Bjarni og stolnu fjaðrirnar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 12. maí 2017 07:00 Það vakti von í brjósti margra þegar fregnir bárust af því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra væri að boða jafnrétti í hinum stóru útlöndum. Ráðherra mætti á fundi í New York, gott ef hann skreytti ekki köku á viðburði HeForShe. Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, í þessari kökuskreytingu felst staðfesta mín um að berjast fyrir kynjajafnrétti í hvívetna. Sjálfur sat ég fund kvennanefndar SÞ í New York vikuna á eftir Bjarna og Íslendingarnir voru nokkuð stoltir af sínum manni. Hann hafði jú brotið niður staðalmyndir með því að skreyta sjálfur köku, það hafði vakið athygli og fullvissað þjóðir heims um að ráðamenn á Íslandi væru staðfastir í baráttu sinni fyrir kynjajafnrétti. Klístrað kremið hafði þó varla þornað á kökunni þegar úrskurður kærunefndar jafnréttismála barst um það að Bjarni hefði brotið jafnréttislög þegar hann skipaði karl í stöðu skrifstofustjóra fram yfir konu. Raunverulegur boðberi jafnréttis hefði tekið slíkum úrskurði af auðmýkt. Allir geta jú gert mistök, en það segir mikið um karakterinn hvernig fólk tekur á þeim. Og það segir mikið um það hversu mikið maður meinar það sem maður boðar, hvernig maður tekur á því að hafa brotið gegn eigin boðskap. Og skemmst er frá því að segja að Bjarni féll algjörlega á því prófi. Í stað auðmýktar og vilja til bóta, birtist hroki valdsmannsins. Þetta skipti allt saman ósköp litlu máli í huga Bjarna, í stað sjálfsgagnrýni gagnrýndi hann forvera sína. Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað. Skipan skrifstofustjórans veltir upp ýmsum spurningum. Það vekur athygli að stjórnunarreynsla er til einskis metin, sem er furðulegt við ráðningu í stjórnunarstöðu. Svo virðist sem konur geti ekki einu sinni notið þess að hafa orðið sér úti um reynslu; hún er að engu metin og karlarnir ráða karlana. Ég hvet Bjarna Benediktsson til að hlusta á ræðuna sína frá New York, hún er til á netinu. Það er til lítils að skreyta köku með stolnum jafnréttisfjöðrum á alþjóðlegum viðburðum, en brjóta jafnréttislög heima fyrir eins og ekkert sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Það vakti von í brjósti margra þegar fregnir bárust af því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra væri að boða jafnrétti í hinum stóru útlöndum. Ráðherra mætti á fundi í New York, gott ef hann skreytti ekki köku á viðburði HeForShe. Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, í þessari kökuskreytingu felst staðfesta mín um að berjast fyrir kynjajafnrétti í hvívetna. Sjálfur sat ég fund kvennanefndar SÞ í New York vikuna á eftir Bjarna og Íslendingarnir voru nokkuð stoltir af sínum manni. Hann hafði jú brotið niður staðalmyndir með því að skreyta sjálfur köku, það hafði vakið athygli og fullvissað þjóðir heims um að ráðamenn á Íslandi væru staðfastir í baráttu sinni fyrir kynjajafnrétti. Klístrað kremið hafði þó varla þornað á kökunni þegar úrskurður kærunefndar jafnréttismála barst um það að Bjarni hefði brotið jafnréttislög þegar hann skipaði karl í stöðu skrifstofustjóra fram yfir konu. Raunverulegur boðberi jafnréttis hefði tekið slíkum úrskurði af auðmýkt. Allir geta jú gert mistök, en það segir mikið um karakterinn hvernig fólk tekur á þeim. Og það segir mikið um það hversu mikið maður meinar það sem maður boðar, hvernig maður tekur á því að hafa brotið gegn eigin boðskap. Og skemmst er frá því að segja að Bjarni féll algjörlega á því prófi. Í stað auðmýktar og vilja til bóta, birtist hroki valdsmannsins. Þetta skipti allt saman ósköp litlu máli í huga Bjarna, í stað sjálfsgagnrýni gagnrýndi hann forvera sína. Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað. Skipan skrifstofustjórans veltir upp ýmsum spurningum. Það vekur athygli að stjórnunarreynsla er til einskis metin, sem er furðulegt við ráðningu í stjórnunarstöðu. Svo virðist sem konur geti ekki einu sinni notið þess að hafa orðið sér úti um reynslu; hún er að engu metin og karlarnir ráða karlana. Ég hvet Bjarna Benediktsson til að hlusta á ræðuna sína frá New York, hún er til á netinu. Það er til lítils að skreyta köku með stolnum jafnréttisfjöðrum á alþjóðlegum viðburðum, en brjóta jafnréttislög heima fyrir eins og ekkert sé.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun