Birna fékk leikbann fyrir sparkið | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. apríl 2017 07:30 Birna Valgerður Benónýsdóttir spilar ekki leik fjögur. vísir/eyþór Aganefnd KKÍ úrskurðaði í gær Birnu Valgerði Benónýsdóttur, leikmann Keflavíkur, í eins leiks bann fyrir háttsemi sína í leik þrjú á móti Snæfelli um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Birna, sem er aðeins 16 ára gömul, missti hausinn í baráttunni við reynsluboltann Gunnhildi Gunnarsdóttur í Stykkishólmi á sunnudaginn og sparkaði í mótherja sinn með þeim afleiðingum að hún var rekin út úr húsinu. Málið var tekið fyrir á fundi aganefndar KKÍ en í skýrslu hennar segir: „Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hin kærða, Birna Benónýsdóttir, leikmaður Keflavíkur, sæta eins leiks banni vegna háttsemi í leik Snæfells og Keflavíkur í úrslitakeppni úrvalsdeildar meistaraflokks kvenna sem leikinn var þann 23. apríl 2017.“ Eftir að vinna fyrstu tvo leikina átti Keflavík möguleika á að sópa seríunni og verða Íslandsmeistari í Stykkishólmi á sunnudaginn en meistarar síðustu þriggja ára, Snæfell, svöruðu fyrir sig með 68-60 sigri og staðan í einvíginu 2-1. Fjórði leikurinn fer fram í Keflavík annað kvöld þar sem Litlu slátrararnir, eins og þetta unga Keflavíkurlið er kallað, fá annað tækifæri til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Þar verður liðið án Birnu Valgerðar sem skoraði tólf stig og tók 4,5 fráköst að meðtali á 20 mínútum í fyrstu tveimur leikjunum en hún var búin að skora sex stig og taka eitt frákast þegar hún var rekin af velli í Hólminum um helgina. Þetta er vatn á myllu Snæfellsliðsins því Birna er einn besti varnarmaður deildarinnar en með sigri nælir Snæfell sér í oddaleik. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Sjáðu ótrúlegan þrist Ellenbergs úr horninu | Myndband Aaryn Ellenberg skoraði 33 stig þegar Snæfell bar sigurorð af Keflavík, 68-60, í þriðja leik liðanna í úrslitum Domino's deildar kvenna. 23. apríl 2017 22:47 Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 68-60 | Bikarinn fór ekki á loft í Hólminum Snæfell minnkaði muninn í úrslitaeinvíginu við Keflavík með 68-60 sigri í þriðja leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. 23. apríl 2017 22:00 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Sjá meira
Aganefnd KKÍ úrskurðaði í gær Birnu Valgerði Benónýsdóttur, leikmann Keflavíkur, í eins leiks bann fyrir háttsemi sína í leik þrjú á móti Snæfelli um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Birna, sem er aðeins 16 ára gömul, missti hausinn í baráttunni við reynsluboltann Gunnhildi Gunnarsdóttur í Stykkishólmi á sunnudaginn og sparkaði í mótherja sinn með þeim afleiðingum að hún var rekin út úr húsinu. Málið var tekið fyrir á fundi aganefndar KKÍ en í skýrslu hennar segir: „Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hin kærða, Birna Benónýsdóttir, leikmaður Keflavíkur, sæta eins leiks banni vegna háttsemi í leik Snæfells og Keflavíkur í úrslitakeppni úrvalsdeildar meistaraflokks kvenna sem leikinn var þann 23. apríl 2017.“ Eftir að vinna fyrstu tvo leikina átti Keflavík möguleika á að sópa seríunni og verða Íslandsmeistari í Stykkishólmi á sunnudaginn en meistarar síðustu þriggja ára, Snæfell, svöruðu fyrir sig með 68-60 sigri og staðan í einvíginu 2-1. Fjórði leikurinn fer fram í Keflavík annað kvöld þar sem Litlu slátrararnir, eins og þetta unga Keflavíkurlið er kallað, fá annað tækifæri til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Þar verður liðið án Birnu Valgerðar sem skoraði tólf stig og tók 4,5 fráköst að meðtali á 20 mínútum í fyrstu tveimur leikjunum en hún var búin að skora sex stig og taka eitt frákast þegar hún var rekin af velli í Hólminum um helgina. Þetta er vatn á myllu Snæfellsliðsins því Birna er einn besti varnarmaður deildarinnar en með sigri nælir Snæfell sér í oddaleik. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Sjáðu ótrúlegan þrist Ellenbergs úr horninu | Myndband Aaryn Ellenberg skoraði 33 stig þegar Snæfell bar sigurorð af Keflavík, 68-60, í þriðja leik liðanna í úrslitum Domino's deildar kvenna. 23. apríl 2017 22:47 Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 68-60 | Bikarinn fór ekki á loft í Hólminum Snæfell minnkaði muninn í úrslitaeinvíginu við Keflavík með 68-60 sigri í þriðja leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. 23. apríl 2017 22:00 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Sjá meira
Sjáðu ótrúlegan þrist Ellenbergs úr horninu | Myndband Aaryn Ellenberg skoraði 33 stig þegar Snæfell bar sigurorð af Keflavík, 68-60, í þriðja leik liðanna í úrslitum Domino's deildar kvenna. 23. apríl 2017 22:47
Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 68-60 | Bikarinn fór ekki á loft í Hólminum Snæfell minnkaði muninn í úrslitaeinvíginu við Keflavík með 68-60 sigri í þriðja leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. 23. apríl 2017 22:00