Mikill fjöldi þingmannafrumvarpa á Alþingi endurfluttur Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2017 20:00 Aðeins hafa verið lögð fram tuttugu og fimm ný frumvörp á Alþingi frá því þing tók til starfa að loknum kosningum. Ríkisstjórnin hefur lagt fram tólf ný frumvörp og koma flest þeirra frá fjármálaráðuneytinu. Sérstakar umræður eru alla jafna ekki margar á Alþingi. Enda ráðherrar og þingmenn oftast uppteknir við að koma málum sínum í gegn. En það er kannski til marks um hvað fá mál liggja fyrir þinginu, að frá því þing kom saman eftir kosningar hafa 21 sérstök umræða farið fram. Þessa vikuna eru nefndardagar á Alþingi en mjög misjafnt er hversu mörg mál bíða afgreiðslu nefndanna og segja þingmenn margir nánast ekkert að gera í sumum þeirra vegna málafæðar. En skoðum fjölda þeirra frumvarpa sem liggja fyrir þinginu. Við fyrstu sýn lítur út fyrir að þingmenn hafi verið mun duglegri að leggja fram frumvörp en ráðherrarnir. En samkvæmt málaskrá hafa þingmenn lagt fram 38 frumvörp á yfirstandandi þingi. Það segir þó ekki alla söguna því af þessum 38 þingmannafrumvörpum eru nánast öll eða 29 talsins, endurflutt óbreytt eða lítið breytt frá fyrri þingum. Eftir standa því níu þingmannafrumvörp sem lögð eru fram ný á þessu þingi. Að auki liggja fyrir þinginu fjögur frumvörp frá nefndum þingsins. Ef við skoðum stjórnarfrumvörpin eru þau 17 við fyrstu skoðun og hefur fjármálaráðherra lagt fram lang flest þeirra. En þegar stjórnarfrumvörp sem eru endurflutt frá fyrri þingum er dregin frá, hefur ríkisstjórnin lagt fram 12 ný frumvörp frá því hún tók við völdum. Af þeim eru sjö frá fjármálaráðherra, dómsmálaráðherra er með þrjú, samgönguráðherra með tvö og ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar hefur lagt fram eitt frumvarp eins og umhverfis- og auðlindaráðherra. Engin frumvörp hafa enn litið dagsins ljós frá sex ráðherrum. En það hefur auðvitað áhrif að ríkisstjórnin tók ekki við völdum fyrr en hinn 11. janúar.Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau frumvörp sem hafa verið lögð fram á árinu. Alþingi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Aðeins hafa verið lögð fram tuttugu og fimm ný frumvörp á Alþingi frá því þing tók til starfa að loknum kosningum. Ríkisstjórnin hefur lagt fram tólf ný frumvörp og koma flest þeirra frá fjármálaráðuneytinu. Sérstakar umræður eru alla jafna ekki margar á Alþingi. Enda ráðherrar og þingmenn oftast uppteknir við að koma málum sínum í gegn. En það er kannski til marks um hvað fá mál liggja fyrir þinginu, að frá því þing kom saman eftir kosningar hafa 21 sérstök umræða farið fram. Þessa vikuna eru nefndardagar á Alþingi en mjög misjafnt er hversu mörg mál bíða afgreiðslu nefndanna og segja þingmenn margir nánast ekkert að gera í sumum þeirra vegna málafæðar. En skoðum fjölda þeirra frumvarpa sem liggja fyrir þinginu. Við fyrstu sýn lítur út fyrir að þingmenn hafi verið mun duglegri að leggja fram frumvörp en ráðherrarnir. En samkvæmt málaskrá hafa þingmenn lagt fram 38 frumvörp á yfirstandandi þingi. Það segir þó ekki alla söguna því af þessum 38 þingmannafrumvörpum eru nánast öll eða 29 talsins, endurflutt óbreytt eða lítið breytt frá fyrri þingum. Eftir standa því níu þingmannafrumvörp sem lögð eru fram ný á þessu þingi. Að auki liggja fyrir þinginu fjögur frumvörp frá nefndum þingsins. Ef við skoðum stjórnarfrumvörpin eru þau 17 við fyrstu skoðun og hefur fjármálaráðherra lagt fram lang flest þeirra. En þegar stjórnarfrumvörp sem eru endurflutt frá fyrri þingum er dregin frá, hefur ríkisstjórnin lagt fram 12 ný frumvörp frá því hún tók við völdum. Af þeim eru sjö frá fjármálaráðherra, dómsmálaráðherra er með þrjú, samgönguráðherra með tvö og ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar hefur lagt fram eitt frumvarp eins og umhverfis- og auðlindaráðherra. Engin frumvörp hafa enn litið dagsins ljós frá sex ráðherrum. En það hefur auðvitað áhrif að ríkisstjórnin tók ekki við völdum fyrr en hinn 11. janúar.Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau frumvörp sem hafa verið lögð fram á árinu.
Alþingi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira