Mikill fjöldi þingmannafrumvarpa á Alþingi endurfluttur Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2017 20:00 Aðeins hafa verið lögð fram tuttugu og fimm ný frumvörp á Alþingi frá því þing tók til starfa að loknum kosningum. Ríkisstjórnin hefur lagt fram tólf ný frumvörp og koma flest þeirra frá fjármálaráðuneytinu. Sérstakar umræður eru alla jafna ekki margar á Alþingi. Enda ráðherrar og þingmenn oftast uppteknir við að koma málum sínum í gegn. En það er kannski til marks um hvað fá mál liggja fyrir þinginu, að frá því þing kom saman eftir kosningar hafa 21 sérstök umræða farið fram. Þessa vikuna eru nefndardagar á Alþingi en mjög misjafnt er hversu mörg mál bíða afgreiðslu nefndanna og segja þingmenn margir nánast ekkert að gera í sumum þeirra vegna málafæðar. En skoðum fjölda þeirra frumvarpa sem liggja fyrir þinginu. Við fyrstu sýn lítur út fyrir að þingmenn hafi verið mun duglegri að leggja fram frumvörp en ráðherrarnir. En samkvæmt málaskrá hafa þingmenn lagt fram 38 frumvörp á yfirstandandi þingi. Það segir þó ekki alla söguna því af þessum 38 þingmannafrumvörpum eru nánast öll eða 29 talsins, endurflutt óbreytt eða lítið breytt frá fyrri þingum. Eftir standa því níu þingmannafrumvörp sem lögð eru fram ný á þessu þingi. Að auki liggja fyrir þinginu fjögur frumvörp frá nefndum þingsins. Ef við skoðum stjórnarfrumvörpin eru þau 17 við fyrstu skoðun og hefur fjármálaráðherra lagt fram lang flest þeirra. En þegar stjórnarfrumvörp sem eru endurflutt frá fyrri þingum er dregin frá, hefur ríkisstjórnin lagt fram 12 ný frumvörp frá því hún tók við völdum. Af þeim eru sjö frá fjármálaráðherra, dómsmálaráðherra er með þrjú, samgönguráðherra með tvö og ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar hefur lagt fram eitt frumvarp eins og umhverfis- og auðlindaráðherra. Engin frumvörp hafa enn litið dagsins ljós frá sex ráðherrum. En það hefur auðvitað áhrif að ríkisstjórnin tók ekki við völdum fyrr en hinn 11. janúar.Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau frumvörp sem hafa verið lögð fram á árinu. Alþingi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Aðeins hafa verið lögð fram tuttugu og fimm ný frumvörp á Alþingi frá því þing tók til starfa að loknum kosningum. Ríkisstjórnin hefur lagt fram tólf ný frumvörp og koma flest þeirra frá fjármálaráðuneytinu. Sérstakar umræður eru alla jafna ekki margar á Alþingi. Enda ráðherrar og þingmenn oftast uppteknir við að koma málum sínum í gegn. En það er kannski til marks um hvað fá mál liggja fyrir þinginu, að frá því þing kom saman eftir kosningar hafa 21 sérstök umræða farið fram. Þessa vikuna eru nefndardagar á Alþingi en mjög misjafnt er hversu mörg mál bíða afgreiðslu nefndanna og segja þingmenn margir nánast ekkert að gera í sumum þeirra vegna málafæðar. En skoðum fjölda þeirra frumvarpa sem liggja fyrir þinginu. Við fyrstu sýn lítur út fyrir að þingmenn hafi verið mun duglegri að leggja fram frumvörp en ráðherrarnir. En samkvæmt málaskrá hafa þingmenn lagt fram 38 frumvörp á yfirstandandi þingi. Það segir þó ekki alla söguna því af þessum 38 þingmannafrumvörpum eru nánast öll eða 29 talsins, endurflutt óbreytt eða lítið breytt frá fyrri þingum. Eftir standa því níu þingmannafrumvörp sem lögð eru fram ný á þessu þingi. Að auki liggja fyrir þinginu fjögur frumvörp frá nefndum þingsins. Ef við skoðum stjórnarfrumvörpin eru þau 17 við fyrstu skoðun og hefur fjármálaráðherra lagt fram lang flest þeirra. En þegar stjórnarfrumvörp sem eru endurflutt frá fyrri þingum er dregin frá, hefur ríkisstjórnin lagt fram 12 ný frumvörp frá því hún tók við völdum. Af þeim eru sjö frá fjármálaráðherra, dómsmálaráðherra er með þrjú, samgönguráðherra með tvö og ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar hefur lagt fram eitt frumvarp eins og umhverfis- og auðlindaráðherra. Engin frumvörp hafa enn litið dagsins ljós frá sex ráðherrum. En það hefur auðvitað áhrif að ríkisstjórnin tók ekki við völdum fyrr en hinn 11. janúar.Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau frumvörp sem hafa verið lögð fram á árinu.
Alþingi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira