Faraldurinn fær líka frelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 1. mars 2017 07:00 Vímuefnaneysla í Fangelsinu Litla-Hrauni er með því mesta sem sést hefur, efnin eru verri en áður og afleiðingarnar fyrir fanga eftir því. Afstaða – félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun hefur um langa hríð reynt að vara fangelsismálayfirvöld við þeirri neikvæðu þróun sem fylgir baráttunni gegn neyslu vægari vímuefna. Það að reglulegt sé að fangar missi meðvitund vegna vímuefnaneyslu er skýrt merki um að baráttan sé að tapast. Vægari efnum hefur verið skipt út fyrir harðari, óþekktari og nær ávallt hættulegri efni. Á dögunum fjallaði breska ríkisútvarpið, BBC, um ástandið í HMP Northumberland, ensku fangelsi, og vakti umfjöllunin eðlilega mikla athygli. Gegndarlaus vímuefnaneysla, ofbeldi og vanmáttugir fangaverðir vegna fámennis. Þrátt fyrir að ástandið sé einna verst á Bretlandseyjum ber að hafa í huga að um sömu vímuefni er að ræða og í íslenskum fangelsum, vegna sömu aðferðafræða fangelsisyfirvalda í báðum löndum. Má því búast við sömu afleiðingum. Þegar íslensk fangelsismálayfirvöld hófu baráttu sína gegn vægum vímuefnum í fangelsum árið 2006 var neysla mest á kannabisefnum. Baráttan skilaði því vissulega að neysla kannabisefna minnkaði til mikilla muna en í stað þeirra hófu fangar að smygla öðrum efnum, þeim sem auðveldara er að koma inn í fangelsin og mælast ekki í þvagi – eða alla vega í styttri tíma. Á tiltölulega stuttum tíma jókst neysla harðari vímuefna, efna sem erfitt er fyrir fangelsismálayfirvöld að koma höndum yfir. Og dæmi eru um að fangar hafi látist af völdum þeirra.Faraldur á Litla-Hrauni Á undanförnum misserum hafa borist fregnir af ótímabærum andlátum vegna notkunar fentanýls og einhverjir jafnvel talað um faraldur. Sá faraldur hófst á Litla-Hrauni og er þetta fráleitt í fyrsta skipti sem misnotkun hættulegra efna hefst í fangelsum landsins og berst út fyrir veggi þeirra. Þetta skelfilega ferli er engu að síður sjaldan til umræðu, mögulega vegna þess að samfélagið er ekki tilbúið að viðurkenna það. Afstaða hefur engu að síður reynt hvað það getur til að vekja athygli á þessu vandamáli og bent á aðferðir sem fangelsismálayfirvöld í nágrannalöndum okkar hafa tileinkað sér til að sporna við nákvæmlega þessu. Með góðum árangri. Nú þegar ný ríkisstjórn er tekin við taumunum, nýtt ráðuneyti á gömlum grunni tekið við fangelsismálum, telur Afstaða enn á ný rétt að benda á hið augljósa. Núllstefna gagnvart vægum vímuefnum í fangelsum leiðir til neyslu harðari og hættulegri efna sem á endanum leiðir til faraldurs í samfélaginu. Stefnan leiðir til óstjórnar í fangelsunum, ofbeldis og jafnvel andláta fanga. Síðar gerist það sama utan veggja fangelsanna.Skelfilegar afleiðingar Þessa dagana geisar faraldur á Litla-Hrauni. Hið stórhættulega Spice gengur kaupum og sölum eins og hver önnur nauðsynjavara með skelfilegum afleiðingum fyrir vímuefnaneytendur. Innan tveggja ára munum við sjá það sama gerast í samfélaginu, rétt eins og gerðist með Contalgin, Rítalín, Mogadon og jafnvel LSD. Afstaða mælir ekki vímuefnum bót en hvetur til að forgangsraðað sé innan fangelsanna með hag allra í samfélaginu fyrir brjósti. Stjórnvöld hafa verið treg til að ræða þessi mál og hvetur Afstaða nýjan dómsmálaráðherra til að koma að borðinu. Jafnframt hvetur félagið þingmenn til að taka málið upp á Alþingi, því það þarf að ræða á breiðum grunni og Afstaða skorast ekki undan því að taka þátt í þeirri umræðu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Vímuefnaneysla í Fangelsinu Litla-Hrauni er með því mesta sem sést hefur, efnin eru verri en áður og afleiðingarnar fyrir fanga eftir því. Afstaða – félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun hefur um langa hríð reynt að vara fangelsismálayfirvöld við þeirri neikvæðu þróun sem fylgir baráttunni gegn neyslu vægari vímuefna. Það að reglulegt sé að fangar missi meðvitund vegna vímuefnaneyslu er skýrt merki um að baráttan sé að tapast. Vægari efnum hefur verið skipt út fyrir harðari, óþekktari og nær ávallt hættulegri efni. Á dögunum fjallaði breska ríkisútvarpið, BBC, um ástandið í HMP Northumberland, ensku fangelsi, og vakti umfjöllunin eðlilega mikla athygli. Gegndarlaus vímuefnaneysla, ofbeldi og vanmáttugir fangaverðir vegna fámennis. Þrátt fyrir að ástandið sé einna verst á Bretlandseyjum ber að hafa í huga að um sömu vímuefni er að ræða og í íslenskum fangelsum, vegna sömu aðferðafræða fangelsisyfirvalda í báðum löndum. Má því búast við sömu afleiðingum. Þegar íslensk fangelsismálayfirvöld hófu baráttu sína gegn vægum vímuefnum í fangelsum árið 2006 var neysla mest á kannabisefnum. Baráttan skilaði því vissulega að neysla kannabisefna minnkaði til mikilla muna en í stað þeirra hófu fangar að smygla öðrum efnum, þeim sem auðveldara er að koma inn í fangelsin og mælast ekki í þvagi – eða alla vega í styttri tíma. Á tiltölulega stuttum tíma jókst neysla harðari vímuefna, efna sem erfitt er fyrir fangelsismálayfirvöld að koma höndum yfir. Og dæmi eru um að fangar hafi látist af völdum þeirra.Faraldur á Litla-Hrauni Á undanförnum misserum hafa borist fregnir af ótímabærum andlátum vegna notkunar fentanýls og einhverjir jafnvel talað um faraldur. Sá faraldur hófst á Litla-Hrauni og er þetta fráleitt í fyrsta skipti sem misnotkun hættulegra efna hefst í fangelsum landsins og berst út fyrir veggi þeirra. Þetta skelfilega ferli er engu að síður sjaldan til umræðu, mögulega vegna þess að samfélagið er ekki tilbúið að viðurkenna það. Afstaða hefur engu að síður reynt hvað það getur til að vekja athygli á þessu vandamáli og bent á aðferðir sem fangelsismálayfirvöld í nágrannalöndum okkar hafa tileinkað sér til að sporna við nákvæmlega þessu. Með góðum árangri. Nú þegar ný ríkisstjórn er tekin við taumunum, nýtt ráðuneyti á gömlum grunni tekið við fangelsismálum, telur Afstaða enn á ný rétt að benda á hið augljósa. Núllstefna gagnvart vægum vímuefnum í fangelsum leiðir til neyslu harðari og hættulegri efna sem á endanum leiðir til faraldurs í samfélaginu. Stefnan leiðir til óstjórnar í fangelsunum, ofbeldis og jafnvel andláta fanga. Síðar gerist það sama utan veggja fangelsanna.Skelfilegar afleiðingar Þessa dagana geisar faraldur á Litla-Hrauni. Hið stórhættulega Spice gengur kaupum og sölum eins og hver önnur nauðsynjavara með skelfilegum afleiðingum fyrir vímuefnaneytendur. Innan tveggja ára munum við sjá það sama gerast í samfélaginu, rétt eins og gerðist með Contalgin, Rítalín, Mogadon og jafnvel LSD. Afstaða mælir ekki vímuefnum bót en hvetur til að forgangsraðað sé innan fangelsanna með hag allra í samfélaginu fyrir brjósti. Stjórnvöld hafa verið treg til að ræða þessi mál og hvetur Afstaða nýjan dómsmálaráðherra til að koma að borðinu. Jafnframt hvetur félagið þingmenn til að taka málið upp á Alþingi, því það þarf að ræða á breiðum grunni og Afstaða skorast ekki undan því að taka þátt í þeirri umræðu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar