Viðvarandi mannréttindabrot gegn myndlistarmönnum Katrín Oddsdóttir skrifar 25. apríl 2017 11:38 Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) stóð nýverið fyrir málþingi þar sem fjallað var um þá staðreynd að myndlistarmenn fá almennt lítið greitt fyrir vinnu sína. Óskað var eftir því að undirrituð myndi skoða hvort lögbrot fælist mögulega í þeirri staðreynd að söfn sem sýna myndlist greiði myndlistarmönnum almennt lítil sem engin laun fyrir vinnu þeirra við umræddar sýningar. Á síðustu árum hafa þóknanir til myndlistarmanna hægt og bítandi farið hækkandi sem er jákvætt en þó vantar enn talsvert upp á að hægt sé að fullyrða að myndlistamenn fái greitt fyrir sína vinnu, og hvað þá til jafns við aðra listamenn. Í slíku ástandi felst að mínu viti brot gegn mannréttindum umrædds hóps einstaklinga sem og jafnræðisreglu. Ísland er nokkuð framarlega þegar það kemur að vernd mannréttinda. Hin einfalda skilgreining á mannréttindum er þau grundvallarréttindi sem við eigum öll og byggjast einungis á þeirri staðreynd að við erum manneskjur. Ísland var eitt af þeim 48 ríkjum sem skrifuðu undir Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna þegar hún tók gildi árið 1948. Af því getum við verið stolt. Í 23. gr. yfirlýsingarinnar segir að hver maður eigi rétt á atvinnu að frjálsu vali og að öllum beri sama greiðsla fyrir sama verk, án manngreiningarálits. Þá segir einnig að allir menn sem vinnu stunda skuli „bera úr býtum réttlátt og hagstætt endurgjald er tryggi þeim og fjölskyldum þeirra mannsæmandi lífskjör.“ Í 27. gr. Mannréttindayfirlýsingarinnar er svo fjallað um rétt allra manna til að taka frjálsan þátt í menningarlífi þjóðfélagsins og njóta lista. Bæði þessi mannréttindi, þ.e.a.s. réttur til sanngjarnra launa fyrir atvinnu og réttur til menningar, eru líka vernduð í Alþjóðasáttmála um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem er bundinn í íslensk lög nr. 10/1979. Það er því skýrt að íslenska ríkinu ber skylda til þess að tryggja að allir fái laun fyrir vinnu sína í samræmi við kjarasamninga. Þó er það enn svo að myndlistarmenn, sem eru sérstaklega beðnir um að sýna verk sín, fá ekki greitt að fullu fyrir sína vinnu við uppsetningu slíkra sýninga. Flest myndlistarsöfn á Íslandi eru rekin, að minnsta kosti að hluta, fyrir opinbera fjármuni. Það þýðir að við, borgarar landsins, höldum þessum stofnunum úti með skattgreiðslum okkar. Hvernig má það vera að stofnanir sem hafa almannafé með höndum, og er stýrt af opinberum aðilum á borð við ríki og sveitarfélög, telji sig umkomna þess að sniðganga mannréttindasáttmála sem Ísland hefur staðfest og lögfest? Á sama tíma geta opinberir aðilar á öðrum listsviðum, svo sem leiklist og tónlist, staðið við kjarasamninga og greitt listamönnum fyrir undirbúning og flutning á þeim listaverkum sem birtast á sviðum landsins. Í 1. tölublaði tímarits SÍM frá 2016 er að finna samantekt sem sýnir svart á hvítu að íslenskir myndlistamenn borga ítrekað með sér til að fá list sína sýnda eða þiggja þóknanir sem eru skammarlega lágar. Dæmin sýna hins vegar að sýningarstjórum eru greidd mannsæmandi laun, talsverðar fjárhæðir fara í sýningarskrár og boðskort á opnanir en svo þegar það kemur að því að borga listamönnunum sjálfum laun virðist buddan nær tóm. Í sumum tilfellum fá þeir ekki einu sinni efniskostnað endugreiddan, hvað þá laun fyrir vinnu við verkin og þóknun fyrir hugverkin. Væntanlega er hugsunin á bak við þessa tímaskekkju og lögbrot sú að myndlistarmennirnir muni fá kynningu sem gerir þeim kleift að selja verk sín. Hins vegar er það staðreynd að sýningar á opinberum söfnum hérlendis eru ekki sölusýningar svo að slík rök eru í besta falli getgátur framtíðar. Þung ábyrgð fylgir því að hlunnfara einn hóp einstaklinga um laun fyrir atvinnu. Viðkomandi hópur eignast ekki lífeyrisréttindi og er auðsótt fórnarlamb fátæktar bæði á yngri og efri árum með tilheyrandi afleiðingum. Stjórn SÍM hefur lagt fram hóflega tillögu til að bæta úr þessu ólögmæta ástandi sem felst í svokölluðum Framlagssamningi að sænskri fyrirmynd sem tryggir listamönnum lágmarkslaun fyrir vinnu sína með tilteknum útreikningum. Þrátt fyrir að allir aðilar sem koma nálægt þessum smánarbletti á íslensku listalífi hrópi sig hása um að þeir styðji sjálfsagða kröfu myndlistarmanna til launa fyrir störf sín, hafa íslensk söfn að miklum meiri hluta hafnað þessum samning án þess að koma með haldbærar móttilögur. Einungis örfá safnanna hafa óskað eftir viðbótar fjárframlögum til að greiða listamönnum laun en þó hafa söfnin augljósa hagsmuni af því að þessir myndlistarmenn geti dregið fram lífið og skapað meiri list án þess að vera bugaðir af afkomukvíða eða þreytu vegna aukastarfa. Þess ber að geta að heildarfjárhæðin sem upp á vantar til að greitt sé í samræmi við umræddan samning nemur innan við 30 milljónum króna m.v. sýningardagsrká ársins 2017. Þetta skyldi skoðast í því augljósa samhengi að ferðamannaiðnaðurinn skilar stórauknum tekjum í formi miðasölu á myndlistarsöfn hérlendis. Með þessari grein er stórnvöldum í forsvari menningaramála og þeim sem standa að sýningum á myndlist hérlendis vonandi komið í skilning um ólögmæti þessa ástands. Það er mat undirritaðrar að ef fram fer sem horfir geti myndast bótaskylda á þá opinberu aðila sem sinna ekki lögbundnum skyldum um að greiða sanngjörn laun fyrir vinnu sem myndlistarmenn inna af hendi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) stóð nýverið fyrir málþingi þar sem fjallað var um þá staðreynd að myndlistarmenn fá almennt lítið greitt fyrir vinnu sína. Óskað var eftir því að undirrituð myndi skoða hvort lögbrot fælist mögulega í þeirri staðreynd að söfn sem sýna myndlist greiði myndlistarmönnum almennt lítil sem engin laun fyrir vinnu þeirra við umræddar sýningar. Á síðustu árum hafa þóknanir til myndlistarmanna hægt og bítandi farið hækkandi sem er jákvætt en þó vantar enn talsvert upp á að hægt sé að fullyrða að myndlistamenn fái greitt fyrir sína vinnu, og hvað þá til jafns við aðra listamenn. Í slíku ástandi felst að mínu viti brot gegn mannréttindum umrædds hóps einstaklinga sem og jafnræðisreglu. Ísland er nokkuð framarlega þegar það kemur að vernd mannréttinda. Hin einfalda skilgreining á mannréttindum er þau grundvallarréttindi sem við eigum öll og byggjast einungis á þeirri staðreynd að við erum manneskjur. Ísland var eitt af þeim 48 ríkjum sem skrifuðu undir Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna þegar hún tók gildi árið 1948. Af því getum við verið stolt. Í 23. gr. yfirlýsingarinnar segir að hver maður eigi rétt á atvinnu að frjálsu vali og að öllum beri sama greiðsla fyrir sama verk, án manngreiningarálits. Þá segir einnig að allir menn sem vinnu stunda skuli „bera úr býtum réttlátt og hagstætt endurgjald er tryggi þeim og fjölskyldum þeirra mannsæmandi lífskjör.“ Í 27. gr. Mannréttindayfirlýsingarinnar er svo fjallað um rétt allra manna til að taka frjálsan þátt í menningarlífi þjóðfélagsins og njóta lista. Bæði þessi mannréttindi, þ.e.a.s. réttur til sanngjarnra launa fyrir atvinnu og réttur til menningar, eru líka vernduð í Alþjóðasáttmála um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem er bundinn í íslensk lög nr. 10/1979. Það er því skýrt að íslenska ríkinu ber skylda til þess að tryggja að allir fái laun fyrir vinnu sína í samræmi við kjarasamninga. Þó er það enn svo að myndlistarmenn, sem eru sérstaklega beðnir um að sýna verk sín, fá ekki greitt að fullu fyrir sína vinnu við uppsetningu slíkra sýninga. Flest myndlistarsöfn á Íslandi eru rekin, að minnsta kosti að hluta, fyrir opinbera fjármuni. Það þýðir að við, borgarar landsins, höldum þessum stofnunum úti með skattgreiðslum okkar. Hvernig má það vera að stofnanir sem hafa almannafé með höndum, og er stýrt af opinberum aðilum á borð við ríki og sveitarfélög, telji sig umkomna þess að sniðganga mannréttindasáttmála sem Ísland hefur staðfest og lögfest? Á sama tíma geta opinberir aðilar á öðrum listsviðum, svo sem leiklist og tónlist, staðið við kjarasamninga og greitt listamönnum fyrir undirbúning og flutning á þeim listaverkum sem birtast á sviðum landsins. Í 1. tölublaði tímarits SÍM frá 2016 er að finna samantekt sem sýnir svart á hvítu að íslenskir myndlistamenn borga ítrekað með sér til að fá list sína sýnda eða þiggja þóknanir sem eru skammarlega lágar. Dæmin sýna hins vegar að sýningarstjórum eru greidd mannsæmandi laun, talsverðar fjárhæðir fara í sýningarskrár og boðskort á opnanir en svo þegar það kemur að því að borga listamönnunum sjálfum laun virðist buddan nær tóm. Í sumum tilfellum fá þeir ekki einu sinni efniskostnað endugreiddan, hvað þá laun fyrir vinnu við verkin og þóknun fyrir hugverkin. Væntanlega er hugsunin á bak við þessa tímaskekkju og lögbrot sú að myndlistarmennirnir muni fá kynningu sem gerir þeim kleift að selja verk sín. Hins vegar er það staðreynd að sýningar á opinberum söfnum hérlendis eru ekki sölusýningar svo að slík rök eru í besta falli getgátur framtíðar. Þung ábyrgð fylgir því að hlunnfara einn hóp einstaklinga um laun fyrir atvinnu. Viðkomandi hópur eignast ekki lífeyrisréttindi og er auðsótt fórnarlamb fátæktar bæði á yngri og efri árum með tilheyrandi afleiðingum. Stjórn SÍM hefur lagt fram hóflega tillögu til að bæta úr þessu ólögmæta ástandi sem felst í svokölluðum Framlagssamningi að sænskri fyrirmynd sem tryggir listamönnum lágmarkslaun fyrir vinnu sína með tilteknum útreikningum. Þrátt fyrir að allir aðilar sem koma nálægt þessum smánarbletti á íslensku listalífi hrópi sig hása um að þeir styðji sjálfsagða kröfu myndlistarmanna til launa fyrir störf sín, hafa íslensk söfn að miklum meiri hluta hafnað þessum samning án þess að koma með haldbærar móttilögur. Einungis örfá safnanna hafa óskað eftir viðbótar fjárframlögum til að greiða listamönnum laun en þó hafa söfnin augljósa hagsmuni af því að þessir myndlistarmenn geti dregið fram lífið og skapað meiri list án þess að vera bugaðir af afkomukvíða eða þreytu vegna aukastarfa. Þess ber að geta að heildarfjárhæðin sem upp á vantar til að greitt sé í samræmi við umræddan samning nemur innan við 30 milljónum króna m.v. sýningardagsrká ársins 2017. Þetta skyldi skoðast í því augljósa samhengi að ferðamannaiðnaðurinn skilar stórauknum tekjum í formi miðasölu á myndlistarsöfn hérlendis. Með þessari grein er stórnvöldum í forsvari menningaramála og þeim sem standa að sýningum á myndlist hérlendis vonandi komið í skilning um ólögmæti þessa ástands. Það er mat undirritaðrar að ef fram fer sem horfir geti myndast bótaskylda á þá opinberu aðila sem sinna ekki lögbundnum skyldum um að greiða sanngjörn laun fyrir vinnu sem myndlistarmenn inna af hendi.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar