Thelma Dís: Ómetanlegt að vera með mömmu á bekknum Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2017 09:45 Thelma Dís Ágústsdóttir og móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir, með bikarana í gær. vísir/óskaró „Þetta er geggjað, alveg ólýsanlegt, í alvörunni talað,“ sagði kampakát Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Keflavíkur, við Vísi eftir að liðið varð Íslandsmeistari í Domino´s-deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Litlu slátrararnir í Keflavík pökkuðu meisturum síðustu þriggja ára, Snæfelli, saman í Sláturhúsinu með 20 stiga sigri, 70-50, og unnu einvígið samanlagt, 3-1. Thelma Dís skoraði þrettán stig í leiknum, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar en hún sprakk út í úrslitakeppninni og jók til dæmis stigaframlag sitt úr tíu stigum í sextán stig að meðaltali í leik. Þessu unga Keflavíkurliði var spáð sjötta sætinu fyrir Íslandsmótið en það stendur uppi sem Íslands- og bikarmeistari eftir veturinn. Meðalaldur liðsins er 19,4 ár.„Það hafði enginn trú á okkur en við vissum hvað við gætum. Við höfðum okkar markmið og stóðum við þau,“ sagði Thelma Dís, en hver var lykilinn að árangrinum í vetur? „Varnarleikurinn alveg klárlega,“ svaraði þessi ótrúlega efnilegi 18 ára gamli framherji um hæl. Varnarleikur hefur verið aðalsmerki Keflavíkurliðsins í vetur og var það svo sannarlega í lokaleiknum. Thelma er dóttir Bjargar Hafsteinsdóttur, bestu þriggja stiga skyttu í sögu íslenska kvennakörfuboltans. Björg var liðsstjóri Keflavíkur í vetur og fylgdist með dóttur sinni slá í gegn og lyfta þeim stóra. Björg hefur gert þetta allt áður en hún var fyrirliði Keflavíkurliðsins sem vann fyrstu úrslitakeppnina árið 1993. Nú, 24 árum síðar, er dóttir hennar Íslandsmeistari. „Það er æðislegt að hafa hana á bekknum. Hún kann þetta allt saman og hefur endalaust oft orðið Íslandsmeistari. Það er ómetanlegt að hafa hana með sér,“ sagði Thelma. Björg var hluti af gullaldarliði Keflavíkur með leikmenn á borð við hana sjálfa og Önnu Maríu Sveinsdóttur. Þær unnu ótal titla saman en er stefnan sú sama hjá þessari nýju gullkynslóð? „Já, auðvitað. Af hverju ekki,“ sagði Thelma Dís Ágústsdóttir. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 26. apríl 2017 20:45 Ungar en bestar allra Litlu slátrararnir í Keflavík urðu Íslandsmeistarar kvenna í Domino´s-deildinni í körfubolta í gærkvöldi þegar þær lögðu Snæfell í fjórða leik. Liðið er mjög ungt en getur á næstu árum tekið yfir íslenskan kvennakörfubolta. 27. apríl 2017 06:00 Moorer besti leikmaður úrslitakeppninnar Ariana Moorer var mögnuð í öflugu liði Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í kvöld. 26. apríl 2017 21:12 Sverrir: Sá eftir fyrstu sjö leikina að við gátum gert ótrúlega hluti Sverrir Þór Sverrisson gerði Keflavík að Íslandsmeistara í Domino´s-deild kvenna í körfubolta. 26. apríl 2017 21:47 Til hamingju Keflavík | Íslandsmeistaramyndband Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í körfubolta í sextánda sinn eftir 20 stiga sigur á Snæfelli, 70-50, í Sláturhúsinu í Keflavík. 26. apríl 2017 22:08 Erna: Get ekki lýst tilfinningunni Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni. 26. apríl 2017 21:04 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Sjá meira
„Þetta er geggjað, alveg ólýsanlegt, í alvörunni talað,“ sagði kampakát Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Keflavíkur, við Vísi eftir að liðið varð Íslandsmeistari í Domino´s-deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Litlu slátrararnir í Keflavík pökkuðu meisturum síðustu þriggja ára, Snæfelli, saman í Sláturhúsinu með 20 stiga sigri, 70-50, og unnu einvígið samanlagt, 3-1. Thelma Dís skoraði þrettán stig í leiknum, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar en hún sprakk út í úrslitakeppninni og jók til dæmis stigaframlag sitt úr tíu stigum í sextán stig að meðaltali í leik. Þessu unga Keflavíkurliði var spáð sjötta sætinu fyrir Íslandsmótið en það stendur uppi sem Íslands- og bikarmeistari eftir veturinn. Meðalaldur liðsins er 19,4 ár.„Það hafði enginn trú á okkur en við vissum hvað við gætum. Við höfðum okkar markmið og stóðum við þau,“ sagði Thelma Dís, en hver var lykilinn að árangrinum í vetur? „Varnarleikurinn alveg klárlega,“ svaraði þessi ótrúlega efnilegi 18 ára gamli framherji um hæl. Varnarleikur hefur verið aðalsmerki Keflavíkurliðsins í vetur og var það svo sannarlega í lokaleiknum. Thelma er dóttir Bjargar Hafsteinsdóttur, bestu þriggja stiga skyttu í sögu íslenska kvennakörfuboltans. Björg var liðsstjóri Keflavíkur í vetur og fylgdist með dóttur sinni slá í gegn og lyfta þeim stóra. Björg hefur gert þetta allt áður en hún var fyrirliði Keflavíkurliðsins sem vann fyrstu úrslitakeppnina árið 1993. Nú, 24 árum síðar, er dóttir hennar Íslandsmeistari. „Það er æðislegt að hafa hana á bekknum. Hún kann þetta allt saman og hefur endalaust oft orðið Íslandsmeistari. Það er ómetanlegt að hafa hana með sér,“ sagði Thelma. Björg var hluti af gullaldarliði Keflavíkur með leikmenn á borð við hana sjálfa og Önnu Maríu Sveinsdóttur. Þær unnu ótal titla saman en er stefnan sú sama hjá þessari nýju gullkynslóð? „Já, auðvitað. Af hverju ekki,“ sagði Thelma Dís Ágústsdóttir.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 26. apríl 2017 20:45 Ungar en bestar allra Litlu slátrararnir í Keflavík urðu Íslandsmeistarar kvenna í Domino´s-deildinni í körfubolta í gærkvöldi þegar þær lögðu Snæfell í fjórða leik. Liðið er mjög ungt en getur á næstu árum tekið yfir íslenskan kvennakörfubolta. 27. apríl 2017 06:00 Moorer besti leikmaður úrslitakeppninnar Ariana Moorer var mögnuð í öflugu liði Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í kvöld. 26. apríl 2017 21:12 Sverrir: Sá eftir fyrstu sjö leikina að við gátum gert ótrúlega hluti Sverrir Þór Sverrisson gerði Keflavík að Íslandsmeistara í Domino´s-deild kvenna í körfubolta. 26. apríl 2017 21:47 Til hamingju Keflavík | Íslandsmeistaramyndband Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í körfubolta í sextánda sinn eftir 20 stiga sigur á Snæfelli, 70-50, í Sláturhúsinu í Keflavík. 26. apríl 2017 22:08 Erna: Get ekki lýst tilfinningunni Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni. 26. apríl 2017 21:04 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 26. apríl 2017 20:45
Ungar en bestar allra Litlu slátrararnir í Keflavík urðu Íslandsmeistarar kvenna í Domino´s-deildinni í körfubolta í gærkvöldi þegar þær lögðu Snæfell í fjórða leik. Liðið er mjög ungt en getur á næstu árum tekið yfir íslenskan kvennakörfubolta. 27. apríl 2017 06:00
Moorer besti leikmaður úrslitakeppninnar Ariana Moorer var mögnuð í öflugu liði Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í kvöld. 26. apríl 2017 21:12
Sverrir: Sá eftir fyrstu sjö leikina að við gátum gert ótrúlega hluti Sverrir Þór Sverrisson gerði Keflavík að Íslandsmeistara í Domino´s-deild kvenna í körfubolta. 26. apríl 2017 21:47
Til hamingju Keflavík | Íslandsmeistaramyndband Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í körfubolta í sextánda sinn eftir 20 stiga sigur á Snæfelli, 70-50, í Sláturhúsinu í Keflavík. 26. apríl 2017 22:08
Erna: Get ekki lýst tilfinningunni Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni. 26. apríl 2017 21:04