Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 59-72 | Keflavík eyðilagði sigurpartí Snæfells Arnór Óskarsson í Stykkishólmi skrifar 21. mars 2017 22:00 Ariana Moorer sækir en til varnar eru systurnar Gunnhildur og Berglind Gunnarsdætur. Vísir/Daníel Þór Keflavík bar sigur úr býtum í síðasa deildarleiknum sínum í Dominos-deild kvenna á móti Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld, 59-72. Keflvíkingar jöfnuðu Snæfell þar með að stigum en vegna innbyrðisstöðu liðana var það Snæfell sem hampaði deildarmeistaratitlinum að þessu sinni og var það Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, sem afhenti Snæfelli verðlaunin í leikslok. Leikurinn í kvöld hófst á litlu skori og virtust bæði lið gefa sér nægan tíma til að lesa mótherja sinn. Liðin fikruðu sig hægt og rólega áfram og komu fyrstu stig leiksins ekki fyrr en eftir um það bil þrjár mínútur en þá skoraði Emelía Ósk Gunnarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, frá vítalínuni. Um miðjan leikhlutann skiptu liðin um gír og við tók kafli þar sem sóknarleikur beggja liða hrökk í gang. Í skamma stund skoruðu bæði lið til skiptis en flest stig leikhlutans voru skoruð á þessum örfáum mínútum. Keflavík vann leikhlutan loks 12-16 og var það Ariana Moorer sem fór fyrir sínu liði með níu stig. Í öðrum leikhluta héldu Keflvíkingar sínu striku og létu Snæfell elta sig þangað til að Rebbekka Rán Karlsdóttir, leikmaður Snæfells, tók sig til á 13. mínútu, stal boltanum og keyrði upp völlinn til að jafna leikinn með sniðskoti. Leikurinn var nú orðinn jafn aftur og staðan 19-19. Hófst nú í annað skipti kafli þar sem bæði lið skiptust á að skora og taka forystuna af hvor öðrum. Undir lok fyrri hálfleiks urðu sóknir liðana lengri en hvorki Keflvík né Snæfelli tókst að stinga mótherjan af. Hálfleikstölur voru 30-35 og Keflavíkurkonur búnar að vinna báða leikhlutana naumlega. Keflavík byrjaði seinni hálfleik með látum. Fljótlega voru gestirnir komnir 10 stigum yfir og þegar brotið var á Ernu Hákonardóttir, fyrrum leikmanns Snæfells, í þriggja stiga skoti sem rataði þó í körfuna virtist baráttugleði Keflvíkinga stigmagnast með hverri sókn. Snæfell fór nú að elta gestina sína enn eina ferðina. Skilvirk vörn skilaði Keflavík góða 14 stiga forystu eftir þriðja leikhluta, 44-58. Snæfell byrjaði með boltann í fjórða leikhluta og upp hófst strax eltingarleikur þar sem bæði lið svöruðu jafnóðum fyrir sig þegar mótherjin skoraði. Keflavíkurkonur létu þó ekki koma sér úr jafnvægi og sigruðu nýkrýnda deildarmeistara að lokum sannfærandi með13 stigum. Af hverju vann Keflavík? Öflugur varnarleikur og agaður sóknarleikur skop sigurinn í kvöld. Leikmenn Keflavíkur virkuðu yfirvegaðar og fullar af sjálfstrausti. Jafnframt var baráttugleðin til fyrirmyndar og sást oft til gestana stinga sér á eftir lausum boltum. Í stuttu máli gerði Keflavík nákvæmlega það er þurfti til að vinna þennan leik í kvöld.Bestu menn vallarins Ariana Moorer kom Keflavík vel af stað en hún skoraði 9 af 18 stigum í fyrsta leikhlutanum. Auk þess að vera stigahæst tók hún 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Birna Valgerður Benónýsdóttir og Erna Hákonardóttir voru einnig öflugar og skoruðu báðar 15 stig. Birna tók einnig 8 fráköst, stal einum bolta og varði eitt skot. Í liði Snæfells var Bryndís Guðmundsdóttir, fyrrum leikmaður Keflavík, stigahæst. Hún skoraði 15 stig og tók 7 fráköst. Aaryn Ellenberg var með 14 stig og 7 stoðsendingar en hún hefur oft sýnt betri framlag.Áhugaverð tölfræði Liðin voru frekar jöfn í öllum helstu tölfræðiþáttum. Til að mynda voru liðin með sömu skotnýtingu, þ.e. 36% en þess ber þó að geta að Keflavík var töluvert betri í að frákasta í kvöld. Alls náði Keflavík 48 fráköstum á meðan að Snæfell náði aðeins 36 fráköstum. Í liði Snæfells voru alls átta leikmenn sem spiluðu 10 eða fleiri mínútur. Hjá Keflavík voru það sjö leikmenn. Í liði Keflavíkur komu alls 20 stig frá bekknum en hjá Snæfelli aðeins 9.Hvað gekk illa? Snæfell skoraði aðeins 59 stig á heimavelli í kvöld en það er töluvert minna en liðið hefur skorað í hinum leikjunum á móti Keflavík. Heimastúlkur áttu greinilega í erfiðleikum með varnarleik Keflvíkinga sem sýndu á heildina litið meiri baráttu í kvöld.Ingi Þór: Leikurinn í kvöld er lognið á undan storminum Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er að vonum ánægður með heildarárangur liðsins í vetur. Snæfell fékk afhentan deildarmeistaratitilinn í leikslok og var það greinilega efst í huga þjálfarans þrátt fyrir tap í kvöld. „Ég er mjög sáttur við að vera deildarmeistari. Það er númer eitt, tvö og þrjú en það sást á öllu í þessum leik að úrslitin og niðurröðun var ráðin. Bæði lið voru að passa sig að meiðast ekki og mér fannst þetta vera flatur leikur,” sagði Ingi Þór. Ingi Þór vildi meina að tapið í kvöld væri „lognið á undan storminum” en nú tekur við undirbúningur liðsins fyrir undanúrslitakeppnina. „Ég er fúll með að tapa þessu í kvöld en ótrúlega stoltur að vera deildarmeistari en það er erfiðasti titilinn. Mesta puðið og allt tímabilið fer í það og við erum búin að gera mjög vel og nú er krafa að gera miklu betur. Við förum ekki neitt á frammistöðu eins og í kvöld. Það er margt sem þarf að laga. Það verður langur vídeófundur núna.”Sverrir: Gott að vinna eina liðið sem við vorum ekki búin að vinna í vetur Keflavík jafnaði Snæfell að stigum í kvöld en þurfti engu að síðu að sætta sig við að horfa á Hólmara taka á móti deildarmeistaratitlinum. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, átti í engum vandræðum með að draga fram björtu hliðarnar og virtist tilbúinn í næstu verkefni. „Ég er ánægður með baráttuna og varnarleikinn. Það er gaman að tylla sér í efsta sætið við hliðina á þeim,” sagði Sverrir Þór Sverrisson hógvær eftir góðan sigur í kvöld. „Varnarleikurinn okkar var frábær lengst af og kaflanir sem við vorum ekki að hitta vel skiptu litlu máli því vörnin var að halda. Þetta er bara ágætis endir á deildinni en nú byrjar bara nýtt mót og hörku barátta þar sem ekkert verður gefið.” Dominos-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Keflavík bar sigur úr býtum í síðasa deildarleiknum sínum í Dominos-deild kvenna á móti Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld, 59-72. Keflvíkingar jöfnuðu Snæfell þar með að stigum en vegna innbyrðisstöðu liðana var það Snæfell sem hampaði deildarmeistaratitlinum að þessu sinni og var það Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, sem afhenti Snæfelli verðlaunin í leikslok. Leikurinn í kvöld hófst á litlu skori og virtust bæði lið gefa sér nægan tíma til að lesa mótherja sinn. Liðin fikruðu sig hægt og rólega áfram og komu fyrstu stig leiksins ekki fyrr en eftir um það bil þrjár mínútur en þá skoraði Emelía Ósk Gunnarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, frá vítalínuni. Um miðjan leikhlutann skiptu liðin um gír og við tók kafli þar sem sóknarleikur beggja liða hrökk í gang. Í skamma stund skoruðu bæði lið til skiptis en flest stig leikhlutans voru skoruð á þessum örfáum mínútum. Keflavík vann leikhlutan loks 12-16 og var það Ariana Moorer sem fór fyrir sínu liði með níu stig. Í öðrum leikhluta héldu Keflvíkingar sínu striku og létu Snæfell elta sig þangað til að Rebbekka Rán Karlsdóttir, leikmaður Snæfells, tók sig til á 13. mínútu, stal boltanum og keyrði upp völlinn til að jafna leikinn með sniðskoti. Leikurinn var nú orðinn jafn aftur og staðan 19-19. Hófst nú í annað skipti kafli þar sem bæði lið skiptust á að skora og taka forystuna af hvor öðrum. Undir lok fyrri hálfleiks urðu sóknir liðana lengri en hvorki Keflvík né Snæfelli tókst að stinga mótherjan af. Hálfleikstölur voru 30-35 og Keflavíkurkonur búnar að vinna báða leikhlutana naumlega. Keflavík byrjaði seinni hálfleik með látum. Fljótlega voru gestirnir komnir 10 stigum yfir og þegar brotið var á Ernu Hákonardóttir, fyrrum leikmanns Snæfells, í þriggja stiga skoti sem rataði þó í körfuna virtist baráttugleði Keflvíkinga stigmagnast með hverri sókn. Snæfell fór nú að elta gestina sína enn eina ferðina. Skilvirk vörn skilaði Keflavík góða 14 stiga forystu eftir þriðja leikhluta, 44-58. Snæfell byrjaði með boltann í fjórða leikhluta og upp hófst strax eltingarleikur þar sem bæði lið svöruðu jafnóðum fyrir sig þegar mótherjin skoraði. Keflavíkurkonur létu þó ekki koma sér úr jafnvægi og sigruðu nýkrýnda deildarmeistara að lokum sannfærandi með13 stigum. Af hverju vann Keflavík? Öflugur varnarleikur og agaður sóknarleikur skop sigurinn í kvöld. Leikmenn Keflavíkur virkuðu yfirvegaðar og fullar af sjálfstrausti. Jafnframt var baráttugleðin til fyrirmyndar og sást oft til gestana stinga sér á eftir lausum boltum. Í stuttu máli gerði Keflavík nákvæmlega það er þurfti til að vinna þennan leik í kvöld.Bestu menn vallarins Ariana Moorer kom Keflavík vel af stað en hún skoraði 9 af 18 stigum í fyrsta leikhlutanum. Auk þess að vera stigahæst tók hún 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Birna Valgerður Benónýsdóttir og Erna Hákonardóttir voru einnig öflugar og skoruðu báðar 15 stig. Birna tók einnig 8 fráköst, stal einum bolta og varði eitt skot. Í liði Snæfells var Bryndís Guðmundsdóttir, fyrrum leikmaður Keflavík, stigahæst. Hún skoraði 15 stig og tók 7 fráköst. Aaryn Ellenberg var með 14 stig og 7 stoðsendingar en hún hefur oft sýnt betri framlag.Áhugaverð tölfræði Liðin voru frekar jöfn í öllum helstu tölfræðiþáttum. Til að mynda voru liðin með sömu skotnýtingu, þ.e. 36% en þess ber þó að geta að Keflavík var töluvert betri í að frákasta í kvöld. Alls náði Keflavík 48 fráköstum á meðan að Snæfell náði aðeins 36 fráköstum. Í liði Snæfells voru alls átta leikmenn sem spiluðu 10 eða fleiri mínútur. Hjá Keflavík voru það sjö leikmenn. Í liði Keflavíkur komu alls 20 stig frá bekknum en hjá Snæfelli aðeins 9.Hvað gekk illa? Snæfell skoraði aðeins 59 stig á heimavelli í kvöld en það er töluvert minna en liðið hefur skorað í hinum leikjunum á móti Keflavík. Heimastúlkur áttu greinilega í erfiðleikum með varnarleik Keflvíkinga sem sýndu á heildina litið meiri baráttu í kvöld.Ingi Þór: Leikurinn í kvöld er lognið á undan storminum Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er að vonum ánægður með heildarárangur liðsins í vetur. Snæfell fékk afhentan deildarmeistaratitilinn í leikslok og var það greinilega efst í huga þjálfarans þrátt fyrir tap í kvöld. „Ég er mjög sáttur við að vera deildarmeistari. Það er númer eitt, tvö og þrjú en það sást á öllu í þessum leik að úrslitin og niðurröðun var ráðin. Bæði lið voru að passa sig að meiðast ekki og mér fannst þetta vera flatur leikur,” sagði Ingi Þór. Ingi Þór vildi meina að tapið í kvöld væri „lognið á undan storminum” en nú tekur við undirbúningur liðsins fyrir undanúrslitakeppnina. „Ég er fúll með að tapa þessu í kvöld en ótrúlega stoltur að vera deildarmeistari en það er erfiðasti titilinn. Mesta puðið og allt tímabilið fer í það og við erum búin að gera mjög vel og nú er krafa að gera miklu betur. Við förum ekki neitt á frammistöðu eins og í kvöld. Það er margt sem þarf að laga. Það verður langur vídeófundur núna.”Sverrir: Gott að vinna eina liðið sem við vorum ekki búin að vinna í vetur Keflavík jafnaði Snæfell að stigum í kvöld en þurfti engu að síðu að sætta sig við að horfa á Hólmara taka á móti deildarmeistaratitlinum. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, átti í engum vandræðum með að draga fram björtu hliðarnar og virtist tilbúinn í næstu verkefni. „Ég er ánægður með baráttuna og varnarleikinn. Það er gaman að tylla sér í efsta sætið við hliðina á þeim,” sagði Sverrir Þór Sverrisson hógvær eftir góðan sigur í kvöld. „Varnarleikurinn okkar var frábær lengst af og kaflanir sem við vorum ekki að hitta vel skiptu litlu máli því vörnin var að halda. Þetta er bara ágætis endir á deildinni en nú byrjar bara nýtt mót og hörku barátta þar sem ekkert verður gefið.”
Dominos-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira