Theresa May við ESB: Fullveldi Gíbraltar er ekki til umræðu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. apríl 2017 18:41 Theresa May ásamt Donald Tusk. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur tjáð Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, að Bretland muni ekki fallast á það í samningaviðræðum að gefa fullveldi Gíbraltar upp á bátinn í komandi samningaviðræðum. Guardian greinir frá. Staða Gíbraltar hefur að undanförnu verið í eldlínunni í samskiptum Bretlands við Evrópusambandið eftir að í ljós kom í samningsdrögum sambandsins í komandi Brexit viðræðum, að Spánverjar munu hafa úrslitavald í atriðum sem varða Gíbraltar. Löndin tvö hafa deilt um Gíbraltar í aldaraðir. Tusk er um þessar mundir í opinberri heimsókn í Bretlandi en ljóst er að leiðtogarnir tveir hafa nóg til að tala um fyrir komandi útgönguviðræður Breta við sambandið. Samkvæmt tilkynningu frá breska forsætisráðuneytinu fór vel á með þeim Tusk og May á fundinum og var andrúmsloftið jákvætt. Sammældust þau um að vera í nánum tengslum á komandi vikum og mánuðum, á meðan útgönguferli Bretlands stendur. Í tilkynningunni segir um Gíbraltar:„Forsætisráðherrann gerði Tusk það einnig ljóst að í málum Gíbraltar, er afstaða Bretlands óbreytt. Bretland mun falast eftir sem bestum samning fyrir Gíbraltar við útgöngu Bretlands og það verða engar viðræður um fullveldi þeirra án samþykkis fólksins sem býr í Gíbraltar.“ Skoðanakannanir sem gerðar eru meðal fólks sem býr í Gíbraltar sýna ítrekað að mikill meirihluti fólksins vill að skaginn verði áfram hluti af Bretlandi en á sama tíma kusu 96 prósent þeirra með áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu. May tók aftur fram í viðræðum við Tusk, að hún vilji falast eftir „djúpum og sérstökum samskiptum“ við Evrópusambandið eftir útgöngu Bretlands. Gíbraltar Tengdar fréttir Skipuðu spænsku herskipi að yfirgefa lögsögu Gíbraltar Breski herflotinn sendi tilmæli til spænsks herskips sem sigldi inn fyrir lögsögu Gíbraltar, um að yfirgefa svæðið. 4. apríl 2017 22:20 ESB mun styðja Spán í deilunni við Breta um Gíbraltar Spánverjar og Bretar hafa deilt um yfirráð á Gíbraltar skaganum, fyrir sunnan Spán. 1. apríl 2017 19:05 Segir Theresu May reiðubúna til að fara í stríð til verndar Gíbraltar Fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins segir Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, án efa reiðubúna til að fara í stríð vegna Gíbraltar. 2. apríl 2017 19:34 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur tjáð Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, að Bretland muni ekki fallast á það í samningaviðræðum að gefa fullveldi Gíbraltar upp á bátinn í komandi samningaviðræðum. Guardian greinir frá. Staða Gíbraltar hefur að undanförnu verið í eldlínunni í samskiptum Bretlands við Evrópusambandið eftir að í ljós kom í samningsdrögum sambandsins í komandi Brexit viðræðum, að Spánverjar munu hafa úrslitavald í atriðum sem varða Gíbraltar. Löndin tvö hafa deilt um Gíbraltar í aldaraðir. Tusk er um þessar mundir í opinberri heimsókn í Bretlandi en ljóst er að leiðtogarnir tveir hafa nóg til að tala um fyrir komandi útgönguviðræður Breta við sambandið. Samkvæmt tilkynningu frá breska forsætisráðuneytinu fór vel á með þeim Tusk og May á fundinum og var andrúmsloftið jákvætt. Sammældust þau um að vera í nánum tengslum á komandi vikum og mánuðum, á meðan útgönguferli Bretlands stendur. Í tilkynningunni segir um Gíbraltar:„Forsætisráðherrann gerði Tusk það einnig ljóst að í málum Gíbraltar, er afstaða Bretlands óbreytt. Bretland mun falast eftir sem bestum samning fyrir Gíbraltar við útgöngu Bretlands og það verða engar viðræður um fullveldi þeirra án samþykkis fólksins sem býr í Gíbraltar.“ Skoðanakannanir sem gerðar eru meðal fólks sem býr í Gíbraltar sýna ítrekað að mikill meirihluti fólksins vill að skaginn verði áfram hluti af Bretlandi en á sama tíma kusu 96 prósent þeirra með áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu. May tók aftur fram í viðræðum við Tusk, að hún vilji falast eftir „djúpum og sérstökum samskiptum“ við Evrópusambandið eftir útgöngu Bretlands.
Gíbraltar Tengdar fréttir Skipuðu spænsku herskipi að yfirgefa lögsögu Gíbraltar Breski herflotinn sendi tilmæli til spænsks herskips sem sigldi inn fyrir lögsögu Gíbraltar, um að yfirgefa svæðið. 4. apríl 2017 22:20 ESB mun styðja Spán í deilunni við Breta um Gíbraltar Spánverjar og Bretar hafa deilt um yfirráð á Gíbraltar skaganum, fyrir sunnan Spán. 1. apríl 2017 19:05 Segir Theresu May reiðubúna til að fara í stríð til verndar Gíbraltar Fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins segir Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, án efa reiðubúna til að fara í stríð vegna Gíbraltar. 2. apríl 2017 19:34 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Sjá meira
Skipuðu spænsku herskipi að yfirgefa lögsögu Gíbraltar Breski herflotinn sendi tilmæli til spænsks herskips sem sigldi inn fyrir lögsögu Gíbraltar, um að yfirgefa svæðið. 4. apríl 2017 22:20
ESB mun styðja Spán í deilunni við Breta um Gíbraltar Spánverjar og Bretar hafa deilt um yfirráð á Gíbraltar skaganum, fyrir sunnan Spán. 1. apríl 2017 19:05
Segir Theresu May reiðubúna til að fara í stríð til verndar Gíbraltar Fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins segir Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, án efa reiðubúna til að fara í stríð vegna Gíbraltar. 2. apríl 2017 19:34
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent