Pólitískur vilji til að breyta lögum um helgidagafrið Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 14. apríl 2017 20:15 Forystufólk sex flokka á Alþingi telur að gera eigi breytingar á lögum um helgidagafrið. Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir lögin úrelt og þingflokksformaður Viðreisnar segir þau barn síns tíma. Þingmaður Pírata segir þau leifar af gömlum lútherskum rétttrúnaði. Samkvæmt lögum um helgidagafrið er óheimilt að standa að tiltekinni starfsemi á helgidögum þjóðkirkjunnar en markmið laganna er að vernda helgihald og tryggja frið, næði og hvíld. Til að mynda er öll almenn starfsemi óheimil í dag, föstudaginn langa, þó tiltekin starfsemi, líkt og ýmis gisti- og þjónustustarfsemi sé þar undanþegin. Þá er óheimilt í dag að standa fyrir dansleikjum, einkasamkvæmum á opinberum veitingastöðum, opinberum sýningum og skemmtunum þar sem happdrætti, bingó eða önnur svipuð spil fara fram en brot gegn þessum ákvæðum getur varðað sektum.Logi Einarsson og Hanna Katrín Friðriksson.Vísir/Anton/ErnirLögin barn síns tíma Athugun fréttastofu leiðir í ljós að nokkur pólitískur vilji virðist standa til þess að breyta þessu fyrirkomulagi. Þannig segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, að lögin séu að mörgu leyti barn síns tíma. „Fólki á náttúrulega að vera frjálst að haga lífi sínu og þar með talið frítíma eins og því lystir, á meðan að það gengur ekki á rétt annarra. Og þetta eru náttúrulega mjög nákvæmar upplýsingar um það hvaða aðgerðir eru yfirvöldum þóknanlegar á hvaða dögum. Þannig að það er nú ein ástæðan fyrir því að ég tel eðlilegt að minnsta kosti að rýmka þetta, ef ekki fella þetta niður,” segir Hanna. Úrelt lög Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar Framtíðar, tekur í svipaðan streng. „Ég held að það sé alveg kominn tími á það að endurskoða þessi lög. Og í mínum huga er þau úrelt, að minnsta kosti eru breyttir tímar,” segir Theodóra.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Einar Brynjólfsson.Vísir/Anton/EyþórLogi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er einnig hlynntur breytingum. „Almennt er ég nú á því að það sé allt í lagi að skoða þau og gera þau sveigjanlegri. Það er náttúrulega margt sem hefur breyst í okkar samfélagi. Það eru fullt af fólki sem að hafa önnur trúarbrögð, fullt af fólki sem hefur engin trúarbrögð,” segir Logi.Gamall lútherskur rétttrúnaður Einar Brynjólfsson, varaformaður þingflokks Pírata, vill að lögin verði felld úr gildi og segir þau leifar af gömlum lútherskum rétttrúnaði. „Við viljum endilega halda þessu sem frídögum en þessar hömlur á allskyns afþreyingu og skemmtun, að þær verði felldar niður,” segir Einar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokks, segir að ekki eigi að takmarka frelsi fólks með þessum hætti. „Ég held að þetta sé ein af þeim lögum sem eru ekki alveg í takt við nútímann. Og ég held að þau sé í rauninni orðin óþarfi í dag út af kjarasamningum sem að tryggja frítökurétt og annað,” segir Áslaug. Löngu tímabært að endurskoða lögin Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, segir löngu tímabært að endurskoða lögin. „Sérstaklega hvað varðar einmitt, svona skemmtanahald og bingó og eitthvað stærra. Ég er hins vegar minna spennt fyrir því að opna allar verslanir og eitthvað slíkt á föstudaginn langa, jóladag og nýársdag. Mér hefur fundist það einmitt vera hluti af því að tryggja að starfsfólk þessara verslana fái frið til að vera með sínu fólki,” segir Bjarkey. Alþingi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Forystufólk sex flokka á Alþingi telur að gera eigi breytingar á lögum um helgidagafrið. Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir lögin úrelt og þingflokksformaður Viðreisnar segir þau barn síns tíma. Þingmaður Pírata segir þau leifar af gömlum lútherskum rétttrúnaði. Samkvæmt lögum um helgidagafrið er óheimilt að standa að tiltekinni starfsemi á helgidögum þjóðkirkjunnar en markmið laganna er að vernda helgihald og tryggja frið, næði og hvíld. Til að mynda er öll almenn starfsemi óheimil í dag, föstudaginn langa, þó tiltekin starfsemi, líkt og ýmis gisti- og þjónustustarfsemi sé þar undanþegin. Þá er óheimilt í dag að standa fyrir dansleikjum, einkasamkvæmum á opinberum veitingastöðum, opinberum sýningum og skemmtunum þar sem happdrætti, bingó eða önnur svipuð spil fara fram en brot gegn þessum ákvæðum getur varðað sektum.Logi Einarsson og Hanna Katrín Friðriksson.Vísir/Anton/ErnirLögin barn síns tíma Athugun fréttastofu leiðir í ljós að nokkur pólitískur vilji virðist standa til þess að breyta þessu fyrirkomulagi. Þannig segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, að lögin séu að mörgu leyti barn síns tíma. „Fólki á náttúrulega að vera frjálst að haga lífi sínu og þar með talið frítíma eins og því lystir, á meðan að það gengur ekki á rétt annarra. Og þetta eru náttúrulega mjög nákvæmar upplýsingar um það hvaða aðgerðir eru yfirvöldum þóknanlegar á hvaða dögum. Þannig að það er nú ein ástæðan fyrir því að ég tel eðlilegt að minnsta kosti að rýmka þetta, ef ekki fella þetta niður,” segir Hanna. Úrelt lög Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar Framtíðar, tekur í svipaðan streng. „Ég held að það sé alveg kominn tími á það að endurskoða þessi lög. Og í mínum huga er þau úrelt, að minnsta kosti eru breyttir tímar,” segir Theodóra.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Einar Brynjólfsson.Vísir/Anton/EyþórLogi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er einnig hlynntur breytingum. „Almennt er ég nú á því að það sé allt í lagi að skoða þau og gera þau sveigjanlegri. Það er náttúrulega margt sem hefur breyst í okkar samfélagi. Það eru fullt af fólki sem að hafa önnur trúarbrögð, fullt af fólki sem hefur engin trúarbrögð,” segir Logi.Gamall lútherskur rétttrúnaður Einar Brynjólfsson, varaformaður þingflokks Pírata, vill að lögin verði felld úr gildi og segir þau leifar af gömlum lútherskum rétttrúnaði. „Við viljum endilega halda þessu sem frídögum en þessar hömlur á allskyns afþreyingu og skemmtun, að þær verði felldar niður,” segir Einar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokks, segir að ekki eigi að takmarka frelsi fólks með þessum hætti. „Ég held að þetta sé ein af þeim lögum sem eru ekki alveg í takt við nútímann. Og ég held að þau sé í rauninni orðin óþarfi í dag út af kjarasamningum sem að tryggja frítökurétt og annað,” segir Áslaug. Löngu tímabært að endurskoða lögin Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, segir löngu tímabært að endurskoða lögin. „Sérstaklega hvað varðar einmitt, svona skemmtanahald og bingó og eitthvað stærra. Ég er hins vegar minna spennt fyrir því að opna allar verslanir og eitthvað slíkt á föstudaginn langa, jóladag og nýársdag. Mér hefur fundist það einmitt vera hluti af því að tryggja að starfsfólk þessara verslana fái frið til að vera með sínu fólki,” segir Bjarkey.
Alþingi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent