Valskonur fá 22 ára gamlan þjálfara úr vesturbænum Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2017 14:39 Darri Freyr Atlason og Lárus Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals. mynd/Valur Valur er búinn að ganga frá ráðningu Darra Freys Atlasonar sem næsta þjálfara kvennaliðs félagsins í körfubolta en hann stýrir Valskonum í Domino´s-deildinni á næstu leiktíð. Hann tekur við starfinu af Ara Gunnarssyni sem kom Val ekki í úrslitakeppnina á yfirstandandi leiktíð en Valur fór í snemmbúið sumarfrí eftir að lenda í fimmta sæti með 24 stig og vera fjórum stigum og einu sæti frá úrslitakeppninni. Darri Freyr er ekki nema 22 ára gamall en hann er fæddur árið 1994. Hann er KR-ingur sem hefur komið að yngri flokka þjálfun vesturbæjariðsins í áratug, að því fram kemur í fréttatilkynningu frá Val. Darri stýrði meistaraflokki kvenna hjá KR í 1. deildinni leiktíðina 2015/2016 og var þá valinn besti þjálfari deildarinnar. Hann hafnaði í öðru sæti í deildinni á eftir Skallagrími og tapaði svo í úrslitaeinvíginu um sæti í Domino´s-deildinni á móti sama liði. „Körfuknattleiksdeild Vals setur markið hátt og er undirbúningur þegar hafinn að koma liðinu aftur í úrslitakeppnina þar sem liðið á heima. Flestir leikmenn liðisns eiga eitt ár eftir af sínum samningi við félagið en stefnan er að styrkja hópinn enn frekar fyrir komandi átök,“ segir í fréttatilkynningu Valsmanna. Sjálfur kveðst Darri Freyr spenntur fyrir verkefninu. Hann segir Val vera stórt félag með langa sögu sem sýnir metnað í kvennakörfuboltanum. „Aðstaðan á Hlíðarenda er frábær og leikmannhópurinn er sterkur - stelpur með umtalsverða reynslu, þrátt fyrir ungan aldur, m.a. með yngri landsliðum og A-landsliðinu. Ég mun fara yfir það á næstu vikum hverjir styrkleikar og veikleikar okkar eru og gera ráðstafanir í kjölfarið,“ segir Darri Freyr Atlason. Dominos-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sjá meira
Valur er búinn að ganga frá ráðningu Darra Freys Atlasonar sem næsta þjálfara kvennaliðs félagsins í körfubolta en hann stýrir Valskonum í Domino´s-deildinni á næstu leiktíð. Hann tekur við starfinu af Ara Gunnarssyni sem kom Val ekki í úrslitakeppnina á yfirstandandi leiktíð en Valur fór í snemmbúið sumarfrí eftir að lenda í fimmta sæti með 24 stig og vera fjórum stigum og einu sæti frá úrslitakeppninni. Darri Freyr er ekki nema 22 ára gamall en hann er fæddur árið 1994. Hann er KR-ingur sem hefur komið að yngri flokka þjálfun vesturbæjariðsins í áratug, að því fram kemur í fréttatilkynningu frá Val. Darri stýrði meistaraflokki kvenna hjá KR í 1. deildinni leiktíðina 2015/2016 og var þá valinn besti þjálfari deildarinnar. Hann hafnaði í öðru sæti í deildinni á eftir Skallagrími og tapaði svo í úrslitaeinvíginu um sæti í Domino´s-deildinni á móti sama liði. „Körfuknattleiksdeild Vals setur markið hátt og er undirbúningur þegar hafinn að koma liðinu aftur í úrslitakeppnina þar sem liðið á heima. Flestir leikmenn liðisns eiga eitt ár eftir af sínum samningi við félagið en stefnan er að styrkja hópinn enn frekar fyrir komandi átök,“ segir í fréttatilkynningu Valsmanna. Sjálfur kveðst Darri Freyr spenntur fyrir verkefninu. Hann segir Val vera stórt félag með langa sögu sem sýnir metnað í kvennakörfuboltanum. „Aðstaðan á Hlíðarenda er frábær og leikmannhópurinn er sterkur - stelpur með umtalsverða reynslu, þrátt fyrir ungan aldur, m.a. með yngri landsliðum og A-landsliðinu. Ég mun fara yfir það á næstu vikum hverjir styrkleikar og veikleikar okkar eru og gera ráðstafanir í kjölfarið,“ segir Darri Freyr Atlason.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sjá meira