Íslandsmetið skilaði Hlyni viðurkenningu í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2017 15:30 Hlynur Andrésson. Mynd/emueagles.co Langhlauparinn Hlynur Andrésson hefur verið að gera flotta hluti að undanförnu og hann hefur nú verið útnefndur frjálsíþróttamaður vikunnar í miðríkjum Bandaríkjanna eftir frábæran árangur þann 1. apríl síðastliðinn. Frjálsíþróttasamband Íslands segir frá þessu í dag en það má einnig finna frétt um þetta á heimasíðu Eastern Michigan háskólans. Hlynur setti þá nýtt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi þegar hann hljóp á 14:00,83 mínútum og var aðeins hársbreidd frá því að komast undir fjórtán mínúturnar. Hlynur varð fyrsti Íslendingurinn til að hlaupa 5000 metrana undir 14:01,00 mínútu. Gamla Íslandsmetið átti Kári Steinn Karlsson en það var 14:01.99 mínútur og sett 26. mars 2010. Hlaupið var frábærlega útfært hjá Hlyni og lauk með gríðarlegum endaspretti þar sem þrír hlauparar börðust um sigurinn og komu í mark með 27/100sek millibili. Hlynur bætti sinn besta tíma um heilar tíu sekúndur. Þetta er í fyrsta sinn sem Hlynur fær þessa viðurkenningu en hann keppir fyrir Eastern Michigan háskólann sem var að eignast í þriðja sinn frjálsíþróttamann vikunnar í miðríkjum Bandaríkjanna. Raunhæft er fyrir Hlyn að rjúfa 14 mínútna múrinn fyrstur íslendinga og ljóst að sá áfangi getur náðst þegar í næsta hlaupi. Það verður því fróðlegt að fylgjast með honum á næstunni.Hlynur Andresson of @EMUMXC_TF was also named @MACSports Track Athlete of the Week!READ: https://t.co/WW6DI2j9xA#EMUTrack #EMUEagles— EMU Athletics (@EMUAthletics) April 4, 2017 Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi féll í dag Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi karla féll í dag þegar Hlynur Andrésson hljóp á 14:00,83 mínútum á Stanford boðsmótinu í Kaliforníu. RÚV greinir frá. 1. apríl 2017 21:20 Aníta og Hlynur keppa fyrir Ísland á EM í Belgrad Aníta Hinriksdóttir og Hlynur Andrésson verða fulltrúar Íslands á Evrópumótinu innanhúss í frjálsíþróttum í byrjun árs. 23. febrúar 2017 12:12 Hlynur heldur áfram að hoppa upp afrekslistann Millivegahlauparinn Hlynur Andrésson er að gera það gott í Bandaríkjunum í byrjun utanhússtímabilsins en hann stundar nám við Eastern Michigan háskólann í Ypsilanti í Michigan fylki. 29. mars 2017 16:30 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Sjá meira
Langhlauparinn Hlynur Andrésson hefur verið að gera flotta hluti að undanförnu og hann hefur nú verið útnefndur frjálsíþróttamaður vikunnar í miðríkjum Bandaríkjanna eftir frábæran árangur þann 1. apríl síðastliðinn. Frjálsíþróttasamband Íslands segir frá þessu í dag en það má einnig finna frétt um þetta á heimasíðu Eastern Michigan háskólans. Hlynur setti þá nýtt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi þegar hann hljóp á 14:00,83 mínútum og var aðeins hársbreidd frá því að komast undir fjórtán mínúturnar. Hlynur varð fyrsti Íslendingurinn til að hlaupa 5000 metrana undir 14:01,00 mínútu. Gamla Íslandsmetið átti Kári Steinn Karlsson en það var 14:01.99 mínútur og sett 26. mars 2010. Hlaupið var frábærlega útfært hjá Hlyni og lauk með gríðarlegum endaspretti þar sem þrír hlauparar börðust um sigurinn og komu í mark með 27/100sek millibili. Hlynur bætti sinn besta tíma um heilar tíu sekúndur. Þetta er í fyrsta sinn sem Hlynur fær þessa viðurkenningu en hann keppir fyrir Eastern Michigan háskólann sem var að eignast í þriðja sinn frjálsíþróttamann vikunnar í miðríkjum Bandaríkjanna. Raunhæft er fyrir Hlyn að rjúfa 14 mínútna múrinn fyrstur íslendinga og ljóst að sá áfangi getur náðst þegar í næsta hlaupi. Það verður því fróðlegt að fylgjast með honum á næstunni.Hlynur Andresson of @EMUMXC_TF was also named @MACSports Track Athlete of the Week!READ: https://t.co/WW6DI2j9xA#EMUTrack #EMUEagles— EMU Athletics (@EMUAthletics) April 4, 2017
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi féll í dag Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi karla féll í dag þegar Hlynur Andrésson hljóp á 14:00,83 mínútum á Stanford boðsmótinu í Kaliforníu. RÚV greinir frá. 1. apríl 2017 21:20 Aníta og Hlynur keppa fyrir Ísland á EM í Belgrad Aníta Hinriksdóttir og Hlynur Andrésson verða fulltrúar Íslands á Evrópumótinu innanhúss í frjálsíþróttum í byrjun árs. 23. febrúar 2017 12:12 Hlynur heldur áfram að hoppa upp afrekslistann Millivegahlauparinn Hlynur Andrésson er að gera það gott í Bandaríkjunum í byrjun utanhússtímabilsins en hann stundar nám við Eastern Michigan háskólann í Ypsilanti í Michigan fylki. 29. mars 2017 16:30 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Sjá meira
Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi féll í dag Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi karla féll í dag þegar Hlynur Andrésson hljóp á 14:00,83 mínútum á Stanford boðsmótinu í Kaliforníu. RÚV greinir frá. 1. apríl 2017 21:20
Aníta og Hlynur keppa fyrir Ísland á EM í Belgrad Aníta Hinriksdóttir og Hlynur Andrésson verða fulltrúar Íslands á Evrópumótinu innanhúss í frjálsíþróttum í byrjun árs. 23. febrúar 2017 12:12
Hlynur heldur áfram að hoppa upp afrekslistann Millivegahlauparinn Hlynur Andrésson er að gera það gott í Bandaríkjunum í byrjun utanhússtímabilsins en hann stundar nám við Eastern Michigan háskólann í Ypsilanti í Michigan fylki. 29. mars 2017 16:30