Snilldarmark Rashford setur Man. Utd í góða stöðu | Sjáðu markið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. maí 2017 20:45 Ungstirnið Marcus Rashford sá til þess að Man. Utd er í afar fínni stöðu eftir fyrri leik sinn gegn Celta Vigo í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Rashford skoraði eina mark leiksins á Spáni með glæsilegu aukaspyrnumarki í síðari hálfleik. Táningurinn að stíga upp í fjarveru Zlatans. Man. Utd er því með útivallarmark og forskot fyrir heimaleik sinn á Old Trafford. United gekk afar vel að glíma við sóknarmenn Celta í leiknum sem þurfa að gera mun betur í síðari leiknum ætli það að eygja von um að komast í úrslitaleikinn. Hér fyrir neðan má lesa leiklýsingu leiksins.20.57: LEIK LOKIÐ !!! Man. Utd fer með fína stöðu til Manchester.20.52: Fimm mínútum bætt við venjulegan leiktíma.20.48: Pogba með glæsilegt skot rétt fram hjá markinu. Það er talsvert vonleysi í leik Celta þessa stundina. Þrjár mínútur eftir af venjulegum leiktíma.20.41: Aðeins mínútu eftir skiptinguna gerir Mourinho aðra skiptingu. Rashford er kallaður af velli og það tekur hann drjúgan - afar drjúgan - tíma að koma sér af velli við litla hrifningu leikmanna Celto og stuðningsmanna.20.39: Mkhitaryan kemur af velli og Ashley Young inn á fyrir hann. Tólf mínútur eftir af venjulegum leiktíma. United meira með boltann þessar mínútur.20.36: Boltinn hrekkur af varnarmanni Celta og beint fyrir fætur Jesse Lingaard sem er í góðu færi. Setur mikinn kraft í skotið og hittir ekki markið. Hefði átt að gera betur þarna.20.34: Aspas í ágætu skotfæri en ekki í jafnvægi. Skotið framhjá. Bæði lið hafa átt níu marktilraunir í leiknum en rúmur stundarfjórðunur er til leiksloka.20.27: 1-0 fyrir Manchester United! Hugo Mallo fær gult fyrir brot á Marcus Rashford rétt utan teigs. Réttur dómur. Fínt færi fyrir góðan spyrnumann. Rashford tekur bara spyrnuna sjálfur, lyftir boltanum yfir vegginn og í hornið fjær! Glæsileg spyrna og United er búið að næla í dýrmætt útivallarmark!20.20: Hinn danski Pione Sisto, sem skoraði einmitt gegn Manchester United þegar hann lék með Midtjylland í fyrra, á fínt skot að marki sem Ramos ver yfir. Gott skot.20.13: United byrjar betur í síðari hálfleik en Celta á fyrsta almennilega færi síðari hálfleiks er Iago Aspas skallar sendingu Daniel Wass rétt fram hjá.19.50: Markalaust í leikhléi. Síðari hálfleikur verður áhugaverður.19.45: Fimm mínútur í hálfleik og enn markalaust. Leikurinn hlýtur að opnast meira í síðari hálfleik.19.33: Rúmur stundarfjórðungur til hálfleiks. Enn markalaust en meira líf í leiknum síðustu mínútur.19.25: Rashford með glæsilegt skot utan teigs sem markvörður Celta varði með stæl.19.21: Pogba vildi fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Fékk ekki. Vafasamt.19.17: Frá litlu að segja annað en að Fellaini er enn inn á og veðrið er gott.19.11: Leikurinn fer rólega af stað eins og við var að búast.19.05: Leikurinn hafinn.18.45: Dómari leiksins kemur frá Rússlandi og heitir Sergei Karasev. Þrautreyndur kappi.18.42: Man. Utd hefur skorað fyrsta markið í síðustu átta leikjum sínum í keppninni. Henrikh Mkhitaryan hefur skorað fimm mörk fyrir United í keppninni og öll fimm mörkin hafa verið fyrsta mark þess leiks.18.38: Gamli Púllarinn Iago Aspas er stjarna hjá Celta en hann er búinn að skora fimm mörk í tíu leikjum í Evrópudeildinni í vetur. Hann er markahæstur í liði Celta.18.30: Komiði sæl og blessuð. Hér ætlum við að fylgjast með leik Celta Vigo og Man. Utd, Evrópudeild UEFA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira
Ungstirnið Marcus Rashford sá til þess að Man. Utd er í afar fínni stöðu eftir fyrri leik sinn gegn Celta Vigo í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Rashford skoraði eina mark leiksins á Spáni með glæsilegu aukaspyrnumarki í síðari hálfleik. Táningurinn að stíga upp í fjarveru Zlatans. Man. Utd er því með útivallarmark og forskot fyrir heimaleik sinn á Old Trafford. United gekk afar vel að glíma við sóknarmenn Celta í leiknum sem þurfa að gera mun betur í síðari leiknum ætli það að eygja von um að komast í úrslitaleikinn. Hér fyrir neðan má lesa leiklýsingu leiksins.20.57: LEIK LOKIÐ !!! Man. Utd fer með fína stöðu til Manchester.20.52: Fimm mínútum bætt við venjulegan leiktíma.20.48: Pogba með glæsilegt skot rétt fram hjá markinu. Það er talsvert vonleysi í leik Celta þessa stundina. Þrjár mínútur eftir af venjulegum leiktíma.20.41: Aðeins mínútu eftir skiptinguna gerir Mourinho aðra skiptingu. Rashford er kallaður af velli og það tekur hann drjúgan - afar drjúgan - tíma að koma sér af velli við litla hrifningu leikmanna Celto og stuðningsmanna.20.39: Mkhitaryan kemur af velli og Ashley Young inn á fyrir hann. Tólf mínútur eftir af venjulegum leiktíma. United meira með boltann þessar mínútur.20.36: Boltinn hrekkur af varnarmanni Celta og beint fyrir fætur Jesse Lingaard sem er í góðu færi. Setur mikinn kraft í skotið og hittir ekki markið. Hefði átt að gera betur þarna.20.34: Aspas í ágætu skotfæri en ekki í jafnvægi. Skotið framhjá. Bæði lið hafa átt níu marktilraunir í leiknum en rúmur stundarfjórðunur er til leiksloka.20.27: 1-0 fyrir Manchester United! Hugo Mallo fær gult fyrir brot á Marcus Rashford rétt utan teigs. Réttur dómur. Fínt færi fyrir góðan spyrnumann. Rashford tekur bara spyrnuna sjálfur, lyftir boltanum yfir vegginn og í hornið fjær! Glæsileg spyrna og United er búið að næla í dýrmætt útivallarmark!20.20: Hinn danski Pione Sisto, sem skoraði einmitt gegn Manchester United þegar hann lék með Midtjylland í fyrra, á fínt skot að marki sem Ramos ver yfir. Gott skot.20.13: United byrjar betur í síðari hálfleik en Celta á fyrsta almennilega færi síðari hálfleiks er Iago Aspas skallar sendingu Daniel Wass rétt fram hjá.19.50: Markalaust í leikhléi. Síðari hálfleikur verður áhugaverður.19.45: Fimm mínútur í hálfleik og enn markalaust. Leikurinn hlýtur að opnast meira í síðari hálfleik.19.33: Rúmur stundarfjórðungur til hálfleiks. Enn markalaust en meira líf í leiknum síðustu mínútur.19.25: Rashford með glæsilegt skot utan teigs sem markvörður Celta varði með stæl.19.21: Pogba vildi fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Fékk ekki. Vafasamt.19.17: Frá litlu að segja annað en að Fellaini er enn inn á og veðrið er gott.19.11: Leikurinn fer rólega af stað eins og við var að búast.19.05: Leikurinn hafinn.18.45: Dómari leiksins kemur frá Rússlandi og heitir Sergei Karasev. Þrautreyndur kappi.18.42: Man. Utd hefur skorað fyrsta markið í síðustu átta leikjum sínum í keppninni. Henrikh Mkhitaryan hefur skorað fimm mörk fyrir United í keppninni og öll fimm mörkin hafa verið fyrsta mark þess leiks.18.38: Gamli Púllarinn Iago Aspas er stjarna hjá Celta en hann er búinn að skora fimm mörk í tíu leikjum í Evrópudeildinni í vetur. Hann er markahæstur í liði Celta.18.30: Komiði sæl og blessuð. Hér ætlum við að fylgjast með leik Celta Vigo og Man. Utd,
Evrópudeild UEFA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira