Formlegt ferli vegna hópuppsagnar hafið á Akranesi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2017 16:00 Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. Vísir/Eyþór HB Grandi hefur hafið formlegt samráð vegna hópuppsagnar eftir að tilkynnt var um að fyrirtækið hyggist láta af botnfiskvinnslu félagsina á Akranesi. Störf 93 starfsmanna félagsins er í hættu. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í húsnæði HB Granda á Akranesi þar sem Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda sat fyrir svörum. Í máli hans kom fram að endanleg ákvörðun um lokunina hafi ekki verið tekinn en farið verður yfir stöðuna á miðvikudaginn. Í lögum um hópuppsagnir er kveðið á um samráð atvinnurekanda og starfsmanna í gegnum trúnaðarmann eða annan fulltrúa starfsmanna. Staðfesti Vilhjálmur að þetta ferli væri hafið. Ekki væri þó búið að hafa samband við Vinnumálastofnun en samkvæmt lögum er félaginu skylt að tilkynna Vinnumálastofnun um hópuppsagnir eftir að áðurnefnt samráð fer fram. Haldinn var starfsmannafundur hjá HB Granda á Akranesi áður en blaðamannafundurinn var hafinn og sagði Vilhjálmur að hljóðið í starfsmönnum væri dauft. Stefnt er að því að sameina botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi við vinnsluna í Reykjavík en Vilhjálmur sagði að það yrði að koma í ljós hvort að einhver störf yrðu flutt frá Akranesi til Reykjavíkur. Alls starfa 93 starfsmenn í botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi. Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. HB Grandi rekur, auk botnfiskvinnslunnar, skipaverkstæði, fiskimjölsverksmiðju, loðnuvinnslu og tvö dótturfyrirtæki, Norðanfisk og Vignir G. Jónsson á Akranesi. Vilhjálmur sagði að styrking krónunnar og sú staðreynd að fiskverð hafi haldist nær óbreytt í tvö ár vegi þungt í þessari ákvörðun sem væri þung. „Þetta hefur mikil áhrif á okkar starfsfólk og Skagamenn yfir höfuð. Þetta eru ekki góð tíðindi,“ sagði Vilhjálmur. Tengdar fréttir Hlutabréf í HB Granda lækka Gengi hlutabréfa í HB Granda hafa lækkað um tæplega 4 prósent í dag. 27. mars 2017 11:27 Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57 HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Bankahólfið: Hógværir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
HB Grandi hefur hafið formlegt samráð vegna hópuppsagnar eftir að tilkynnt var um að fyrirtækið hyggist láta af botnfiskvinnslu félagsina á Akranesi. Störf 93 starfsmanna félagsins er í hættu. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í húsnæði HB Granda á Akranesi þar sem Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda sat fyrir svörum. Í máli hans kom fram að endanleg ákvörðun um lokunina hafi ekki verið tekinn en farið verður yfir stöðuna á miðvikudaginn. Í lögum um hópuppsagnir er kveðið á um samráð atvinnurekanda og starfsmanna í gegnum trúnaðarmann eða annan fulltrúa starfsmanna. Staðfesti Vilhjálmur að þetta ferli væri hafið. Ekki væri þó búið að hafa samband við Vinnumálastofnun en samkvæmt lögum er félaginu skylt að tilkynna Vinnumálastofnun um hópuppsagnir eftir að áðurnefnt samráð fer fram. Haldinn var starfsmannafundur hjá HB Granda á Akranesi áður en blaðamannafundurinn var hafinn og sagði Vilhjálmur að hljóðið í starfsmönnum væri dauft. Stefnt er að því að sameina botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi við vinnsluna í Reykjavík en Vilhjálmur sagði að það yrði að koma í ljós hvort að einhver störf yrðu flutt frá Akranesi til Reykjavíkur. Alls starfa 93 starfsmenn í botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi. Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. HB Grandi rekur, auk botnfiskvinnslunnar, skipaverkstæði, fiskimjölsverksmiðju, loðnuvinnslu og tvö dótturfyrirtæki, Norðanfisk og Vignir G. Jónsson á Akranesi. Vilhjálmur sagði að styrking krónunnar og sú staðreynd að fiskverð hafi haldist nær óbreytt í tvö ár vegi þungt í þessari ákvörðun sem væri þung. „Þetta hefur mikil áhrif á okkar starfsfólk og Skagamenn yfir höfuð. Þetta eru ekki góð tíðindi,“ sagði Vilhjálmur.
Tengdar fréttir Hlutabréf í HB Granda lækka Gengi hlutabréfa í HB Granda hafa lækkað um tæplega 4 prósent í dag. 27. mars 2017 11:27 Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57 HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Bankahólfið: Hógværir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Hlutabréf í HB Granda lækka Gengi hlutabréfa í HB Granda hafa lækkað um tæplega 4 prósent í dag. 27. mars 2017 11:27
Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57
HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24
HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57