Lenti í fjórða sæti en fékk HM-bronsið sitt áratug seinna: „Pirrandi hvað það svindla margir“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. mars 2017 13:30 Jo Pavey varð fjórða í Osaka en samt þriðja. vísir/getty Breski langhlauparinn Jo Pavey segir það súrsæta tilfinningu að fá bronsið sitt fyrir 10.000 metra hlaup kvenna á HM 2007 í Osaka í Japan nú áratug seinna. Tyrkinn Elvan Abeylegesse var fundin sek um lyfjamisnotkun á dögunum þegar fryst sýni hennar frá mótinu var endurskoðað en hún hafnaði í öðru sæti. Pavey, sem rétt missti af bronsinu á lokasprettinum í hlaupinu, færist því upp í þriðja sætið og fær bronsið frá hinni bandarísku Köru Goucher. Hún fær silfur þeirrar tyrknesku. „Þetta er pirrandi. Ég er auðvitað mjög ánægð með fréttirnar en þetta er frekar súrsætt þegar ég hugsa til hlaupsins,“ segir Pavey í viðtali við BBC. „Ég hljóp eins hratt og ég mögulega gat og var í frábæru formi. Það var heitt og mikill raki. Ég var í stöðu til að vinna til verðlauna alveg þar til undir lokin en rétt missti af þeim.“ „Í staðinn fyrir að eiga stund þar sem ég hefði verið yfir mig ánægð með að vinna mín fyrstu verðlaun lá ég alveg búin á brautinni og fannst ég hafa brugðist öllum,“ segir Pavey. Þessi síðbúnu verðlaun eru þau einu sem Pavey vann til á heimsmeistaramóti en hún varð Evrópumeistari í 10.000 metra hlaupi í Zürich árið 2014 og vann silfur í Helsinki á sama móti tveimur árum áður. Pavey er auðvitað reið út í Abeylegesse fyrir að svindla á henni og öllum í hlaupinu en sú breska spyr sig hvort hún hafi misst af fleiri verðlaunum vegna lyfjamisnotkunnar annarra hlaupara. „Ég átti nokkur ár þar sem ég var upp á mitt besta en ég missti alltaf af verðlaunum. Ég var næstum byrjuð alveg upp á nýtt á einum tímapunkti til að reyna að finna út hvernig ég gæti hlaupið aðeins hraðar og náð þessum verðlaunum,“ segir Pavey. „Nú horfi ég til baka og spyr mig hvort ég hafi misst af fleiri verðlaunum því það voru svo margir að svindla á þessum tíma og það er svo pirrandi,“ segir Jo Pavey.Pavey liggur alveg búin eftir úrslitahlaupið.vísir/getty Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Fleiri fréttir Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Sjá meira
Breski langhlauparinn Jo Pavey segir það súrsæta tilfinningu að fá bronsið sitt fyrir 10.000 metra hlaup kvenna á HM 2007 í Osaka í Japan nú áratug seinna. Tyrkinn Elvan Abeylegesse var fundin sek um lyfjamisnotkun á dögunum þegar fryst sýni hennar frá mótinu var endurskoðað en hún hafnaði í öðru sæti. Pavey, sem rétt missti af bronsinu á lokasprettinum í hlaupinu, færist því upp í þriðja sætið og fær bronsið frá hinni bandarísku Köru Goucher. Hún fær silfur þeirrar tyrknesku. „Þetta er pirrandi. Ég er auðvitað mjög ánægð með fréttirnar en þetta er frekar súrsætt þegar ég hugsa til hlaupsins,“ segir Pavey í viðtali við BBC. „Ég hljóp eins hratt og ég mögulega gat og var í frábæru formi. Það var heitt og mikill raki. Ég var í stöðu til að vinna til verðlauna alveg þar til undir lokin en rétt missti af þeim.“ „Í staðinn fyrir að eiga stund þar sem ég hefði verið yfir mig ánægð með að vinna mín fyrstu verðlaun lá ég alveg búin á brautinni og fannst ég hafa brugðist öllum,“ segir Pavey. Þessi síðbúnu verðlaun eru þau einu sem Pavey vann til á heimsmeistaramóti en hún varð Evrópumeistari í 10.000 metra hlaupi í Zürich árið 2014 og vann silfur í Helsinki á sama móti tveimur árum áður. Pavey er auðvitað reið út í Abeylegesse fyrir að svindla á henni og öllum í hlaupinu en sú breska spyr sig hvort hún hafi misst af fleiri verðlaunum vegna lyfjamisnotkunnar annarra hlaupara. „Ég átti nokkur ár þar sem ég var upp á mitt besta en ég missti alltaf af verðlaunum. Ég var næstum byrjuð alveg upp á nýtt á einum tímapunkti til að reyna að finna út hvernig ég gæti hlaupið aðeins hraðar og náð þessum verðlaunum,“ segir Pavey. „Nú horfi ég til baka og spyr mig hvort ég hafi misst af fleiri verðlaunum því það voru svo margir að svindla á þessum tíma og það er svo pirrandi,“ segir Jo Pavey.Pavey liggur alveg búin eftir úrslitahlaupið.vísir/getty
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Fleiri fréttir Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Sjá meira