Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2017 20:45 Keflvíkingar eru tvöfaldir meistarar. mynd/víkurfréttir/páll ketilsson Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. Keflavík batt þar með enda á sigurgöngu Snæfells sem varð Íslandsmeistari þrjú ár í röð frá 2014-16. Þetta unga lið Keflavíkur, sem kallað er Litlu slátrararnir, stóð svo sannarlega undir nafni í kvöld með ótrúlegri frammistöðu og 20 stiga sigri á langbesta liði síðustu þriggja ára. Varnarleikurinn var magnaður og sóknarleikurinn nokkuð góður nær allan tímann. Snæfell náði mest að minnka muninn niður í sex stig þegar lítið var eftir af þriðja leikhluta en munurinn fyrir hann var átta stig. Það var þá sem Keflavíkurliðið sýndi enn og aftur og sannaði að það er ekki hrætt við stóra sviðið. Slátrararnir fengu ekki körfu á sig fyrstu átta mínútur fjórða leikhluta og sigldu smám saman fram úr. Þær fóru að hitta hverju skotinu á fætur öðru og þegar lokaflautið gall var risinn felldur og Keflavík Íslandsmeistari á ný. Ariana Moorer var kjörin besti leikmaður úrslitakeppninnar en hún var frábær í leiknum með 29 stig og 19 fráköst. Thelma Dís Ágústsdóttir sýndi einnig og sannaði að hún er ekki bara einn efnilegasti leikmaður landsins heldur einn sá besti. Thelma Dís skoraði þrettán stig í kvöld og tók fimm fráköst en hún jók stigafamlag sitt úr tíu stigum í sextán frá deildarkeppninni til úrslitakeppninnar. Meðalaldurinn í Keflavíkurliðinu er ríflega 19 ár og því ekkert til fyrirstöðu að hér sé komið lið sem tekur yfir kvennaboltann.Keflavík-Snæfell 70-50 (28-16, 14-15, 13-16, 15-3)Keflavík: Ariana Moorer 29/19 fráköst/5 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 13/7 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12, Þóranna Kika Hodge-Carr 6/5 fráköst, Erna Hákonardóttir 6, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/5 fráköst/7 varin skot.Snæfell: Aaryn Ellenberg 20/9 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 9/9 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 8/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 5, Sara Diljá Sigurðardóttir 2, María Björnsdóttir 2, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, Rebekka Rán Karlsdóttir 2/5 fráköst. Erna: Get ekki lýst tilfinningunniErna (lengst til vinstri) fagnar eftir leik.vísir/óskaró„Ég get ekki lýst tilfinningunni. Þetta er bara allt of sætt,“ sagði kampakát Erna Hákonardóttir, fyrirliði Keflavíkur, eftir leikinn í kvöld. Snæfell skoraði lengi vel ekki stig í fjórða leikhluta í kvöld og á meðan gekk Keflavík endanlega frá leiknum, eftir að hafa verið með frumkvæðið frá upphafi. „Við ætluðum ekki að leyfa þeim ekki neitt. Við ætluðum okkur einfaldlega að eigna okkur þennan leik og við gerðum það.“ Hún segist ekki hafa verið kvíðin fyrir því að þurfa í fara mögulegan oddaleik á laugardaginn, hefði þessi tapast í kvöld. „Við erum aldrei stressaðar,“ var svarið. Sjálfsagt voru ekki margir sem reiknuðu með því að ungt lið Keflavíkur yrði meistari þetta tímabilið. „Þetta var geggjað tímabil og það getur bara ekki orðið betra.“ Sverrir: Sá eftir fyrstu umferðina í vetur að við gátum gert ótrúlega hlutiSverrir Þór Sverrisson með bikarinn eftir leikinn í kvöld.vísir/tom„Mér líður stórkostlega en núna er ég í hálfgerðu spennufalli. Maður er bara dasaður,“ sagði kampakátur en dauðþreyttur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir að hans stelpur lögðu Snæfell, 70-50, í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Domino´s-deildarinnar. Keflavík varð Íslandsmeistari með sigrinum en þær tóku seríuna, 3-1. Keflavíkurliðið var betra allan tímann en var búið að missa öruggt forskot niður í sex stig þegar minnst var undir lok þriðja leikhluta. „Mér fannst við vera farin að passa að missa þetta ekki niður í staðinn fyrir að keyra bara á körfuna og reyna að skora," sagði Sverrir. „Við vorum átta stigum yfir eftir þrjá leikhluta og töluðum um það þá að það voru bara 50 prósent líkur á að við myndum vinna þennan leik í kvöld. Við erum ekki að verja neitt. Við erum bara að spila í 40 mínútur að reyna að spila vörn og reyna að ná góðu skoti.“ Litlu slátrararnir í Keflavík fengu ekki á sig körfu fyrstu átta mínúturnar í fjórða leikhluta og sigldu þannig fram úr. Frammistaðan var hreint ótrúlega hjá ekki eldra liði en þetta. „Algjörlega. Þetta var geggjað,“ sagði Sverrir sem gat ekki svarað því strax hvort þetta eru átta bestu mínútur sem hann hefur séð frá liði sem hann er að þjálfa. „Ég var á svo miklu flugi og á eftir að horfa á þetta aftur rólegur en þær voru alveg geggjaðar. Emelía og Erna sátu framan af völlum fjórða leikhluta því Katla og Þóranna voru að spila svo frábæra vörn. Svo gat ég sett Emelíu inn þegar þær voru orðnar þreyttar. Þetta var frábært,“ sagði hann. Keflavíkurliðið var í molum þegar Sverrir tók við því í fyrra en viðsnúningurinn hefur verið ótrúlegur. „Ég kem inn á leiðinlegum tíma í fyrra. Það var allt í tómu rugli þannig við hreinsuðum úr hópnum. Ég fæ til mín Ernu og Salbjörgu sem eru stelpur sem ég hef þjálfað áður og veit hvernig eru. Þær eru frábærir karkatar og góðir liðsmenn. “ Hann vissi að þetta lið gæti gert eitthvað magnað. „Ég sá eftir sjö fyrstu leikina að við erum samkeppnishæf við alla. Markmiðið var að komast í úrslitakeppnina en ég sá eftir fyrstu umferðina að við gátum gert ótrúlega hluti,“ sagði Sverrir. „Ég ætlaði mér stærri hluti við stelpurnar en ég sagði við stelpurnar á fundinum í haust. Ég vissi að ef allt myndi smella hjá okkur gætum við gert eitthvað meira. Ég talaði samt aldrei við þær um að vinna tvöfalt eða neitt svoleiðis,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Sjá meira
Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. Keflavík batt þar með enda á sigurgöngu Snæfells sem varð Íslandsmeistari þrjú ár í röð frá 2014-16. Þetta unga lið Keflavíkur, sem kallað er Litlu slátrararnir, stóð svo sannarlega undir nafni í kvöld með ótrúlegri frammistöðu og 20 stiga sigri á langbesta liði síðustu þriggja ára. Varnarleikurinn var magnaður og sóknarleikurinn nokkuð góður nær allan tímann. Snæfell náði mest að minnka muninn niður í sex stig þegar lítið var eftir af þriðja leikhluta en munurinn fyrir hann var átta stig. Það var þá sem Keflavíkurliðið sýndi enn og aftur og sannaði að það er ekki hrætt við stóra sviðið. Slátrararnir fengu ekki körfu á sig fyrstu átta mínútur fjórða leikhluta og sigldu smám saman fram úr. Þær fóru að hitta hverju skotinu á fætur öðru og þegar lokaflautið gall var risinn felldur og Keflavík Íslandsmeistari á ný. Ariana Moorer var kjörin besti leikmaður úrslitakeppninnar en hún var frábær í leiknum með 29 stig og 19 fráköst. Thelma Dís Ágústsdóttir sýndi einnig og sannaði að hún er ekki bara einn efnilegasti leikmaður landsins heldur einn sá besti. Thelma Dís skoraði þrettán stig í kvöld og tók fimm fráköst en hún jók stigafamlag sitt úr tíu stigum í sextán frá deildarkeppninni til úrslitakeppninnar. Meðalaldurinn í Keflavíkurliðinu er ríflega 19 ár og því ekkert til fyrirstöðu að hér sé komið lið sem tekur yfir kvennaboltann.Keflavík-Snæfell 70-50 (28-16, 14-15, 13-16, 15-3)Keflavík: Ariana Moorer 29/19 fráköst/5 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 13/7 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12, Þóranna Kika Hodge-Carr 6/5 fráköst, Erna Hákonardóttir 6, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/5 fráköst/7 varin skot.Snæfell: Aaryn Ellenberg 20/9 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 9/9 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 8/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 5, Sara Diljá Sigurðardóttir 2, María Björnsdóttir 2, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, Rebekka Rán Karlsdóttir 2/5 fráköst. Erna: Get ekki lýst tilfinningunniErna (lengst til vinstri) fagnar eftir leik.vísir/óskaró„Ég get ekki lýst tilfinningunni. Þetta er bara allt of sætt,“ sagði kampakát Erna Hákonardóttir, fyrirliði Keflavíkur, eftir leikinn í kvöld. Snæfell skoraði lengi vel ekki stig í fjórða leikhluta í kvöld og á meðan gekk Keflavík endanlega frá leiknum, eftir að hafa verið með frumkvæðið frá upphafi. „Við ætluðum ekki að leyfa þeim ekki neitt. Við ætluðum okkur einfaldlega að eigna okkur þennan leik og við gerðum það.“ Hún segist ekki hafa verið kvíðin fyrir því að þurfa í fara mögulegan oddaleik á laugardaginn, hefði þessi tapast í kvöld. „Við erum aldrei stressaðar,“ var svarið. Sjálfsagt voru ekki margir sem reiknuðu með því að ungt lið Keflavíkur yrði meistari þetta tímabilið. „Þetta var geggjað tímabil og það getur bara ekki orðið betra.“ Sverrir: Sá eftir fyrstu umferðina í vetur að við gátum gert ótrúlega hlutiSverrir Þór Sverrisson með bikarinn eftir leikinn í kvöld.vísir/tom„Mér líður stórkostlega en núna er ég í hálfgerðu spennufalli. Maður er bara dasaður,“ sagði kampakátur en dauðþreyttur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir að hans stelpur lögðu Snæfell, 70-50, í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Domino´s-deildarinnar. Keflavík varð Íslandsmeistari með sigrinum en þær tóku seríuna, 3-1. Keflavíkurliðið var betra allan tímann en var búið að missa öruggt forskot niður í sex stig þegar minnst var undir lok þriðja leikhluta. „Mér fannst við vera farin að passa að missa þetta ekki niður í staðinn fyrir að keyra bara á körfuna og reyna að skora," sagði Sverrir. „Við vorum átta stigum yfir eftir þrjá leikhluta og töluðum um það þá að það voru bara 50 prósent líkur á að við myndum vinna þennan leik í kvöld. Við erum ekki að verja neitt. Við erum bara að spila í 40 mínútur að reyna að spila vörn og reyna að ná góðu skoti.“ Litlu slátrararnir í Keflavík fengu ekki á sig körfu fyrstu átta mínúturnar í fjórða leikhluta og sigldu þannig fram úr. Frammistaðan var hreint ótrúlega hjá ekki eldra liði en þetta. „Algjörlega. Þetta var geggjað,“ sagði Sverrir sem gat ekki svarað því strax hvort þetta eru átta bestu mínútur sem hann hefur séð frá liði sem hann er að þjálfa. „Ég var á svo miklu flugi og á eftir að horfa á þetta aftur rólegur en þær voru alveg geggjaðar. Emelía og Erna sátu framan af völlum fjórða leikhluta því Katla og Þóranna voru að spila svo frábæra vörn. Svo gat ég sett Emelíu inn þegar þær voru orðnar þreyttar. Þetta var frábært,“ sagði hann. Keflavíkurliðið var í molum þegar Sverrir tók við því í fyrra en viðsnúningurinn hefur verið ótrúlegur. „Ég kem inn á leiðinlegum tíma í fyrra. Það var allt í tómu rugli þannig við hreinsuðum úr hópnum. Ég fæ til mín Ernu og Salbjörgu sem eru stelpur sem ég hef þjálfað áður og veit hvernig eru. Þær eru frábærir karkatar og góðir liðsmenn. “ Hann vissi að þetta lið gæti gert eitthvað magnað. „Ég sá eftir sjö fyrstu leikina að við erum samkeppnishæf við alla. Markmiðið var að komast í úrslitakeppnina en ég sá eftir fyrstu umferðina að við gátum gert ótrúlega hluti,“ sagði Sverrir. „Ég ætlaði mér stærri hluti við stelpurnar en ég sagði við stelpurnar á fundinum í haust. Ég vissi að ef allt myndi smella hjá okkur gætum við gert eitthvað meira. Ég talaði samt aldrei við þær um að vinna tvöfalt eða neitt svoleiðis,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Sjá meira