Hafa borgaryfirvöld sagt sitt síðasta orð um Iðnó? Ögmundur Jónasson skrifar 6. apríl 2017 07:00 Iðnó í Reykjavík hefur í eitt hundrað og tuttugu ár verið menningarhús Reykvíkinga, verkalýðshús, leikhús, listasmiðja leikhúsfólks, samkomuhús fyrir aðskiljanlega viðburði, ráðstefnustaður, fundarstaður, veitingastaður, veislustaður, erfidrykkjustaður, fermingarveislustaður, allt þetta, og alltaf opið okkur öllum. Ég hef reynslu af Iðnó svo lengi sem ég man eftir mér, fyrst náttúrlega sem leikhúsgestur og hin síðari ár sem þátttakandi í viðburðum innan veggja Iðnó. Í Hruninu voru oft líflegir umræðufundir í Iðnó. Ég hef reynslu af því að skipuleggja fundi þar sem ráðherra, þingmaður og sem einstaklingur á eigin vegum án þess að tilheyra tilteknum hópi. Og í stuttu máli þá er reynsla mín af Iðnó góð. Þess vegna sperrti ég eyrun þegar ég frétti að til stæði að borgin segði upp samningi við núverandi rekstraraðila og leitaði á ný mið. Ég varð mér úti um tilboð þeirra sem vilja taka að sér reksturinn. Mér skilst að Reykjavíkurborg sækist eftir hærri leigutekjum og fengi þær ef tilboði yrði tekið. En hvað kynni að glatast með því? Hefur þeirri spurningu verið svarað? Hækkar þá leiga til þeirra sem, iðulega af vanefnum, efna til funda eða nýta sér húsið, hópa leiklistarfólks til dæmis, mannréttindahópa eða þeirra sem boða til almennra umræðufunda? Eða er ætlunin að annars konar starfsemi fari fram í húsinu en hingað til? Ef svo er, þá á sú umræða að fara fram opinberlega því hún er í eðli sínu pólitísk, fjallar um tilgang og markmið. Greinargerð þeirra sem vilja taka að sér reksturinn á Iðnó er sérkennileg lesning, eins konar auglýsingabæklingur þar sem mikið er gert úr fagmannlegum nefndum og ráðum en án þess að maður verði nokkru nær um hvað raunverulega kæmi til með að breytast, annað en meint fagmennska sem samkvæmt mínum gæðastuðli hefur verið til fyrirmyndar í Iðnó – að ónefndri lipurð og ljúfmennsku. Eitt er nokkuð ljóst. Einfaldara verður það ekki fyrir okkur sem höfum staðið fyrir fundum í Iðnó að þurfa að skríða í gegnum nálarauga innlendra og erlendra fagmanna sem dæmi um það hvort við séum húsum hæf: „Utanaðkomandi hópar eða samtök geta sótt um að halda viðburði í gegn um ákveðið umsóknarferli. Óháð valnefnd mun meta umsóknir og gera tillögur um úthlutun á þriggja mánaða fresti. Umsóknir verða metnar á grundvelli gæða, fjölbreytileika, gildi og hvort þær hæfi húsnæðinu. Um opna viðburði munum við eiga náið samstarf við innlenda og alþjóðlega aðila.“ Þessi texti úr tilboðinu segir sína sögu. En hafa borgaryfirvöld sagt sitt síðasta orð, telja þau sig ekki þurfa að skýra betur út fyrir okkur kjósendum hvað fyrir þeim vakir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Kveður Iðnó eftir sextán ár og er "gjörsamlega slegin“ Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. 15. mars 2017 13:02 Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Iðnó í Reykjavík hefur í eitt hundrað og tuttugu ár verið menningarhús Reykvíkinga, verkalýðshús, leikhús, listasmiðja leikhúsfólks, samkomuhús fyrir aðskiljanlega viðburði, ráðstefnustaður, fundarstaður, veitingastaður, veislustaður, erfidrykkjustaður, fermingarveislustaður, allt þetta, og alltaf opið okkur öllum. Ég hef reynslu af Iðnó svo lengi sem ég man eftir mér, fyrst náttúrlega sem leikhúsgestur og hin síðari ár sem þátttakandi í viðburðum innan veggja Iðnó. Í Hruninu voru oft líflegir umræðufundir í Iðnó. Ég hef reynslu af því að skipuleggja fundi þar sem ráðherra, þingmaður og sem einstaklingur á eigin vegum án þess að tilheyra tilteknum hópi. Og í stuttu máli þá er reynsla mín af Iðnó góð. Þess vegna sperrti ég eyrun þegar ég frétti að til stæði að borgin segði upp samningi við núverandi rekstraraðila og leitaði á ný mið. Ég varð mér úti um tilboð þeirra sem vilja taka að sér reksturinn. Mér skilst að Reykjavíkurborg sækist eftir hærri leigutekjum og fengi þær ef tilboði yrði tekið. En hvað kynni að glatast með því? Hefur þeirri spurningu verið svarað? Hækkar þá leiga til þeirra sem, iðulega af vanefnum, efna til funda eða nýta sér húsið, hópa leiklistarfólks til dæmis, mannréttindahópa eða þeirra sem boða til almennra umræðufunda? Eða er ætlunin að annars konar starfsemi fari fram í húsinu en hingað til? Ef svo er, þá á sú umræða að fara fram opinberlega því hún er í eðli sínu pólitísk, fjallar um tilgang og markmið. Greinargerð þeirra sem vilja taka að sér reksturinn á Iðnó er sérkennileg lesning, eins konar auglýsingabæklingur þar sem mikið er gert úr fagmannlegum nefndum og ráðum en án þess að maður verði nokkru nær um hvað raunverulega kæmi til með að breytast, annað en meint fagmennska sem samkvæmt mínum gæðastuðli hefur verið til fyrirmyndar í Iðnó – að ónefndri lipurð og ljúfmennsku. Eitt er nokkuð ljóst. Einfaldara verður það ekki fyrir okkur sem höfum staðið fyrir fundum í Iðnó að þurfa að skríða í gegnum nálarauga innlendra og erlendra fagmanna sem dæmi um það hvort við séum húsum hæf: „Utanaðkomandi hópar eða samtök geta sótt um að halda viðburði í gegn um ákveðið umsóknarferli. Óháð valnefnd mun meta umsóknir og gera tillögur um úthlutun á þriggja mánaða fresti. Umsóknir verða metnar á grundvelli gæða, fjölbreytileika, gildi og hvort þær hæfi húsnæðinu. Um opna viðburði munum við eiga náið samstarf við innlenda og alþjóðlega aðila.“ Þessi texti úr tilboðinu segir sína sögu. En hafa borgaryfirvöld sagt sitt síðasta orð, telja þau sig ekki þurfa að skýra betur út fyrir okkur kjósendum hvað fyrir þeim vakir?
Kveður Iðnó eftir sextán ár og er "gjörsamlega slegin“ Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. 15. mars 2017 13:02
Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar