Fábrotið námsval í grunnskólum - hefur það áhrif? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 24. mars 2017 13:09 Nýlega kom út skýrsla frá menntamálaráðuneytinu þar sem fram kemur að talsvert vanti upp á að viðmiðunartími Aðalnámskrár í verk- og listgreinum sé virtur.Eru takmarkanir á námsframboði í grunnskóla mögulega hættulegar? Það gengur ekki kæra þjóð að einn mikilvægasti hlekkur menntakerfisins grunnskólinn sjálfur ýti undir og styðji beint við þann veruleika að ungt fólk komist ekki í snertingu við möguleikana sem fyrir hendi eru þegar kemur að námsvali. Að börn og ungmenni fari meðvitað í gegnum grunnskóla með takmarkaða snertingu við verk- og listgreinar. Að þannig sé búið um að brotið sé á börnum og ungmennum þegar kemur að þeirri viðmiðun sem gengið er út frá í Aðalnámskrá um fjölda kennslustunda innan greinanna. Grunnskólanum ber skylda til að veita menntun fyrir alla og þá um leið að virða viðmið um áætlaðan tímafjölda undir þær námsgreinar sem lögbundnar eru í Aðalnámskrá og eru um leið undirstaða undir frekara námsval til framtíðar litið. Það er þannig að reynsla okkar og já reynsla okkar úr grunnskóla mótar okkur sem einstaklinga - heldur betur. Við sem einstaklingar byggjum ávalt á því sem fyrir er og því skiptir það gríðarlega miklu máli að grunnskólinn ein aðal grunnstoð samfélagsins sinni verkefni sínu sem er að styðja við þátttöku allra til lengri tíma litið og ekki síst með því að veita það námsval sem lög gera ráð fyrir.Í hverju felst alvarleikinn? Alvarleiki málsins felst í því að kerfið er meðvitað að taka frá hópi grunnskólabarna vonina sem sá hópur býr með í brjósti sér til framtíðar litið. Námsval byggir á reynslu ekki síst þeirri menningu og jafnvel hefðum sem ríkja í umhverfinu hverju sinni. Þegar heilu árgangarnir á grunnskólaaldri fara í gegnum grunnskólagönguna sína með eins takmarkaða kennslu í verk- og listgreinum og niðurstöður skýrslu menntamálaráðuneytisins gefur til kynna er ekki hægt að horfa framhjá því að það hafi mögulega áhrif. Áhrif til lengri tíma. Ungmenni með áhugasvið sitt á list- og verkgreinar fá ekki sömu tækifærin á grunnskólagöngu sinni og þau sem tengja áhugasvið sitt við bóknám. Það skýtur ekki síður skökku við að um leið og kallað er eftir aukinni aðsókn í til að mynda iðnnám að á sama tíma er grunnstoðinni kippt undan, það er tækifærunum fækkað á fyrri stigum til að ýta undir áhuga og gera því námsvali jafnhátt undir höfði og til að mynda bóknámi.Grunnskólinn er grunnstoð fyrir alla og um leið ákveðinn stökkpallur út í fjölbreytt námsval Fjármagn er af skornum skammti er sagt. Grunnstoðirnar blæða. Æskan verður undir. Við sem samfélag verðu hins vegar að fara að standa með æskunni á svo mörgum sviðum og að því sögðu má segja að grunnskólinn sé einn öflugasti vettvangurinn til þess. Því skiptir máli að í því lögbundna umhverfi sem rammar inn réttlæti og jöfnuð sem grunnskólanum ber skylda til standist þær kröfur sem gerðar eru hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega kom út skýrsla frá menntamálaráðuneytinu þar sem fram kemur að talsvert vanti upp á að viðmiðunartími Aðalnámskrár í verk- og listgreinum sé virtur.Eru takmarkanir á námsframboði í grunnskóla mögulega hættulegar? Það gengur ekki kæra þjóð að einn mikilvægasti hlekkur menntakerfisins grunnskólinn sjálfur ýti undir og styðji beint við þann veruleika að ungt fólk komist ekki í snertingu við möguleikana sem fyrir hendi eru þegar kemur að námsvali. Að börn og ungmenni fari meðvitað í gegnum grunnskóla með takmarkaða snertingu við verk- og listgreinar. Að þannig sé búið um að brotið sé á börnum og ungmennum þegar kemur að þeirri viðmiðun sem gengið er út frá í Aðalnámskrá um fjölda kennslustunda innan greinanna. Grunnskólanum ber skylda til að veita menntun fyrir alla og þá um leið að virða viðmið um áætlaðan tímafjölda undir þær námsgreinar sem lögbundnar eru í Aðalnámskrá og eru um leið undirstaða undir frekara námsval til framtíðar litið. Það er þannig að reynsla okkar og já reynsla okkar úr grunnskóla mótar okkur sem einstaklinga - heldur betur. Við sem einstaklingar byggjum ávalt á því sem fyrir er og því skiptir það gríðarlega miklu máli að grunnskólinn ein aðal grunnstoð samfélagsins sinni verkefni sínu sem er að styðja við þátttöku allra til lengri tíma litið og ekki síst með því að veita það námsval sem lög gera ráð fyrir.Í hverju felst alvarleikinn? Alvarleiki málsins felst í því að kerfið er meðvitað að taka frá hópi grunnskólabarna vonina sem sá hópur býr með í brjósti sér til framtíðar litið. Námsval byggir á reynslu ekki síst þeirri menningu og jafnvel hefðum sem ríkja í umhverfinu hverju sinni. Þegar heilu árgangarnir á grunnskólaaldri fara í gegnum grunnskólagönguna sína með eins takmarkaða kennslu í verk- og listgreinum og niðurstöður skýrslu menntamálaráðuneytisins gefur til kynna er ekki hægt að horfa framhjá því að það hafi mögulega áhrif. Áhrif til lengri tíma. Ungmenni með áhugasvið sitt á list- og verkgreinar fá ekki sömu tækifærin á grunnskólagöngu sinni og þau sem tengja áhugasvið sitt við bóknám. Það skýtur ekki síður skökku við að um leið og kallað er eftir aukinni aðsókn í til að mynda iðnnám að á sama tíma er grunnstoðinni kippt undan, það er tækifærunum fækkað á fyrri stigum til að ýta undir áhuga og gera því námsvali jafnhátt undir höfði og til að mynda bóknámi.Grunnskólinn er grunnstoð fyrir alla og um leið ákveðinn stökkpallur út í fjölbreytt námsval Fjármagn er af skornum skammti er sagt. Grunnstoðirnar blæða. Æskan verður undir. Við sem samfélag verðu hins vegar að fara að standa með æskunni á svo mörgum sviðum og að því sögðu má segja að grunnskólinn sé einn öflugasti vettvangurinn til þess. Því skiptir máli að í því lögbundna umhverfi sem rammar inn réttlæti og jöfnuð sem grunnskólanum ber skylda til standist þær kröfur sem gerðar eru hverju sinni.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar