Pólitískur vilji til að breyta lögum um helgidagafrið Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 14. apríl 2017 20:15 Forystufólk sex flokka á Alþingi telur að gera eigi breytingar á lögum um helgidagafrið. Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir lögin úrelt og þingflokksformaður Viðreisnar segir þau barn síns tíma. Þingmaður Pírata segir þau leifar af gömlum lútherskum rétttrúnaði. Samkvæmt lögum um helgidagafrið er óheimilt að standa að tiltekinni starfsemi á helgidögum þjóðkirkjunnar en markmið laganna er að vernda helgihald og tryggja frið, næði og hvíld. Til að mynda er öll almenn starfsemi óheimil í dag, föstudaginn langa, þó tiltekin starfsemi, líkt og ýmis gisti- og þjónustustarfsemi sé þar undanþegin. Þá er óheimilt í dag að standa fyrir dansleikjum, einkasamkvæmum á opinberum veitingastöðum, opinberum sýningum og skemmtunum þar sem happdrætti, bingó eða önnur svipuð spil fara fram en brot gegn þessum ákvæðum getur varðað sektum.Logi Einarsson og Hanna Katrín Friðriksson.Vísir/Anton/ErnirLögin barn síns tíma Athugun fréttastofu leiðir í ljós að nokkur pólitískur vilji virðist standa til þess að breyta þessu fyrirkomulagi. Þannig segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, að lögin séu að mörgu leyti barn síns tíma. „Fólki á náttúrulega að vera frjálst að haga lífi sínu og þar með talið frítíma eins og því lystir, á meðan að það gengur ekki á rétt annarra. Og þetta eru náttúrulega mjög nákvæmar upplýsingar um það hvaða aðgerðir eru yfirvöldum þóknanlegar á hvaða dögum. Þannig að það er nú ein ástæðan fyrir því að ég tel eðlilegt að minnsta kosti að rýmka þetta, ef ekki fella þetta niður,” segir Hanna. Úrelt lög Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar Framtíðar, tekur í svipaðan streng. „Ég held að það sé alveg kominn tími á það að endurskoða þessi lög. Og í mínum huga er þau úrelt, að minnsta kosti eru breyttir tímar,” segir Theodóra.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Einar Brynjólfsson.Vísir/Anton/EyþórLogi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er einnig hlynntur breytingum. „Almennt er ég nú á því að það sé allt í lagi að skoða þau og gera þau sveigjanlegri. Það er náttúrulega margt sem hefur breyst í okkar samfélagi. Það eru fullt af fólki sem að hafa önnur trúarbrögð, fullt af fólki sem hefur engin trúarbrögð,” segir Logi.Gamall lútherskur rétttrúnaður Einar Brynjólfsson, varaformaður þingflokks Pírata, vill að lögin verði felld úr gildi og segir þau leifar af gömlum lútherskum rétttrúnaði. „Við viljum endilega halda þessu sem frídögum en þessar hömlur á allskyns afþreyingu og skemmtun, að þær verði felldar niður,” segir Einar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokks, segir að ekki eigi að takmarka frelsi fólks með þessum hætti. „Ég held að þetta sé ein af þeim lögum sem eru ekki alveg í takt við nútímann. Og ég held að þau sé í rauninni orðin óþarfi í dag út af kjarasamningum sem að tryggja frítökurétt og annað,” segir Áslaug. Löngu tímabært að endurskoða lögin Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, segir löngu tímabært að endurskoða lögin. „Sérstaklega hvað varðar einmitt, svona skemmtanahald og bingó og eitthvað stærra. Ég er hins vegar minna spennt fyrir því að opna allar verslanir og eitthvað slíkt á föstudaginn langa, jóladag og nýársdag. Mér hefur fundist það einmitt vera hluti af því að tryggja að starfsfólk þessara verslana fái frið til að vera með sínu fólki,” segir Bjarkey. Alþingi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Forystufólk sex flokka á Alþingi telur að gera eigi breytingar á lögum um helgidagafrið. Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir lögin úrelt og þingflokksformaður Viðreisnar segir þau barn síns tíma. Þingmaður Pírata segir þau leifar af gömlum lútherskum rétttrúnaði. Samkvæmt lögum um helgidagafrið er óheimilt að standa að tiltekinni starfsemi á helgidögum þjóðkirkjunnar en markmið laganna er að vernda helgihald og tryggja frið, næði og hvíld. Til að mynda er öll almenn starfsemi óheimil í dag, föstudaginn langa, þó tiltekin starfsemi, líkt og ýmis gisti- og þjónustustarfsemi sé þar undanþegin. Þá er óheimilt í dag að standa fyrir dansleikjum, einkasamkvæmum á opinberum veitingastöðum, opinberum sýningum og skemmtunum þar sem happdrætti, bingó eða önnur svipuð spil fara fram en brot gegn þessum ákvæðum getur varðað sektum.Logi Einarsson og Hanna Katrín Friðriksson.Vísir/Anton/ErnirLögin barn síns tíma Athugun fréttastofu leiðir í ljós að nokkur pólitískur vilji virðist standa til þess að breyta þessu fyrirkomulagi. Þannig segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, að lögin séu að mörgu leyti barn síns tíma. „Fólki á náttúrulega að vera frjálst að haga lífi sínu og þar með talið frítíma eins og því lystir, á meðan að það gengur ekki á rétt annarra. Og þetta eru náttúrulega mjög nákvæmar upplýsingar um það hvaða aðgerðir eru yfirvöldum þóknanlegar á hvaða dögum. Þannig að það er nú ein ástæðan fyrir því að ég tel eðlilegt að minnsta kosti að rýmka þetta, ef ekki fella þetta niður,” segir Hanna. Úrelt lög Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar Framtíðar, tekur í svipaðan streng. „Ég held að það sé alveg kominn tími á það að endurskoða þessi lög. Og í mínum huga er þau úrelt, að minnsta kosti eru breyttir tímar,” segir Theodóra.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Einar Brynjólfsson.Vísir/Anton/EyþórLogi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er einnig hlynntur breytingum. „Almennt er ég nú á því að það sé allt í lagi að skoða þau og gera þau sveigjanlegri. Það er náttúrulega margt sem hefur breyst í okkar samfélagi. Það eru fullt af fólki sem að hafa önnur trúarbrögð, fullt af fólki sem hefur engin trúarbrögð,” segir Logi.Gamall lútherskur rétttrúnaður Einar Brynjólfsson, varaformaður þingflokks Pírata, vill að lögin verði felld úr gildi og segir þau leifar af gömlum lútherskum rétttrúnaði. „Við viljum endilega halda þessu sem frídögum en þessar hömlur á allskyns afþreyingu og skemmtun, að þær verði felldar niður,” segir Einar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokks, segir að ekki eigi að takmarka frelsi fólks með þessum hætti. „Ég held að þetta sé ein af þeim lögum sem eru ekki alveg í takt við nútímann. Og ég held að þau sé í rauninni orðin óþarfi í dag út af kjarasamningum sem að tryggja frítökurétt og annað,” segir Áslaug. Löngu tímabært að endurskoða lögin Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, segir löngu tímabært að endurskoða lögin. „Sérstaklega hvað varðar einmitt, svona skemmtanahald og bingó og eitthvað stærra. Ég er hins vegar minna spennt fyrir því að opna allar verslanir og eitthvað slíkt á föstudaginn langa, jóladag og nýársdag. Mér hefur fundist það einmitt vera hluti af því að tryggja að starfsfólk þessara verslana fái frið til að vera með sínu fólki,” segir Bjarkey.
Alþingi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira