Telja loftmengun hafa falið áhrif hlýnunar á norðurskautinu Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2017 21:04 Hafísinn á norðurskautinu óx upp úr miðri öldinni þrátt fyrir að gróðurhúsalofttegundir yllu hlýnun á jörðinni. Vísir/EPA Brennisteinsagnir frá bruna jarðefnaeldsneytis eru taldar orsök þess að hafís á norðurskautinu óx upp úr miðri öldinni á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir vermdu jörðina. Ný rannsókn bendir til þess að þannig hafi loftmengun falið áhrif hlýnunar á norðurhjara veraldar. Þó að beinar mælingar á hafísnum á norðurskautinu með gervihnöttum hafi ekki hafist fyrr en árið 1979 eru einhver eldri gögn til um ísinn. Þessi eldri gögn, ásamt nýlegum tölvulíkönum, benda til þess að hafísinn hafi vaxið frá því um 1950 til 1975, samkvæmt frétt sem birtist á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Ný greining á gögnunum hefur leitt vísindamenn að þeirri ályktun að loftmengun hafi valdið því að hafísinn óx á þessu tímabili.Loftmengunin meiri áður en lög voru settÝmsar agnir í andrúmsloftinu endurvarpa sólargeislum út í geim og valda þannig kólnun við yfirborð jarðar. Vísindamennirnir telja að brennisteinsagnir sem losnuðu frá bruna á jarðefnaeldsneyti hafi falið hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda. „Kólnunaráhrif frá auknu magni rykagna faldi hlýnunaráhrif aukins styrks gróðurhúsalofttegunda og meira til,“ segir John Fyfe, vísindamaður við Umhverfis- og loftslagsbreytingar Kanada sem er einn höfunda greinar um rannsóknina sem birtist í Geophysical Research Letters. Styrkur þessara brennisteinsagna í lofthjúpnum var sérstaklega mikill á tímabilinu 1950 til 1975 áður en umhverfisverndarlög voru sett á 8. áratugnum sem takmörkuðu losun brennisteinsvetnis út í andrúmsloftið. Tölvulíkan sem vísindamennirnir notuðu við rannsóknina sýndi að brennisteinsagnirnar hefðu valdið kólnun á norðurskautinu og hafísinn vaxið. Agnirnar eru skammlífar í andrúmsloftinu. Kólnunaráhrif þeirra fjöruðu því út eftir 1980 þegar reglugerðir og lög gegn loftmengun voru farin að bíta á losun efnanna. Hafísinn á norðurskautinu hefur síðan skroppið gríðarlega saman.Washington Post sagði frá því nýlega að hámarksútbreiðsla hafíssinn að vetri hafi verið sú minnsta frá því að mælingar hófust í vetur. Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira
Brennisteinsagnir frá bruna jarðefnaeldsneytis eru taldar orsök þess að hafís á norðurskautinu óx upp úr miðri öldinni á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir vermdu jörðina. Ný rannsókn bendir til þess að þannig hafi loftmengun falið áhrif hlýnunar á norðurhjara veraldar. Þó að beinar mælingar á hafísnum á norðurskautinu með gervihnöttum hafi ekki hafist fyrr en árið 1979 eru einhver eldri gögn til um ísinn. Þessi eldri gögn, ásamt nýlegum tölvulíkönum, benda til þess að hafísinn hafi vaxið frá því um 1950 til 1975, samkvæmt frétt sem birtist á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Ný greining á gögnunum hefur leitt vísindamenn að þeirri ályktun að loftmengun hafi valdið því að hafísinn óx á þessu tímabili.Loftmengunin meiri áður en lög voru settÝmsar agnir í andrúmsloftinu endurvarpa sólargeislum út í geim og valda þannig kólnun við yfirborð jarðar. Vísindamennirnir telja að brennisteinsagnir sem losnuðu frá bruna á jarðefnaeldsneyti hafi falið hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda. „Kólnunaráhrif frá auknu magni rykagna faldi hlýnunaráhrif aukins styrks gróðurhúsalofttegunda og meira til,“ segir John Fyfe, vísindamaður við Umhverfis- og loftslagsbreytingar Kanada sem er einn höfunda greinar um rannsóknina sem birtist í Geophysical Research Letters. Styrkur þessara brennisteinsagna í lofthjúpnum var sérstaklega mikill á tímabilinu 1950 til 1975 áður en umhverfisverndarlög voru sett á 8. áratugnum sem takmörkuðu losun brennisteinsvetnis út í andrúmsloftið. Tölvulíkan sem vísindamennirnir notuðu við rannsóknina sýndi að brennisteinsagnirnar hefðu valdið kólnun á norðurskautinu og hafísinn vaxið. Agnirnar eru skammlífar í andrúmsloftinu. Kólnunaráhrif þeirra fjöruðu því út eftir 1980 þegar reglugerðir og lög gegn loftmengun voru farin að bíta á losun efnanna. Hafísinn á norðurskautinu hefur síðan skroppið gríðarlega saman.Washington Post sagði frá því nýlega að hámarksútbreiðsla hafíssinn að vetri hafi verið sú minnsta frá því að mælingar hófust í vetur.
Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira