Hryðjuverk í Stokkhólmi: Úsbekinn sagðist í atvinnuviðtali vera sprengjusérfræðingur Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2017 11:29 Fjórir létust og á annan tug slösuðust í árás mannsins. Vísir/afp Úsbekinn sem nú er í haldi sænsku lögreglunnar vegna gruns um að hafa borið ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag átti vini í íslamistasamtökunum Hizb ut-Tharir og hafði áður deilt áróðurmyndböndum ISIS á samfélagsmiðlum. Í atvinnuviðtali hafði hann lýst sjálfum sér sem sprengjusérfræðingi. Sænskir fjölmiðlar hafa í gærkvöldi og í dag birt frekari upplýsingar um hinn 39 ára Úsbeka sem grunaður er um að hafa banað að minnsta kosti fjórum og slasað á annan tug manna þegar hann ók vörubíl niður Drottninggatan skömmu fyrir klukkan 15 að sænskum tíma á föstudag. Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. Í viðtali við Expressen segir nágranni að maðurinn hafi opnað hurðir fyrir nágranna sína og aðstoðað við að halda á innkaupapokum.Starfaði við asbesthreinsun Á síðustu árum hafði maðurinn starfað við hreinsun á asbesti í Stokkhólmi og nærliggjandi sveitarfélögum. Í atvinnuviðtali hjá verktakafyrirtækinu sem hann starfaði hjá hafði hann lýst sjálfum sér sem sprengjusérfræðingi. Lögregla greindi frá því á fréttamannafundi í hádeginu að maðurinn hafi sótt um dvalarleyfi árið 2014, en síðasta sumar hafi þeirri umsókn verið hafnað og honum gert að yfirgefa landið. Hann var á lista sænskra yfirvalda yfir eftirlýsta menn þar sem hann hafði ekki orðið við þeirri beiðni. Um þrjú þúsund slík mál eru nú á borði sænskra yfirvalda. Sænska lögreglan segir frá því að á samfélagsmiðlum sé maðurinn vinur fjölmargra lykilmanna í íslamistahreyfingunni Hizb ut-Tahrir án þess þó að vera beintengdur samtökunum. Hizb ut-Tahrir eru alþjóðleg samtök sem hafa það að markmiði að koma á íslömsku ríki. Fulltrúi samtakanna segir í samtali við Expressen að maðurinn tengist ekki samtökunum á nokkurn hátt. Expo hefur skoðað Facebook-síðu mannsins þar sem hann lýsir á einum stað yfir stuðningi við róttækt íslam og hefur oft deilt áróðursmyndböndum ISIS. Sökum þessa hafði mál mannsins áður komið inn á borð sænsku öryggislögreglunnar, án þess þó að hann hafi verið til sérstakrar rannsóknar. Efnahagsbrot framin í íbúð mannsinsSænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að efnahagsbrot hafi verið framin í íbúð mannsins í Vällingby, úthverfi Stokkhólms, þar sem hann bjó ásamt fleiri Úsbekum árið 2015. Á hurðinni var einungis að finna nafn eins fyrirtækis. Lögregla réðst síðar til atlögu vegna gruns um að fjármunir umrædds fyrirtækis væru notaðir til að fjármagna hryðjuverkastarfsemi. Ekki var þó hægt að færa sönnur á það, en síðar voru þrír menn, sem höfðust við í íbúðinni, dæmdir til fangelsisvistar fyrir skatt- og fjársvik. Á Facebook-síðu sinni hefur maðurinn deilt myndum af fjölskyldu sinni sem situr fyrir með peningaseðla í hönd. Á öðrum samfélagsmiðlum mátti sjá mynd sem hann deildi af soldáni sem virðist lifa í vellystingum, umvafinn konum í niqab. Með myndinni fylgir svo textinn: „Svona vil ég lifa. Ekki slæmt, bróðir.“Hagaði sér grunsamlega í verslun Lögregla handtók svo manninn í Märsta, norður af Stokkhólmi, á föstudagskvöldið eftir að hafa fengið upplýsingar um mann sem hagaði sér grunsamlega í verslun. Maðurinn hafði þá flúið með neðanjarðarlest frá árásarstaðnum og síðar tekið lest til Märsta þar sem hann var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. Lögregla í Stokkhólmi staðfesti í dag að tveir hinna látnu séu sænskir ríkisborgarar, einn sé breskur og annar belgískur. Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar: „Ekkert bendir til að við séum með rangan mann í haldi“ Lögregla staðfesti á fréttamannafundi að maðurinn sem handtekinn var í úthverfi norður af Stokkhólmi í gærkvöldi sé 39 ára úsbeskur ríkisborgari. 8. apríl 2017 12:58 Þetta vitum við um árásina í Stokkhólmi Lögregla handtók mann í gærkvöldi sem grunaður er um árásina. Sænskir fjölmiðlar segja að heimagerð sprengja hafi fundist í vörubílnum. 8. apríl 2017 10:00 Sænska lögreglan staðfestir þjóðerni hinna látnu og segir rannsókn miða vel Sænska lögreglan hélt blaðamannafund klukkan 10:30 í morgun að íslenskum tíma, þar sem komu fram nýjar upplýsingar um rannsókn á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi síðastliðin föstudag. 9. apríl 2017 10:57 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Úsbekinn sem nú er í haldi sænsku lögreglunnar vegna gruns um að hafa borið ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag átti vini í íslamistasamtökunum Hizb ut-Tharir og hafði áður deilt áróðurmyndböndum ISIS á samfélagsmiðlum. Í atvinnuviðtali hafði hann lýst sjálfum sér sem sprengjusérfræðingi. Sænskir fjölmiðlar hafa í gærkvöldi og í dag birt frekari upplýsingar um hinn 39 ára Úsbeka sem grunaður er um að hafa banað að minnsta kosti fjórum og slasað á annan tug manna þegar hann ók vörubíl niður Drottninggatan skömmu fyrir klukkan 15 að sænskum tíma á föstudag. Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. Í viðtali við Expressen segir nágranni að maðurinn hafi opnað hurðir fyrir nágranna sína og aðstoðað við að halda á innkaupapokum.Starfaði við asbesthreinsun Á síðustu árum hafði maðurinn starfað við hreinsun á asbesti í Stokkhólmi og nærliggjandi sveitarfélögum. Í atvinnuviðtali hjá verktakafyrirtækinu sem hann starfaði hjá hafði hann lýst sjálfum sér sem sprengjusérfræðingi. Lögregla greindi frá því á fréttamannafundi í hádeginu að maðurinn hafi sótt um dvalarleyfi árið 2014, en síðasta sumar hafi þeirri umsókn verið hafnað og honum gert að yfirgefa landið. Hann var á lista sænskra yfirvalda yfir eftirlýsta menn þar sem hann hafði ekki orðið við þeirri beiðni. Um þrjú þúsund slík mál eru nú á borði sænskra yfirvalda. Sænska lögreglan segir frá því að á samfélagsmiðlum sé maðurinn vinur fjölmargra lykilmanna í íslamistahreyfingunni Hizb ut-Tahrir án þess þó að vera beintengdur samtökunum. Hizb ut-Tahrir eru alþjóðleg samtök sem hafa það að markmiði að koma á íslömsku ríki. Fulltrúi samtakanna segir í samtali við Expressen að maðurinn tengist ekki samtökunum á nokkurn hátt. Expo hefur skoðað Facebook-síðu mannsins þar sem hann lýsir á einum stað yfir stuðningi við róttækt íslam og hefur oft deilt áróðursmyndböndum ISIS. Sökum þessa hafði mál mannsins áður komið inn á borð sænsku öryggislögreglunnar, án þess þó að hann hafi verið til sérstakrar rannsóknar. Efnahagsbrot framin í íbúð mannsinsSænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að efnahagsbrot hafi verið framin í íbúð mannsins í Vällingby, úthverfi Stokkhólms, þar sem hann bjó ásamt fleiri Úsbekum árið 2015. Á hurðinni var einungis að finna nafn eins fyrirtækis. Lögregla réðst síðar til atlögu vegna gruns um að fjármunir umrædds fyrirtækis væru notaðir til að fjármagna hryðjuverkastarfsemi. Ekki var þó hægt að færa sönnur á það, en síðar voru þrír menn, sem höfðust við í íbúðinni, dæmdir til fangelsisvistar fyrir skatt- og fjársvik. Á Facebook-síðu sinni hefur maðurinn deilt myndum af fjölskyldu sinni sem situr fyrir með peningaseðla í hönd. Á öðrum samfélagsmiðlum mátti sjá mynd sem hann deildi af soldáni sem virðist lifa í vellystingum, umvafinn konum í niqab. Með myndinni fylgir svo textinn: „Svona vil ég lifa. Ekki slæmt, bróðir.“Hagaði sér grunsamlega í verslun Lögregla handtók svo manninn í Märsta, norður af Stokkhólmi, á föstudagskvöldið eftir að hafa fengið upplýsingar um mann sem hagaði sér grunsamlega í verslun. Maðurinn hafði þá flúið með neðanjarðarlest frá árásarstaðnum og síðar tekið lest til Märsta þar sem hann var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. Lögregla í Stokkhólmi staðfesti í dag að tveir hinna látnu séu sænskir ríkisborgarar, einn sé breskur og annar belgískur.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar: „Ekkert bendir til að við séum með rangan mann í haldi“ Lögregla staðfesti á fréttamannafundi að maðurinn sem handtekinn var í úthverfi norður af Stokkhólmi í gærkvöldi sé 39 ára úsbeskur ríkisborgari. 8. apríl 2017 12:58 Þetta vitum við um árásina í Stokkhólmi Lögregla handtók mann í gærkvöldi sem grunaður er um árásina. Sænskir fjölmiðlar segja að heimagerð sprengja hafi fundist í vörubílnum. 8. apríl 2017 10:00 Sænska lögreglan staðfestir þjóðerni hinna látnu og segir rannsókn miða vel Sænska lögreglan hélt blaðamannafund klukkan 10:30 í morgun að íslenskum tíma, þar sem komu fram nýjar upplýsingar um rannsókn á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi síðastliðin föstudag. 9. apríl 2017 10:57 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar: „Ekkert bendir til að við séum með rangan mann í haldi“ Lögregla staðfesti á fréttamannafundi að maðurinn sem handtekinn var í úthverfi norður af Stokkhólmi í gærkvöldi sé 39 ára úsbeskur ríkisborgari. 8. apríl 2017 12:58
Þetta vitum við um árásina í Stokkhólmi Lögregla handtók mann í gærkvöldi sem grunaður er um árásina. Sænskir fjölmiðlar segja að heimagerð sprengja hafi fundist í vörubílnum. 8. apríl 2017 10:00
Sænska lögreglan staðfestir þjóðerni hinna látnu og segir rannsókn miða vel Sænska lögreglan hélt blaðamannafund klukkan 10:30 í morgun að íslenskum tíma, þar sem komu fram nýjar upplýsingar um rannsókn á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi síðastliðin föstudag. 9. apríl 2017 10:57