ESB mun styðja Spán í deilunni við Breta um Gíbraltar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. apríl 2017 19:05 Gíbraltar er fyrir sunnan Spán en Bretar hafa ráðið þar ríkjum síðan árið 1713. Vísir/EPA Evrópusambandið hyggst leggja framtíð Gibraltar að veði í komandi Brexit samningaviðræðum við Bretland og þar með styðja tilkall Spánar til yfirráða yfir skaganum, í því sem er aldargömul deila á milli Spánar og Bretlands um skagann, sem er staðsettur sunnan Spánar. Þetta kemur fram í stefnudrögum ESB að komandi samningaviðræðum við Breta úr útgöngu þeirra úr sambandinu. Guardian greinir frá. Spænska ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir því með fullnægjandi hætti innan sambandsins, að sambandið muni beita sér fyrir því í komandi samningaviðræðum að Bretar nái samningum við Spánverja um framtíð Gíbraltar, ellegar hætta á að íbúar skagans muni lenda fyrir utan sameiginlegt efnahagssvæði Evrópusambandsins. „Sambandið mun standa með meðlimaríkjum og það er núna Spánn,“ hefur verið haft eftir embættismanni sambandsins. Spánverjar hafa gert tilkall til skagans nánast alla tíð, síðan Bretar náðu yfirráðum þar árið 1713. 96 prósent íbúa Gíbraltar kusu með áframhaldandi aðild Bretlands að sambandinu. Í stefnudrögum Evrópusambandsins vegna komandi samningaviðræðna kemur meðal annars fram að samskipti Evrópusambandsins og Bretlands eftir útgöngu Breta, verði ekki rædd fyrr en að lokinni útgöngu. Samningsdrögin gera Spánverjum því kleyft að leggjast gegn því að Gíbraltar-skaginn verði hafður með ef að Bretar og Evrópusambandið gera með sér samkomulag um aðgang Breta að evrópska efnahagssvæðinu. Segir að „engir samningar á milli Evrópusambandsins og Bretlands eigi við um Gíbraltar, án þess að sá samningur hafi verið samþykktur af Spáni og Bretlandi.“ Því má segja að Spánverjar hafi fengið í hendurnar neitunarvald þegar kemur að öllum samningum Bretlands við Evrópusambandið. Breskir ráðamenn hafa tjáð sig um þessa grein í samningsdrögum sambandsins og hefur utanríkisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tjáð sig á Twitter síðu sinni um málið og sagt að Bretar muni standa við bakið á íbúum Gíbraltar. Ráðamenn frá Gíbraltar hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með samningsdrögin og segir Fabian Picardo, einn æðsti ráðherra Gíbraltar að það sé óhæft að „fólk Gíbraltar sé notað með þessum hætti af Spánverjum til þess að koma höggi á Breta.“ „Fullveldi okkar er ekki til umræðu. Við ætlum ekki að vera peð í Brexit málinu eða fórnarlömb þessa máls.“Good to speak to #Gibraltar Chief Minister @FabianPicardo. As ever, the UK remains implacable & rock-like in our support for Gibraltar— Boris Johnson (@BorisJohnson) March 31, 2017 Gíbraltar Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Evrópusambandið hyggst leggja framtíð Gibraltar að veði í komandi Brexit samningaviðræðum við Bretland og þar með styðja tilkall Spánar til yfirráða yfir skaganum, í því sem er aldargömul deila á milli Spánar og Bretlands um skagann, sem er staðsettur sunnan Spánar. Þetta kemur fram í stefnudrögum ESB að komandi samningaviðræðum við Breta úr útgöngu þeirra úr sambandinu. Guardian greinir frá. Spænska ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir því með fullnægjandi hætti innan sambandsins, að sambandið muni beita sér fyrir því í komandi samningaviðræðum að Bretar nái samningum við Spánverja um framtíð Gíbraltar, ellegar hætta á að íbúar skagans muni lenda fyrir utan sameiginlegt efnahagssvæði Evrópusambandsins. „Sambandið mun standa með meðlimaríkjum og það er núna Spánn,“ hefur verið haft eftir embættismanni sambandsins. Spánverjar hafa gert tilkall til skagans nánast alla tíð, síðan Bretar náðu yfirráðum þar árið 1713. 96 prósent íbúa Gíbraltar kusu með áframhaldandi aðild Bretlands að sambandinu. Í stefnudrögum Evrópusambandsins vegna komandi samningaviðræðna kemur meðal annars fram að samskipti Evrópusambandsins og Bretlands eftir útgöngu Breta, verði ekki rædd fyrr en að lokinni útgöngu. Samningsdrögin gera Spánverjum því kleyft að leggjast gegn því að Gíbraltar-skaginn verði hafður með ef að Bretar og Evrópusambandið gera með sér samkomulag um aðgang Breta að evrópska efnahagssvæðinu. Segir að „engir samningar á milli Evrópusambandsins og Bretlands eigi við um Gíbraltar, án þess að sá samningur hafi verið samþykktur af Spáni og Bretlandi.“ Því má segja að Spánverjar hafi fengið í hendurnar neitunarvald þegar kemur að öllum samningum Bretlands við Evrópusambandið. Breskir ráðamenn hafa tjáð sig um þessa grein í samningsdrögum sambandsins og hefur utanríkisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tjáð sig á Twitter síðu sinni um málið og sagt að Bretar muni standa við bakið á íbúum Gíbraltar. Ráðamenn frá Gíbraltar hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með samningsdrögin og segir Fabian Picardo, einn æðsti ráðherra Gíbraltar að það sé óhæft að „fólk Gíbraltar sé notað með þessum hætti af Spánverjum til þess að koma höggi á Breta.“ „Fullveldi okkar er ekki til umræðu. Við ætlum ekki að vera peð í Brexit málinu eða fórnarlömb þessa máls.“Good to speak to #Gibraltar Chief Minister @FabianPicardo. As ever, the UK remains implacable & rock-like in our support for Gibraltar— Boris Johnson (@BorisJohnson) March 31, 2017
Gíbraltar Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira