Bjarni segir snilli fyrri ríkisstjórnar að koma í ljós Heimir Már Pétursson skrifar 23. mars 2017 12:37 Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. vísir/ernir Forsætisráðherra segir að viðskipti með hlutabréf kaupþings í Arion banka sýni snildina í skilyrðum sem síðasta ríkisstjórn setti Kaupþingi, sem komi í veg fyrir að kröfuhafar komist með tugi milljarða úr landi með tilheyrandi áfalli fyrir krónuna. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins spurði Bjarna Benediktsson forsætisráðherra á Alþingi í morgun út í sölu Kaupþings á 29 prósenta hlut í Arion banka, en þeirra á meðal væru vogunarsjóðir sem almennt þættu kvikir fjárfestar. Vitnaði Sigurður Ingi í forsætisráðherra um að þessi kaup væru til marks um traust á aðstæðum á Íslandi. Það væri athyglivert að forsætisráðherra teldi vogunarsjóði öfluga langtíma fjárfesta. „Þá vil ég einnig ynna hann eftir því hvort hann telji það siðferðilega verjandi að einn af sjóðunum sem keypti Arion banka hafi orðið uppvís að stórfelldu misferli í Afríku og hafi þurft að greiða hundruð milljóna dala í sekt fyrir vikið og sé nú kominn með lánshæfismat í ruslflokk. Fyrir utan að vera með slóð eignarhalds upp á 17 prósent í Arion banka sem endar á Cayman eyjum, samkvæmt þeim opinberu upplýsngum sem eru tiltækar en eru þó litlar. Er forsætisráðherra sáttur við þetta fyrirkomulag,“ spurði Sigurður Ingi. Forsætisráðherra sagði íslenska ríkið ekki vera að selja banka. Fyrri ríkisstjórn hefði hins vegar séð til þess að slitabú Kaupþings afhenti ríkinu skuldabréf upp á 84 milljarða. Þannig hafi verið komið í veg fyrir að þeir fjármunir rynnu út úr hagkerfinu með áfalli fyrir krónuna. Þá hafi verið séð fyrir að nýir eigendur bankans myndu leita nýrra fjárfesta. „Ég vildi fagna hér í upphfi þessarar viku þegar það skref sem við sjáum nú skína í að það takist að skrá bankann og það horfir til þess í fyrsta skipti frá hruni að við fáum banka sem fær eitthvert framtíðar eignarhald. Háttvirtur þingmaður segir hér að ég hafi verið að fagna því að einhverjir tilteknir aðilar ætli að gerast kjölfestufjárfestar. Þetta er bara alrangt. Lögin gera ráð fyrir því að kjölfestufjárfestar séu þeir sem eru komnir yfir 10% og þeir munu þurfa að fara í gegnum nálarauga Fjármálaeftirlitsins, ekki satt,“ sagði Bjarni. Hann treysti Fjármálaeftirlitinu til að skoða það mál. „Það er rétt eins og kemur fram hjá hæstvirtum forsætisráðherra að við vildum ekki að allir þessir fjármunir renni út úr íslensku efnahagslífi. En er ekki akkúrat það sem er að gerast? Að vogunarsjóðirnir eru að ná í þessa fjármuni og fara með þá úr landi,“ spurði formaður Framsóknarflokksins. „Það er misskilningur í gangi hér varðandi það að það séu meiri fjármunir að fara út úr landinu fyrir það að erlendir aðilar koma inn með nýtt fjármagn heldur en ella hefði verið. Þetta er einmitt öfugt. Það eru að koma nýir fjármunir inn sem losa um veð. Þetta er snilldin í þeim samningum sem síðasta ríkisstjórn gerði. Menn komast ekki undan þessu. Menn komast ekki undan skiyrðunum sem við settum,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Tengdar fréttir Ætlar að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að bankarnir falli á almenning Sagði nokkra af nýjum eigendum í Arion vilja eignast stærri hlut í bankanum. 21. mars 2017 21:38 Kaupþing undir þrýstingi FME um að skrá Arion banka á markað Kaupþing er undir óbeinum þrýstingi af hálfu Fjármálaeftirlitsins (FME) um að selja stóran hlut í Arion banka síðar á árinu í almennu hlutafjárútboði og í kjölfarið skrá bankann á markað. 22. mars 2017 07:00 Stjórnarþingmaður um söluna á Arion banka: „Þjóðin á betra skilið“ Þingmaður Bjartrar framtíðar er ekki sátt við nýja eigendur Arion. 21. mars 2017 14:33 Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina ekki kaupa Arion til að innleiða ný vinnubrögð í bankastarfsemi Hann spyr hver sé raunverulegur tilgangur kaupanna og efast um að þau sé gerð með hagsmuni íslensks samfélags að sjónarmiði. 20. mars 2017 19:49 Lilja segir ekki víst að allir eigendur Kaupþings séu æskilegir eigendur Arion Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, kom fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun. 22. mars 2017 12:55 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Forsætisráðherra segir að viðskipti með hlutabréf kaupþings í Arion banka sýni snildina í skilyrðum sem síðasta ríkisstjórn setti Kaupþingi, sem komi í veg fyrir að kröfuhafar komist með tugi milljarða úr landi með tilheyrandi áfalli fyrir krónuna. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins spurði Bjarna Benediktsson forsætisráðherra á Alþingi í morgun út í sölu Kaupþings á 29 prósenta hlut í Arion banka, en þeirra á meðal væru vogunarsjóðir sem almennt þættu kvikir fjárfestar. Vitnaði Sigurður Ingi í forsætisráðherra um að þessi kaup væru til marks um traust á aðstæðum á Íslandi. Það væri athyglivert að forsætisráðherra teldi vogunarsjóði öfluga langtíma fjárfesta. „Þá vil ég einnig ynna hann eftir því hvort hann telji það siðferðilega verjandi að einn af sjóðunum sem keypti Arion banka hafi orðið uppvís að stórfelldu misferli í Afríku og hafi þurft að greiða hundruð milljóna dala í sekt fyrir vikið og sé nú kominn með lánshæfismat í ruslflokk. Fyrir utan að vera með slóð eignarhalds upp á 17 prósent í Arion banka sem endar á Cayman eyjum, samkvæmt þeim opinberu upplýsngum sem eru tiltækar en eru þó litlar. Er forsætisráðherra sáttur við þetta fyrirkomulag,“ spurði Sigurður Ingi. Forsætisráðherra sagði íslenska ríkið ekki vera að selja banka. Fyrri ríkisstjórn hefði hins vegar séð til þess að slitabú Kaupþings afhenti ríkinu skuldabréf upp á 84 milljarða. Þannig hafi verið komið í veg fyrir að þeir fjármunir rynnu út úr hagkerfinu með áfalli fyrir krónuna. Þá hafi verið séð fyrir að nýir eigendur bankans myndu leita nýrra fjárfesta. „Ég vildi fagna hér í upphfi þessarar viku þegar það skref sem við sjáum nú skína í að það takist að skrá bankann og það horfir til þess í fyrsta skipti frá hruni að við fáum banka sem fær eitthvert framtíðar eignarhald. Háttvirtur þingmaður segir hér að ég hafi verið að fagna því að einhverjir tilteknir aðilar ætli að gerast kjölfestufjárfestar. Þetta er bara alrangt. Lögin gera ráð fyrir því að kjölfestufjárfestar séu þeir sem eru komnir yfir 10% og þeir munu þurfa að fara í gegnum nálarauga Fjármálaeftirlitsins, ekki satt,“ sagði Bjarni. Hann treysti Fjármálaeftirlitinu til að skoða það mál. „Það er rétt eins og kemur fram hjá hæstvirtum forsætisráðherra að við vildum ekki að allir þessir fjármunir renni út úr íslensku efnahagslífi. En er ekki akkúrat það sem er að gerast? Að vogunarsjóðirnir eru að ná í þessa fjármuni og fara með þá úr landi,“ spurði formaður Framsóknarflokksins. „Það er misskilningur í gangi hér varðandi það að það séu meiri fjármunir að fara út úr landinu fyrir það að erlendir aðilar koma inn með nýtt fjármagn heldur en ella hefði verið. Þetta er einmitt öfugt. Það eru að koma nýir fjármunir inn sem losa um veð. Þetta er snilldin í þeim samningum sem síðasta ríkisstjórn gerði. Menn komast ekki undan þessu. Menn komast ekki undan skiyrðunum sem við settum,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Tengdar fréttir Ætlar að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að bankarnir falli á almenning Sagði nokkra af nýjum eigendum í Arion vilja eignast stærri hlut í bankanum. 21. mars 2017 21:38 Kaupþing undir þrýstingi FME um að skrá Arion banka á markað Kaupþing er undir óbeinum þrýstingi af hálfu Fjármálaeftirlitsins (FME) um að selja stóran hlut í Arion banka síðar á árinu í almennu hlutafjárútboði og í kjölfarið skrá bankann á markað. 22. mars 2017 07:00 Stjórnarþingmaður um söluna á Arion banka: „Þjóðin á betra skilið“ Þingmaður Bjartrar framtíðar er ekki sátt við nýja eigendur Arion. 21. mars 2017 14:33 Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina ekki kaupa Arion til að innleiða ný vinnubrögð í bankastarfsemi Hann spyr hver sé raunverulegur tilgangur kaupanna og efast um að þau sé gerð með hagsmuni íslensks samfélags að sjónarmiði. 20. mars 2017 19:49 Lilja segir ekki víst að allir eigendur Kaupþings séu æskilegir eigendur Arion Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, kom fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun. 22. mars 2017 12:55 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Ætlar að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að bankarnir falli á almenning Sagði nokkra af nýjum eigendum í Arion vilja eignast stærri hlut í bankanum. 21. mars 2017 21:38
Kaupþing undir þrýstingi FME um að skrá Arion banka á markað Kaupþing er undir óbeinum þrýstingi af hálfu Fjármálaeftirlitsins (FME) um að selja stóran hlut í Arion banka síðar á árinu í almennu hlutafjárútboði og í kjölfarið skrá bankann á markað. 22. mars 2017 07:00
Stjórnarþingmaður um söluna á Arion banka: „Þjóðin á betra skilið“ Þingmaður Bjartrar framtíðar er ekki sátt við nýja eigendur Arion. 21. mars 2017 14:33
Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina ekki kaupa Arion til að innleiða ný vinnubrögð í bankastarfsemi Hann spyr hver sé raunverulegur tilgangur kaupanna og efast um að þau sé gerð með hagsmuni íslensks samfélags að sjónarmiði. 20. mars 2017 19:49
Lilja segir ekki víst að allir eigendur Kaupþings séu æskilegir eigendur Arion Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, kom fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun. 22. mars 2017 12:55
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?