Hannes um Zlatan: Hann pakkaði okkur saman á tíu mínútum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. maí 2017 12:00 Hannes Þór Halldórsson hefur verið að spila með Randers í Danmörku. Vísir/Getty Hannes Þór Halldórsson var í áhugaverðu spjalli í Brennslunni, morgunþætti FM 957, í dag. Hannes spilar í dag með Randers í Danmörku, þar sem Ólafur Kristjánsson er þjálfari. Þá er hann í stóru hlutverki í nýrri auglýsingu sem íþróttavöruframleiðandinn Uhlsport birti nýverið þar sem markverðir voru í aðalhlutverki, meðal annars franski landsliðsmarkvörðurinn Hugo Lloris hjá Tottenham. „Ég hugsaði sértaklega til þín þegar þetta kom út. Ég vissi að þú myndir tengja vel við þetta,“ sagði Hannes við Hjörvar Hafliðason, annan þáttastjórnanda Brennslunnar og fyrrum markvörð. Hannes greindi til að mynda frá því í viðtalinu að hann fari um allt í Randers á vespu í vorhitanum og að hann sé stundum hræddur við að tala íslensku við Ólaf Kristjánsson, þar sem að aðrir leikmenn gætu haldið að hann væri að baktala þá.Ótrúlegt með Gylfa Hann var einnig spurður um Gylfa Þór Sigurðsson, sem hefur átt frábært tímabil með Swansea í ensku úrvalsdeildinni og þá sérstaklega um spyrnugetu hans. Gylfi er einn besti spyrnumaður heims og það fer ekki framhjá Hannesi á æfingum íslenska landsliðsins. „Mér finnst ég aldrei vera eins langt frá boltanum og þegar Gylfi sparkar. Það er ekki fræðilegur möguleiki að komast nálægt honum og svo siglir hann bara í sammann. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Hannes. „Maður skilur af hverju hann fær vel borgað. Hann hefur þessi extra gæði og það er alveg greinilegt að hann hefur eitthvað umfram aðra.“Orkan sogast að þeim bestu Hannes hefur mætt mörgum af bestu knattspyrnumönnum heims en á auðvelt með að svara því hver sé sá erfiðasti sem hann hefur mætt. „Ég er með skýrt svar við þessu. Það er Zlatan Ibrahimovic. Maður hefur spilað gegn mörgum af þeim bestu en það eru örfáir sem skera sig almennilega úr. Þeir hafa einhverja nærveru á vellinum og öll orkan sigast að þeim.“ „Það er eitthvað sérstakt við þá allra bestu og sérstaklega við Zlatan. Ég man eftir æfingaleik við Svía árið 2012 en Lars var þá nýtekinn við landsliðinu. Hann var búinn að undirbúa okkur vel og fara í saumana á Zlatan - við þóttumst vera með vera með gott plan til að stöðva hann.“„Svo eftir þriggja mínútna leik kom sending lengst utan af kanti og Zlatan stóð á D-boganum og klippti boltann í fjærhornið. Hann labbar svo rólega til baka með hendurnar út í loftið. Hann átti bara völlinn.“ „Svo eftir tíu mínútur pakkaði hann okkar manni saman, rúllaði boltanum inn í teig þar sem einhver skoraði.“ „Hann kláraði okkur á tíu mínútum. Hann er risastór, ógeðslega sterkur og við réðum ekkert við hann. Ef hann hittir á sinn dag þá þarftu bara að játa þig sigraðan. Það skiptir engu máli hvaða plan maður er með.“ Það má hlusta á viðtalið allt hér fyrir neðan.. Fótbolti Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson var í áhugaverðu spjalli í Brennslunni, morgunþætti FM 957, í dag. Hannes spilar í dag með Randers í Danmörku, þar sem Ólafur Kristjánsson er þjálfari. Þá er hann í stóru hlutverki í nýrri auglýsingu sem íþróttavöruframleiðandinn Uhlsport birti nýverið þar sem markverðir voru í aðalhlutverki, meðal annars franski landsliðsmarkvörðurinn Hugo Lloris hjá Tottenham. „Ég hugsaði sértaklega til þín þegar þetta kom út. Ég vissi að þú myndir tengja vel við þetta,“ sagði Hannes við Hjörvar Hafliðason, annan þáttastjórnanda Brennslunnar og fyrrum markvörð. Hannes greindi til að mynda frá því í viðtalinu að hann fari um allt í Randers á vespu í vorhitanum og að hann sé stundum hræddur við að tala íslensku við Ólaf Kristjánsson, þar sem að aðrir leikmenn gætu haldið að hann væri að baktala þá.Ótrúlegt með Gylfa Hann var einnig spurður um Gylfa Þór Sigurðsson, sem hefur átt frábært tímabil með Swansea í ensku úrvalsdeildinni og þá sérstaklega um spyrnugetu hans. Gylfi er einn besti spyrnumaður heims og það fer ekki framhjá Hannesi á æfingum íslenska landsliðsins. „Mér finnst ég aldrei vera eins langt frá boltanum og þegar Gylfi sparkar. Það er ekki fræðilegur möguleiki að komast nálægt honum og svo siglir hann bara í sammann. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Hannes. „Maður skilur af hverju hann fær vel borgað. Hann hefur þessi extra gæði og það er alveg greinilegt að hann hefur eitthvað umfram aðra.“Orkan sogast að þeim bestu Hannes hefur mætt mörgum af bestu knattspyrnumönnum heims en á auðvelt með að svara því hver sé sá erfiðasti sem hann hefur mætt. „Ég er með skýrt svar við þessu. Það er Zlatan Ibrahimovic. Maður hefur spilað gegn mörgum af þeim bestu en það eru örfáir sem skera sig almennilega úr. Þeir hafa einhverja nærveru á vellinum og öll orkan sigast að þeim.“ „Það er eitthvað sérstakt við þá allra bestu og sérstaklega við Zlatan. Ég man eftir æfingaleik við Svía árið 2012 en Lars var þá nýtekinn við landsliðinu. Hann var búinn að undirbúa okkur vel og fara í saumana á Zlatan - við þóttumst vera með vera með gott plan til að stöðva hann.“„Svo eftir þriggja mínútna leik kom sending lengst utan af kanti og Zlatan stóð á D-boganum og klippti boltann í fjærhornið. Hann labbar svo rólega til baka með hendurnar út í loftið. Hann átti bara völlinn.“ „Svo eftir tíu mínútur pakkaði hann okkar manni saman, rúllaði boltanum inn í teig þar sem einhver skoraði.“ „Hann kláraði okkur á tíu mínútum. Hann er risastór, ógeðslega sterkur og við réðum ekkert við hann. Ef hann hittir á sinn dag þá þarftu bara að játa þig sigraðan. Það skiptir engu máli hvaða plan maður er með.“ Það má hlusta á viðtalið allt hér fyrir neðan..
Fótbolti Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira