Sáttameðferð Helga Vala Helgadóttir skrifar 15. maí 2017 07:00 „Áður en krafist er úrskurðar eða höfðað mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför er foreldrum skylt að leita sátta samkvæmt þessari grein.“ Svona hljóðar 33. gr. a. liðar barnalaga. Langflestir foreldrar ná að sættast og þá er þetta lítið mál, en við lögmenn fáum til okkar þá sem ekki geta náð sáttum. Sáttameðferð getur borið árangur en í sumum tilvikum eru aðstæður þannig að það er beinlínis óæskilegt að leggja slíka meðferð á aðila. Á Íslandi eru engar undanþágur veittar við þessu ákvæði barnalaga. Þannig þarf einstaklingur sem flýr heimili sitt með börn sín undan ofbeldi og vanvirðingu að undirgangast sáttameðferð áður en hægt er að halda áfram með málin. Hægt er að óska eftir því að þurfa ekki að sitja sáttameðferð í sama herbergi og ofbeldismanneskjan en engu að síður þarf þetta ferli allt að eiga sér stað með tilheyrandi drætti á lausn málsins. Þá er einnig skylda að leita sátta þegar umgengnisforeldri skilar ekki barni heim til sín að lokinni umgengni sem og þegar lögheimilisforeldri tálmar umgengni. Breytir þar engu þó viðkomandi aðilar hafi á undanförnum mánuðum setið sáttameðferð vegna deilu um forsjá, lögheimili eða annað. Sáttameðferð skal fara fram og mánuðirnir líða vegna álags á embættum sýslumanns. Barnið, sem bitist er um, líður þarna fyrir kerfið sem sett var í upphafi með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Kerfið sem í dag er lamað vegna fjárskorts og starfsmannaeklu. Það mætti vel endurskoða þetta ákvæði barnalaga, svona fyrst löggjafinn er á annað borð að velta þessum málum fyrir sér. Setja inn undanþáguákvæði, þó ekki væri nema til að létta á lömuðu kerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Áður en krafist er úrskurðar eða höfðað mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför er foreldrum skylt að leita sátta samkvæmt þessari grein.“ Svona hljóðar 33. gr. a. liðar barnalaga. Langflestir foreldrar ná að sættast og þá er þetta lítið mál, en við lögmenn fáum til okkar þá sem ekki geta náð sáttum. Sáttameðferð getur borið árangur en í sumum tilvikum eru aðstæður þannig að það er beinlínis óæskilegt að leggja slíka meðferð á aðila. Á Íslandi eru engar undanþágur veittar við þessu ákvæði barnalaga. Þannig þarf einstaklingur sem flýr heimili sitt með börn sín undan ofbeldi og vanvirðingu að undirgangast sáttameðferð áður en hægt er að halda áfram með málin. Hægt er að óska eftir því að þurfa ekki að sitja sáttameðferð í sama herbergi og ofbeldismanneskjan en engu að síður þarf þetta ferli allt að eiga sér stað með tilheyrandi drætti á lausn málsins. Þá er einnig skylda að leita sátta þegar umgengnisforeldri skilar ekki barni heim til sín að lokinni umgengni sem og þegar lögheimilisforeldri tálmar umgengni. Breytir þar engu þó viðkomandi aðilar hafi á undanförnum mánuðum setið sáttameðferð vegna deilu um forsjá, lögheimili eða annað. Sáttameðferð skal fara fram og mánuðirnir líða vegna álags á embættum sýslumanns. Barnið, sem bitist er um, líður þarna fyrir kerfið sem sett var í upphafi með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Kerfið sem í dag er lamað vegna fjárskorts og starfsmannaeklu. Það mætti vel endurskoða þetta ákvæði barnalaga, svona fyrst löggjafinn er á annað borð að velta þessum málum fyrir sér. Setja inn undanþáguákvæði, þó ekki væri nema til að létta á lömuðu kerfinu.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar