Gagnrýndu fjarveru umhverfisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2017 15:31 Björt Ólafsdóttir umhverfis-og auðlindaráðherra. vísir/anton brink Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu fjarveru Bjartar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en boðað hafði verið að ráðherrann sæti fyrir svörum á þingfundi í dag. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók til máls um fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar og sagði að það hefði ekki komið í ljós fyrr en fyrir hádegi í dag að ráðherrann myndi ekki mæta í óundirbúinn fyrirspurnartíma. Gerði Svandís athugasemd við það þar sem Björt væri nú í eldlínunni vegna mengunar frá kísilverksmiðju United Silicon á Reykjanesi en bæjarstjórn Reykjanesbæjar vill að verksmiðjunni verði lokað tafarlaust vegna mikillar arseníkmengunar sem stafar frá verksmiðjunni. Óskaði Svandís eftir skýringum á því hvers vegna ráðherrann hefði afboðað sig í fyrirspurnartímann og undir orð hennar tók Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, sem og Birgitta Jónsdóttir, samflokksmaður hennar. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sagði að það væri gríðarlega bagalegt að ráðherrann sæi sér ekki fært að koma og eiga orðastað við þingmenn. Sagði hann að það gæti ekki verið ráðherra í sjálsvald sett „að mæta bara ekki án þess að ræða það neit frekar hverju sæti.“ Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kallaði einnig eftir skýringum á fjarveru Bjartra frá forseta þingsins eða ráðherranum sjálfum sem og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Sagði hann að ef ráðherrann hefði ekki lögmæta afsökun fyrir fjarveru sinni ætti hún að mæta í þingsal strax; annað væri dónaskapur og óforskammað gagnvart þjóðinni sem biði eftir því að fá að vita hvaða aðgerðir ráðherrann ætlar að fara í vegna mengunarinnar frá kísilverksmiðjunni. Ekki fengust hins vegar skýringar á því frá Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, hvers vegna ráðherrann afboðaði sig í óundirbúnar fyrirspurnir í dag. Alþingi Tengdar fréttir „Heilsa íbúa gengur fyrir“ Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. 27. mars 2017 13:58 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu fjarveru Bjartar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en boðað hafði verið að ráðherrann sæti fyrir svörum á þingfundi í dag. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók til máls um fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar og sagði að það hefði ekki komið í ljós fyrr en fyrir hádegi í dag að ráðherrann myndi ekki mæta í óundirbúinn fyrirspurnartíma. Gerði Svandís athugasemd við það þar sem Björt væri nú í eldlínunni vegna mengunar frá kísilverksmiðju United Silicon á Reykjanesi en bæjarstjórn Reykjanesbæjar vill að verksmiðjunni verði lokað tafarlaust vegna mikillar arseníkmengunar sem stafar frá verksmiðjunni. Óskaði Svandís eftir skýringum á því hvers vegna ráðherrann hefði afboðað sig í fyrirspurnartímann og undir orð hennar tók Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, sem og Birgitta Jónsdóttir, samflokksmaður hennar. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sagði að það væri gríðarlega bagalegt að ráðherrann sæi sér ekki fært að koma og eiga orðastað við þingmenn. Sagði hann að það gæti ekki verið ráðherra í sjálsvald sett „að mæta bara ekki án þess að ræða það neit frekar hverju sæti.“ Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kallaði einnig eftir skýringum á fjarveru Bjartra frá forseta þingsins eða ráðherranum sjálfum sem og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Sagði hann að ef ráðherrann hefði ekki lögmæta afsökun fyrir fjarveru sinni ætti hún að mæta í þingsal strax; annað væri dónaskapur og óforskammað gagnvart þjóðinni sem biði eftir því að fá að vita hvaða aðgerðir ráðherrann ætlar að fara í vegna mengunarinnar frá kísilverksmiðjunni. Ekki fengust hins vegar skýringar á því frá Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, hvers vegna ráðherrann afboðaði sig í óundirbúnar fyrirspurnir í dag.
Alþingi Tengdar fréttir „Heilsa íbúa gengur fyrir“ Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. 27. mars 2017 13:58 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Sjá meira
„Heilsa íbúa gengur fyrir“ Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. 27. mars 2017 13:58
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði