Skattar og keðjuverkandi skerðingar Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 17. mars 2017 07:00 Ríkisstjórnir undanfarinna ára þykjast ekki hafa hækkað skatta á lífeyrislaun, heldur lækkað þá. En það að hækka ekki persónuafsláttinn í um 103.000 krónur, eins og hann ætti að vera í dag uppreiknaður frá 1988, heldur halda honum í 52.907 krónum á mánuði er ekkert annað en fáránleg hækkun skatta, sem lenda verst á eldri borgurum, veiku og slösuðu fólki og láglaunafólki. Hvað á að kalla svona skattahækkanir? Ekkert annað en fátæktarskatt, sem svo leiðir til sárafátæktar og er ráðherrum og þingmönnum til háborinnar skammar. Lífeyrislaun, persónuafsláttur, vaxta- og barnabætur hækka miðað við verðlag, ekki launavísitölu og veldur því að skattbyrði lífeyrislaunþega hækkar. Í þessum anda eru bótaflokkar sem valda keðjuverkandi skerðingum um allt kerfið, vegna þess að skerðingarmörk tekna hækka ekki þó lífeyririnn og bótaflokkarnir hækki. Skattalækkanir eru bara fyrir eignafólk, hátekjufólk og fyrirtæki. Til hvers er þetta ómannúðlega „keðjuverkandi skattkerfi“ sem setur þá verst settu í sárafátækt eða um 10 þúsund manns og yfir 30 þúsund í eða við fátæktarmörk? Eru þetta mannleg mistök? Flókið kerfi sem enginn þekkir nema tölvan sem forritaði sig sjálf til að segja „Nei“? Eða er þetta bara úthugsað kerfi til að berja og sparka fjárhagslega í þá sem verst eru settir á Íslandi? Já, ég er kominn á þá skoðun. Frítekjumark lækkaði um 84 þúsund krónur í breyttu lífeyriskerfi hjá ellilífeyrisþegum. Hækkun á framfærsluuppbót, sem skerðist krónu á móti krónu er ekkert annað en ólöglegur 100% skattur. Fjölmargir styrkir, t.d. frá verkalýðsfélögum, fyrir lyfjum, lækniskostnaði og rekstri bifreiðar, valda bara keðjuverkandi skerðingum á lífeyrislaunum frá Tryggingastofnun, húsnæðisbótum, barnabótum og öllum öðrum bótaflokkum. Hvað er ríkið að borga í lífeyrislaun á Íslandi? Erum við sem erum á lífeyrislaunum að borga fyrir allt með sköttum og keðjuverkandi skerðingarsköttum? Svarið er „JÁ“. Fjallað verður um skerðingarkerfið á opnum fundi málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um kjaramál á Grand hóteli laugardaginn 18. mars kl. 13. Þar verður einnig gerð grein fyrir þeirri staðreynd að 1.300 manns eru á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Þá verður rýnt í þróun persónuafsláttar frá upphafi staðgreiðslu og rætt um nýtt fyrirkomulag húsnæðisstuðnings til leigjenda sem tók gildi um síðustu áramót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnir undanfarinna ára þykjast ekki hafa hækkað skatta á lífeyrislaun, heldur lækkað þá. En það að hækka ekki persónuafsláttinn í um 103.000 krónur, eins og hann ætti að vera í dag uppreiknaður frá 1988, heldur halda honum í 52.907 krónum á mánuði er ekkert annað en fáránleg hækkun skatta, sem lenda verst á eldri borgurum, veiku og slösuðu fólki og láglaunafólki. Hvað á að kalla svona skattahækkanir? Ekkert annað en fátæktarskatt, sem svo leiðir til sárafátæktar og er ráðherrum og þingmönnum til háborinnar skammar. Lífeyrislaun, persónuafsláttur, vaxta- og barnabætur hækka miðað við verðlag, ekki launavísitölu og veldur því að skattbyrði lífeyrislaunþega hækkar. Í þessum anda eru bótaflokkar sem valda keðjuverkandi skerðingum um allt kerfið, vegna þess að skerðingarmörk tekna hækka ekki þó lífeyririnn og bótaflokkarnir hækki. Skattalækkanir eru bara fyrir eignafólk, hátekjufólk og fyrirtæki. Til hvers er þetta ómannúðlega „keðjuverkandi skattkerfi“ sem setur þá verst settu í sárafátækt eða um 10 þúsund manns og yfir 30 þúsund í eða við fátæktarmörk? Eru þetta mannleg mistök? Flókið kerfi sem enginn þekkir nema tölvan sem forritaði sig sjálf til að segja „Nei“? Eða er þetta bara úthugsað kerfi til að berja og sparka fjárhagslega í þá sem verst eru settir á Íslandi? Já, ég er kominn á þá skoðun. Frítekjumark lækkaði um 84 þúsund krónur í breyttu lífeyriskerfi hjá ellilífeyrisþegum. Hækkun á framfærsluuppbót, sem skerðist krónu á móti krónu er ekkert annað en ólöglegur 100% skattur. Fjölmargir styrkir, t.d. frá verkalýðsfélögum, fyrir lyfjum, lækniskostnaði og rekstri bifreiðar, valda bara keðjuverkandi skerðingum á lífeyrislaunum frá Tryggingastofnun, húsnæðisbótum, barnabótum og öllum öðrum bótaflokkum. Hvað er ríkið að borga í lífeyrislaun á Íslandi? Erum við sem erum á lífeyrislaunum að borga fyrir allt með sköttum og keðjuverkandi skerðingarsköttum? Svarið er „JÁ“. Fjallað verður um skerðingarkerfið á opnum fundi málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um kjaramál á Grand hóteli laugardaginn 18. mars kl. 13. Þar verður einnig gerð grein fyrir þeirri staðreynd að 1.300 manns eru á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Þá verður rýnt í þróun persónuafsláttar frá upphafi staðgreiðslu og rætt um nýtt fyrirkomulag húsnæðisstuðnings til leigjenda sem tók gildi um síðustu áramót.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun