfell vann nauman 77-70 sigur á Valskonum í Vodafone-höllinni eftir framlengdan leik en með því heldur Snæfell toppsæti Domino's-deildar kvenna. 1. mars 2017 22:45
Sjáðu tæknivilluna sem gerði Ara brjálaðan: "Held að dómarinn pissi undir í nótt“ Þjálfari Vals var vægast sagt ósáttur við dómarana í tapinu í gærkvöldi en hér má sjá viðtalið við hann sem var tekið í beinni útsendingu. 2. mars 2017 13:00