Að byrja á öfugum enda Bryndís Snæbjörnsdóttir og Árni Múli Jónasson skrifar 10. apríl 2017 07:00 Því hefur oft verið haldið fram að Ísland sé svona reddara-samfélag. Menn fái hugmyndir og hugdettur og jafnvel bara flugu í höfuðið og hefjist þegar handa við framkvæmdir en velti lítið fyrir sér hvernig þurfi að standa að málum til að árangur geti náðst eða hvort það er yfirleitt nokkurt vit í hugmyndinni þegar að er gáð. Sumir vilja halda því fram að þannig virki mjög oft stjórnmálin og stjórnsýslan hér á landi. Það sé yfirleitt byrjað á öfugum enda, síðan sé þvargað linnulaust og lengi um auka atriði og þegar allt er komið í óefni sé gripið til alls kyns reddinga. Hér skal ekki fullyrt hvort eitthvað er til í þessu en látið duga að vitna í Halldór Laxness: Því hefur verið haldið fram að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls. Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir m.a.: Tekið verði upp starfsgetumat og örorkulífeyriskerfið þannig gert sveigjanlegra til að ýta undir þátttöku á vinnumarkaði. Þetta eru falleg orð og góð markmið. En er nokkur hætta á að hér sé, að íslenskum sið, byrjað á öfugum enda og treyst of mikið á mátt reddinganna? Við spyrjum að því vegna þess að við sjáum ekki að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé neitt um að gripið verði til tiltekinna, markvissra ráðstafana til að tryggja fólki með skerta starfsgetu atvinnutækifæri á vinnumarkaði. Við höfum ekki heldur heyrt ráðherrana greina frá því opinberlega hvaða aðgerðir standi til þar. Alltof fá atvinnutækifæriÞað er mikið áhyggjuefni því að bláköld staðreyndin er sú að atvinnutækifæri fyrir fólk sem er með skerta starfsgetu vegna fötlunar eða af öðrum ástæðum eru allt of fá og fábreytileg hér á landi. Ríki og sveitarfélög eru mjög stórir vinnuveitendur en gera samt mjög lítið til að tryggja fötluðu fólki þau tækifæri og almenni vinnumarkaðurinn er yfirleitt áhugalítill og ósveigjanlegur, jafnvel fordómafullur. Þess vegna er spurt og það er bráðnauðsynlegt að því sé svarað af hlutaðeigandi ráðherrum: Hvaða tilgangur er með því að meta starfsgetu fólks ef það fær svo ekki tækifæri til að nýta starfsgetu sína og afla sér tekna? Við treystum því að rétta svarið við þeirri spurningu sé ekki að þannig megi enn skerða réttindi þessa fólks og lækka þær smánarbætur sem það þarf nú að láta duga til að draga fram lífið. Við skorum því á ríkisstjórnina og önnur hlutaðeigandi stjórnvöld að fara nú í það fljótt og vel og skipulega að tryggja aukin atvinnutækifæri fyrir fólk með skerta starfgetu. Það er beinlínis á þeirra valdi að gera það hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga og hjá fyrirtækjum sem ríki og sveitarfélög eiga að öllu leyti eða að hluta. Síðan þurfa stjórnvöld að finna leiðir sem virka til að hvetja einkafyrirtæki til þess sama og veita þeim uppbyggilegt aðhald í því skyni, jafnvel með setningu viðeigandi laga og reglna ef önnur ráð ekki duga. Það að byrja verk á öfugum enda og reyna svo þegar allt hefur klúðrast að bjarga því sem bjargað verður með reddingum hér og þar getur svo sem verið athyglisverð aðferð og það má jafnvel stundum henda að henni nokkurt gaman. En þegar í húfi er lífsafkoma fólks sem hefur þurft að þola og þarf enn að þola mikla mismunun og skert tækifæri á öllum sviðum samfélagsins er það grafalvarlegt mál og ekki bara ámælisvert að nota þá aðferð, heldur fullkomlega ábyrgðarlaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Því hefur oft verið haldið fram að Ísland sé svona reddara-samfélag. Menn fái hugmyndir og hugdettur og jafnvel bara flugu í höfuðið og hefjist þegar handa við framkvæmdir en velti lítið fyrir sér hvernig þurfi að standa að málum til að árangur geti náðst eða hvort það er yfirleitt nokkurt vit í hugmyndinni þegar að er gáð. Sumir vilja halda því fram að þannig virki mjög oft stjórnmálin og stjórnsýslan hér á landi. Það sé yfirleitt byrjað á öfugum enda, síðan sé þvargað linnulaust og lengi um auka atriði og þegar allt er komið í óefni sé gripið til alls kyns reddinga. Hér skal ekki fullyrt hvort eitthvað er til í þessu en látið duga að vitna í Halldór Laxness: Því hefur verið haldið fram að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls. Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir m.a.: Tekið verði upp starfsgetumat og örorkulífeyriskerfið þannig gert sveigjanlegra til að ýta undir þátttöku á vinnumarkaði. Þetta eru falleg orð og góð markmið. En er nokkur hætta á að hér sé, að íslenskum sið, byrjað á öfugum enda og treyst of mikið á mátt reddinganna? Við spyrjum að því vegna þess að við sjáum ekki að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé neitt um að gripið verði til tiltekinna, markvissra ráðstafana til að tryggja fólki með skerta starfsgetu atvinnutækifæri á vinnumarkaði. Við höfum ekki heldur heyrt ráðherrana greina frá því opinberlega hvaða aðgerðir standi til þar. Alltof fá atvinnutækifæriÞað er mikið áhyggjuefni því að bláköld staðreyndin er sú að atvinnutækifæri fyrir fólk sem er með skerta starfsgetu vegna fötlunar eða af öðrum ástæðum eru allt of fá og fábreytileg hér á landi. Ríki og sveitarfélög eru mjög stórir vinnuveitendur en gera samt mjög lítið til að tryggja fötluðu fólki þau tækifæri og almenni vinnumarkaðurinn er yfirleitt áhugalítill og ósveigjanlegur, jafnvel fordómafullur. Þess vegna er spurt og það er bráðnauðsynlegt að því sé svarað af hlutaðeigandi ráðherrum: Hvaða tilgangur er með því að meta starfsgetu fólks ef það fær svo ekki tækifæri til að nýta starfsgetu sína og afla sér tekna? Við treystum því að rétta svarið við þeirri spurningu sé ekki að þannig megi enn skerða réttindi þessa fólks og lækka þær smánarbætur sem það þarf nú að láta duga til að draga fram lífið. Við skorum því á ríkisstjórnina og önnur hlutaðeigandi stjórnvöld að fara nú í það fljótt og vel og skipulega að tryggja aukin atvinnutækifæri fyrir fólk með skerta starfgetu. Það er beinlínis á þeirra valdi að gera það hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga og hjá fyrirtækjum sem ríki og sveitarfélög eiga að öllu leyti eða að hluta. Síðan þurfa stjórnvöld að finna leiðir sem virka til að hvetja einkafyrirtæki til þess sama og veita þeim uppbyggilegt aðhald í því skyni, jafnvel með setningu viðeigandi laga og reglna ef önnur ráð ekki duga. Það að byrja verk á öfugum enda og reyna svo þegar allt hefur klúðrast að bjarga því sem bjargað verður með reddingum hér og þar getur svo sem verið athyglisverð aðferð og það má jafnvel stundum henda að henni nokkurt gaman. En þegar í húfi er lífsafkoma fólks sem hefur þurft að þola og þarf enn að þola mikla mismunun og skert tækifæri á öllum sviðum samfélagsins er það grafalvarlegt mál og ekki bara ámælisvert að nota þá aðferð, heldur fullkomlega ábyrgðarlaust.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar