Sófasérfræðingar og gráðugir úlfar Eva Magnúsdóttir skrifar 5. apríl 2017 09:00 Blandaður kór ferðamennskunnar syngur sama lagið í ár eins og undanfarin ár – ferðamanna-það-er-ekki-verið-að-gera-neitt sónötuna. Sófasérfræðingar ræða ferðamálin á kaffistofunum og þrennt hefur borið hæst í umræðunni: ríkið gerir ekki neitt, ferðamenn eru kjánar sem fara sér að voða og þeir eru alltof margir. Það má þó ekki gleymast að ferðaþjónustan hefur verið skipulögð frá grunni á afar stuttum tíma og milljörðum verið varið til uppbyggingar. Nýleg staða sem bendir til að virðisaukaskattsþrep ferðaþjónustunnar verði hækkað tekur þó alla orkuna núna. Í hringiðu hinnar neikvæðu umræðu hefur frumkvæði og hugmyndaauðgi okkar Íslendinga blómstrað og upp hafa sprottið fyrirtæki sem skipuleggja ævintýralandið okkar með ferðum, afþreyingu og öllu því sem getur glatt ferðalanga sem rata hingað á hjara veraldar. Áhrifanna gætir víða. Brothættar byggðir blómstra, leikskólar haldast opnir og vinna er næg fyrir þá sem vilja vinna. Í fréttaflutningi undanfarinna ára er þó ekki að finna margar fréttir um hin jákvæðu áhrif; hestabúgarða, nýja spennandi gististaði, hvalaskoðun með rafbátum, lífrænan mat, fé á fjalli, lax og silung úr vötnum. Um 70% Íslendinga telja ferðamenn of marga en til upprifjunar þá er Ísland um 103.000 km² að stærð, önnur stærsta eyja í Evrópu á eftir Bretlandi. Við erum bara í kringum 350 þúsund – að það sé ekki nóg pláss fyrir okkur öll er svolítið fjarstæðukennt. Peningar ferðamanna hafa góð áhrif á þjóðarbúið en ef viðhorf og verðlag heldur áfram sem horfir munu ferðamennirnir halda á önnur mið á meðan við rífumst um það hvort þeir eru of fáir eða of margir. Dæmi um græðgi er djúpur sem nú heita lundaegg og kosta 930 krónur á meðan venjulegur djúpur kostar um 300 krónur annars staðar. Í landi tækifæranna þurfum við að halda áfram að koma innra skipulagi í gott horf með sjálfbærni að leiðarljósi þannig að upplifun gesta verði jákvæð og þeir komi aftur. Gæði og verðlag þurfa að haldast í hendur því margföldunaráhrif jákvæðra gesta á ímynd Íslands skila sér margfalt til baka. Með hækkandi sól mæta ferðamennirnir okkur; horfum á jákvæðu áhrifin sem þeir hafa haft á þjóðarbúið – nýtum tækifærin en nýtum þau til góðs en ekki til græðgi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Sjá meira
Blandaður kór ferðamennskunnar syngur sama lagið í ár eins og undanfarin ár – ferðamanna-það-er-ekki-verið-að-gera-neitt sónötuna. Sófasérfræðingar ræða ferðamálin á kaffistofunum og þrennt hefur borið hæst í umræðunni: ríkið gerir ekki neitt, ferðamenn eru kjánar sem fara sér að voða og þeir eru alltof margir. Það má þó ekki gleymast að ferðaþjónustan hefur verið skipulögð frá grunni á afar stuttum tíma og milljörðum verið varið til uppbyggingar. Nýleg staða sem bendir til að virðisaukaskattsþrep ferðaþjónustunnar verði hækkað tekur þó alla orkuna núna. Í hringiðu hinnar neikvæðu umræðu hefur frumkvæði og hugmyndaauðgi okkar Íslendinga blómstrað og upp hafa sprottið fyrirtæki sem skipuleggja ævintýralandið okkar með ferðum, afþreyingu og öllu því sem getur glatt ferðalanga sem rata hingað á hjara veraldar. Áhrifanna gætir víða. Brothættar byggðir blómstra, leikskólar haldast opnir og vinna er næg fyrir þá sem vilja vinna. Í fréttaflutningi undanfarinna ára er þó ekki að finna margar fréttir um hin jákvæðu áhrif; hestabúgarða, nýja spennandi gististaði, hvalaskoðun með rafbátum, lífrænan mat, fé á fjalli, lax og silung úr vötnum. Um 70% Íslendinga telja ferðamenn of marga en til upprifjunar þá er Ísland um 103.000 km² að stærð, önnur stærsta eyja í Evrópu á eftir Bretlandi. Við erum bara í kringum 350 þúsund – að það sé ekki nóg pláss fyrir okkur öll er svolítið fjarstæðukennt. Peningar ferðamanna hafa góð áhrif á þjóðarbúið en ef viðhorf og verðlag heldur áfram sem horfir munu ferðamennirnir halda á önnur mið á meðan við rífumst um það hvort þeir eru of fáir eða of margir. Dæmi um græðgi er djúpur sem nú heita lundaegg og kosta 930 krónur á meðan venjulegur djúpur kostar um 300 krónur annars staðar. Í landi tækifæranna þurfum við að halda áfram að koma innra skipulagi í gott horf með sjálfbærni að leiðarljósi þannig að upplifun gesta verði jákvæð og þeir komi aftur. Gæði og verðlag þurfa að haldast í hendur því margföldunaráhrif jákvæðra gesta á ímynd Íslands skila sér margfalt til baka. Með hækkandi sól mæta ferðamennirnir okkur; horfum á jákvæðu áhrifin sem þeir hafa haft á þjóðarbúið – nýtum tækifærin en nýtum þau til góðs en ekki til græðgi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun