Lenti í fjórða sæti en fékk HM-bronsið sitt áratug seinna: „Pirrandi hvað það svindla margir“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. mars 2017 13:30 Jo Pavey varð fjórða í Osaka en samt þriðja. vísir/getty Breski langhlauparinn Jo Pavey segir það súrsæta tilfinningu að fá bronsið sitt fyrir 10.000 metra hlaup kvenna á HM 2007 í Osaka í Japan nú áratug seinna. Tyrkinn Elvan Abeylegesse var fundin sek um lyfjamisnotkun á dögunum þegar fryst sýni hennar frá mótinu var endurskoðað en hún hafnaði í öðru sæti. Pavey, sem rétt missti af bronsinu á lokasprettinum í hlaupinu, færist því upp í þriðja sætið og fær bronsið frá hinni bandarísku Köru Goucher. Hún fær silfur þeirrar tyrknesku. „Þetta er pirrandi. Ég er auðvitað mjög ánægð með fréttirnar en þetta er frekar súrsætt þegar ég hugsa til hlaupsins,“ segir Pavey í viðtali við BBC. „Ég hljóp eins hratt og ég mögulega gat og var í frábæru formi. Það var heitt og mikill raki. Ég var í stöðu til að vinna til verðlauna alveg þar til undir lokin en rétt missti af þeim.“ „Í staðinn fyrir að eiga stund þar sem ég hefði verið yfir mig ánægð með að vinna mín fyrstu verðlaun lá ég alveg búin á brautinni og fannst ég hafa brugðist öllum,“ segir Pavey. Þessi síðbúnu verðlaun eru þau einu sem Pavey vann til á heimsmeistaramóti en hún varð Evrópumeistari í 10.000 metra hlaupi í Zürich árið 2014 og vann silfur í Helsinki á sama móti tveimur árum áður. Pavey er auðvitað reið út í Abeylegesse fyrir að svindla á henni og öllum í hlaupinu en sú breska spyr sig hvort hún hafi misst af fleiri verðlaunum vegna lyfjamisnotkunnar annarra hlaupara. „Ég átti nokkur ár þar sem ég var upp á mitt besta en ég missti alltaf af verðlaunum. Ég var næstum byrjuð alveg upp á nýtt á einum tímapunkti til að reyna að finna út hvernig ég gæti hlaupið aðeins hraðar og náð þessum verðlaunum,“ segir Pavey. „Nú horfi ég til baka og spyr mig hvort ég hafi misst af fleiri verðlaunum því það voru svo margir að svindla á þessum tíma og það er svo pirrandi,“ segir Jo Pavey.Pavey liggur alveg búin eftir úrslitahlaupið.vísir/getty Frjálsar íþróttir Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Sjá meira
Breski langhlauparinn Jo Pavey segir það súrsæta tilfinningu að fá bronsið sitt fyrir 10.000 metra hlaup kvenna á HM 2007 í Osaka í Japan nú áratug seinna. Tyrkinn Elvan Abeylegesse var fundin sek um lyfjamisnotkun á dögunum þegar fryst sýni hennar frá mótinu var endurskoðað en hún hafnaði í öðru sæti. Pavey, sem rétt missti af bronsinu á lokasprettinum í hlaupinu, færist því upp í þriðja sætið og fær bronsið frá hinni bandarísku Köru Goucher. Hún fær silfur þeirrar tyrknesku. „Þetta er pirrandi. Ég er auðvitað mjög ánægð með fréttirnar en þetta er frekar súrsætt þegar ég hugsa til hlaupsins,“ segir Pavey í viðtali við BBC. „Ég hljóp eins hratt og ég mögulega gat og var í frábæru formi. Það var heitt og mikill raki. Ég var í stöðu til að vinna til verðlauna alveg þar til undir lokin en rétt missti af þeim.“ „Í staðinn fyrir að eiga stund þar sem ég hefði verið yfir mig ánægð með að vinna mín fyrstu verðlaun lá ég alveg búin á brautinni og fannst ég hafa brugðist öllum,“ segir Pavey. Þessi síðbúnu verðlaun eru þau einu sem Pavey vann til á heimsmeistaramóti en hún varð Evrópumeistari í 10.000 metra hlaupi í Zürich árið 2014 og vann silfur í Helsinki á sama móti tveimur árum áður. Pavey er auðvitað reið út í Abeylegesse fyrir að svindla á henni og öllum í hlaupinu en sú breska spyr sig hvort hún hafi misst af fleiri verðlaunum vegna lyfjamisnotkunnar annarra hlaupara. „Ég átti nokkur ár þar sem ég var upp á mitt besta en ég missti alltaf af verðlaunum. Ég var næstum byrjuð alveg upp á nýtt á einum tímapunkti til að reyna að finna út hvernig ég gæti hlaupið aðeins hraðar og náð þessum verðlaunum,“ segir Pavey. „Nú horfi ég til baka og spyr mig hvort ég hafi misst af fleiri verðlaunum því það voru svo margir að svindla á þessum tíma og það er svo pirrandi,“ segir Jo Pavey.Pavey liggur alveg búin eftir úrslitahlaupið.vísir/getty
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Sjá meira