Svona skiptast mörkin 500 upp sem Messi hefur skorað fyrir Barcelona Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. apríl 2017 11:00 Alveg frábær. vísir/getty Lionel Messi lét fótboltaáhugamenn enn eina ferðina velkjast í vafa um það hvort hann sé einfaldlega frá plánetunni jörð með frammistöðu sinni í El Clásico í gærkvöldi. Argentínska undrið fór á kostum og skoraði flautumark í uppbótartíma sem tryggði Börsungum sigur, 3-2, en markið var heldur betur mikilvægt í baráttu þessara miklu erkifjenda um Spánarmeistaratitilinn. Messi varð í gær fyrsti maðurinn sem skorar sigurmark í uppbótartíma í El Clásico á Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid. Sigurmarkið var líka 500. markið sem hann skorar fyrir Barcelona.BBC er með skemmtilega úttekt á mörkunum 500 þar sem kemur fram að 402 af 500 mörkum Argentínumannsins hefur hann skorað með uppáhaldsfætinum sínum; þeim vinstri. Hann er búinn að skora 74 mörk með hægri fæti og 22 með skalla. Messi er búinn að skora 343 mörk í La Liga á Spáni og 94 í Meistaradeildinni, 43 í spænska bikarnum, tólf í Stórbikarnum á Spáni, fimm í Evrópudeildinni og þrjú í Stórbikar Evrópu. 500 mörk fyrir eina og sama félagið, takk fyrir. Mark Messi kom Barcelona á toppinn í spænsku 1. deildinni en liðið hefur betur í innbyrðis viðureignum á móti Real Madrid. Madrídingar eiga þó leik til góða og verða því spænskir meistarar ef þeir vinna síðustu átta leiki tímabilsins sama hvað Börsungar gera.MILESTONE: Lionel #Messi has now scored 500 career goals for Barcelona.Absolutely unbelievable. pic.twitter.com/ydjL60PPw3— Squawka Football (@Squawka) April 23, 2017 Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira
Lionel Messi lét fótboltaáhugamenn enn eina ferðina velkjast í vafa um það hvort hann sé einfaldlega frá plánetunni jörð með frammistöðu sinni í El Clásico í gærkvöldi. Argentínska undrið fór á kostum og skoraði flautumark í uppbótartíma sem tryggði Börsungum sigur, 3-2, en markið var heldur betur mikilvægt í baráttu þessara miklu erkifjenda um Spánarmeistaratitilinn. Messi varð í gær fyrsti maðurinn sem skorar sigurmark í uppbótartíma í El Clásico á Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid. Sigurmarkið var líka 500. markið sem hann skorar fyrir Barcelona.BBC er með skemmtilega úttekt á mörkunum 500 þar sem kemur fram að 402 af 500 mörkum Argentínumannsins hefur hann skorað með uppáhaldsfætinum sínum; þeim vinstri. Hann er búinn að skora 74 mörk með hægri fæti og 22 með skalla. Messi er búinn að skora 343 mörk í La Liga á Spáni og 94 í Meistaradeildinni, 43 í spænska bikarnum, tólf í Stórbikarnum á Spáni, fimm í Evrópudeildinni og þrjú í Stórbikar Evrópu. 500 mörk fyrir eina og sama félagið, takk fyrir. Mark Messi kom Barcelona á toppinn í spænsku 1. deildinni en liðið hefur betur í innbyrðis viðureignum á móti Real Madrid. Madrídingar eiga þó leik til góða og verða því spænskir meistarar ef þeir vinna síðustu átta leiki tímabilsins sama hvað Börsungar gera.MILESTONE: Lionel #Messi has now scored 500 career goals for Barcelona.Absolutely unbelievable. pic.twitter.com/ydjL60PPw3— Squawka Football (@Squawka) April 23, 2017
Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira