Konur eru 4-8 sinnum líklegri til að slíta krossbönd en karlar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2017 19:00 Krossbandaslit hafa verið tíð íslenskum afrekskonum að undanförnu. Sandra María Jessen og Dóra María Lárusdóttir, landsliðskonur í fótbolta, slitu báðar krossbönd í leik gegn Noregi á Algarve-mótinu. Þá sleit handboltakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir krossbönd í vináttulandsleik Íslands og Hollands á dögunum. En er konum hættara við krossbandaslitum en körlum? Guðjón Guðmundsson kynnti sér málið. „Konur eru t.d. með öðruvísi byggða mjaðmagrind en karlar, þannig að álagið er annað á hnén. Það þarf að fókusa meira á konurnar, t.d. hvernig lendingatæknin þeirra er og hlaupaform yfir höfuð,“ sagði Guðjón Örn Ingólfsson, íþróttafræðingur og styrktarþjálfari, í samtali við Gaupa í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er talað um að konur séu 4-8 sinnum líklegri til að slíta krossbönd en karlmenn, út af þessari blessuðu mjaðmauppbyggingu.“ Guðjón segir að þjálfun á þessu sviði sé ábótavant. „Það má segja það. Það verður einblína öðruvísi á þjálfunina og byrja fyrr að byggja þennan grunn. Það þarf að byrja að byggja grunninn strax þegar við erum að vaxa og byggja svo ofan á það þegar við eldumst. Þær eru líklegastar til að slíta krossbönd á aldrinum 15-25 ára,“ sagði Guðjón. Að sögn Guðjóns er styrktarþjálfun afar mikilvæg en hún hjálpar til við að fyrirbyggja meiðsli. „Konur þurfa bara að lyfta. Þær eru með öðruvísi hormónakerfi en karlmenn og þurfa jafnvel að lyfta meira en þeir yfir keppnistímabilið,“ sagði Guðjón. „Það er hægt að koma í veg fyrir slatta af krossbandameiðslum bara með því að nota styrktarþjálfunina. Þú getur ekki komið í veg fyrir högg og eitthvað slitni en t.d. í hraðabreytingum og hoppum er klárlega hægt að koma í veg fyrir hin og þessi meiðsli.“ Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira
Krossbandaslit hafa verið tíð íslenskum afrekskonum að undanförnu. Sandra María Jessen og Dóra María Lárusdóttir, landsliðskonur í fótbolta, slitu báðar krossbönd í leik gegn Noregi á Algarve-mótinu. Þá sleit handboltakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir krossbönd í vináttulandsleik Íslands og Hollands á dögunum. En er konum hættara við krossbandaslitum en körlum? Guðjón Guðmundsson kynnti sér málið. „Konur eru t.d. með öðruvísi byggða mjaðmagrind en karlar, þannig að álagið er annað á hnén. Það þarf að fókusa meira á konurnar, t.d. hvernig lendingatæknin þeirra er og hlaupaform yfir höfuð,“ sagði Guðjón Örn Ingólfsson, íþróttafræðingur og styrktarþjálfari, í samtali við Gaupa í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er talað um að konur séu 4-8 sinnum líklegri til að slíta krossbönd en karlmenn, út af þessari blessuðu mjaðmauppbyggingu.“ Guðjón segir að þjálfun á þessu sviði sé ábótavant. „Það má segja það. Það verður einblína öðruvísi á þjálfunina og byrja fyrr að byggja þennan grunn. Það þarf að byrja að byggja grunninn strax þegar við erum að vaxa og byggja svo ofan á það þegar við eldumst. Þær eru líklegastar til að slíta krossbönd á aldrinum 15-25 ára,“ sagði Guðjón. Að sögn Guðjóns er styrktarþjálfun afar mikilvæg en hún hjálpar til við að fyrirbyggja meiðsli. „Konur þurfa bara að lyfta. Þær eru með öðruvísi hormónakerfi en karlmenn og þurfa jafnvel að lyfta meira en þeir yfir keppnistímabilið,“ sagði Guðjón. „Það er hægt að koma í veg fyrir slatta af krossbandameiðslum bara með því að nota styrktarþjálfunina. Þú getur ekki komið í veg fyrir högg og eitthvað slitni en t.d. í hraðabreytingum og hoppum er klárlega hægt að koma í veg fyrir hin og þessi meiðsli.“ Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira