Áfengisfrumvarp er ógn við almannaheill 30. mars 2017 09:14 Við undirrituð viljum eindregið hvetja alþingismenn til þess að hafna frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum nr. 86 frá 2011 um verslun með áfengi og tóbak. Íslendingar hafa unnið frábært forvarnastarf á undanförnum árum gegn áfengis- og vímuefnaneyslu barna og ungmenna, náðst hefur árangur sem vakið hefur eftirtekt annarra þjóða. Embætti landlæknis, samtök lækna, heilbrigðisstarfsfólk og fjölmargir fagaðilar sem vinna að heilsueflingu og velferðarmálum hafa varað við þeirri breytingu sem felst í samþykkt frumvarpsins. Bent er á að rannsóknir sýni að aukið aðgengi að áfengi leiðir til aukinnar áfengisneyslu, sérstaklega hjá ungmennum. Það á einnig eftir að auka tíðni einstaklingsbundinna og samfélagslegra vandamála samfara stórauknum samfélagslegum kostnaði. Árangursríkustu forvarnirnar skv. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru: 1. Takmörkun á aðgengi 2. Neyslustýringarskattur 3. Bann við áfengisauglýsingum Verði frumvarpið samþykkt hafa tvær af þremur virkustu forvarnaaðgerðum í áfengisforvörnum verið afnumdar! Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að aðrar forvarnaaðgerðir verði efldar, aðgerðir sem rannsóknir sýna að hafa lítil sem engin áhrif á áfengisneyslu? Við undirrituð bendum á að frumvarpið stangast á við stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnavörnum, vinnur gegn forvarnastarfi sveitarfélaga auk þess að stangast á við aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar gegn lífsstílstengdum sjúkdómum sem og nýlega samþykktum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Einnig vinnur frumvarpið gegn ákvæðum í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Óskum við þess að alþingismenn taki alvarlega þær ábendingar og athugasemdir sem sérfræðingar hafa bent á. Hagsmunir og velferð heildarinnar og lýðheilsusjónarmið verði höfð að leiðarljósi og frumvarpinu hafnað. Alþingismenn ættu að huga að hag íslenskra ungmenna í dag og í framtíðinni, frekar en rekstrarfræðilegum sjónarmiðum og breyta ekki sölufyrirkomulagi á áfengi sem er skynsamlegt eins og það er í dag. Við undirrituð myndum vilja sjá alþingismenn beita sér fyrir því að koma allri sölu á hvers konar tóbaki inn í verslanir ÁTVR. Einnig viljum við gera athugasemd við það að málinu hafi ekki verið vísað til velferðarnefndar þar sem málið á heima, heldur eingöngu til allsherjar- og menntamálanefndar þar sem formenn beggja nefnda eru flutningsmenn áðurnefnds frumvarps. Rut Sigurðardóttir frístunda- og forvarnafulltrúi Sandgerðisbæjar Guðrún Björg Sigurðardóttir félagsmálastjóri Sandgerði, Garðs og Voga Guðbrandur J. Stefánsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Garðs Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi sv. Voga Björg Erlingsdóttir sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við undirrituð viljum eindregið hvetja alþingismenn til þess að hafna frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum nr. 86 frá 2011 um verslun með áfengi og tóbak. Íslendingar hafa unnið frábært forvarnastarf á undanförnum árum gegn áfengis- og vímuefnaneyslu barna og ungmenna, náðst hefur árangur sem vakið hefur eftirtekt annarra þjóða. Embætti landlæknis, samtök lækna, heilbrigðisstarfsfólk og fjölmargir fagaðilar sem vinna að heilsueflingu og velferðarmálum hafa varað við þeirri breytingu sem felst í samþykkt frumvarpsins. Bent er á að rannsóknir sýni að aukið aðgengi að áfengi leiðir til aukinnar áfengisneyslu, sérstaklega hjá ungmennum. Það á einnig eftir að auka tíðni einstaklingsbundinna og samfélagslegra vandamála samfara stórauknum samfélagslegum kostnaði. Árangursríkustu forvarnirnar skv. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru: 1. Takmörkun á aðgengi 2. Neyslustýringarskattur 3. Bann við áfengisauglýsingum Verði frumvarpið samþykkt hafa tvær af þremur virkustu forvarnaaðgerðum í áfengisforvörnum verið afnumdar! Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að aðrar forvarnaaðgerðir verði efldar, aðgerðir sem rannsóknir sýna að hafa lítil sem engin áhrif á áfengisneyslu? Við undirrituð bendum á að frumvarpið stangast á við stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnavörnum, vinnur gegn forvarnastarfi sveitarfélaga auk þess að stangast á við aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar gegn lífsstílstengdum sjúkdómum sem og nýlega samþykktum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Einnig vinnur frumvarpið gegn ákvæðum í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Óskum við þess að alþingismenn taki alvarlega þær ábendingar og athugasemdir sem sérfræðingar hafa bent á. Hagsmunir og velferð heildarinnar og lýðheilsusjónarmið verði höfð að leiðarljósi og frumvarpinu hafnað. Alþingismenn ættu að huga að hag íslenskra ungmenna í dag og í framtíðinni, frekar en rekstrarfræðilegum sjónarmiðum og breyta ekki sölufyrirkomulagi á áfengi sem er skynsamlegt eins og það er í dag. Við undirrituð myndum vilja sjá alþingismenn beita sér fyrir því að koma allri sölu á hvers konar tóbaki inn í verslanir ÁTVR. Einnig viljum við gera athugasemd við það að málinu hafi ekki verið vísað til velferðarnefndar þar sem málið á heima, heldur eingöngu til allsherjar- og menntamálanefndar þar sem formenn beggja nefnda eru flutningsmenn áðurnefnds frumvarps. Rut Sigurðardóttir frístunda- og forvarnafulltrúi Sandgerðisbæjar Guðrún Björg Sigurðardóttir félagsmálastjóri Sandgerði, Garðs og Voga Guðbrandur J. Stefánsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Garðs Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi sv. Voga Björg Erlingsdóttir sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar