Finnur Freyr: Hér er ég ennþá og þið hin getið haldið áfram að efast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 13:45 Finnur Freyr Stefánsson fagnar Íslandsmeistaratitlinum á dögunum. Vísir/Andri Marinó Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara KR, hefur náð sögulegum árangri á fyrstu fjórum tímabilum sínum sem þjálfari í meistaraflokki karla. Finnur hefur gert KR að Íslandsmeisturum öll fjögur árin og þreföldum meisturum undanfarin tvö tímabil. Alls hefur liðið unnið tíu stóra titla á fjórum tímabilum. Finnur var í vor fyrsti þjálfarinn sem vinnur úrslitakeppnina fjögur ár í röð og ennfremur fyrsti þjálfarinn frá 1973 sem vinnur fjóra Íslandsmeistaratitla í röð (Einar Ólafsson, fimm ár í röð 1969-1973). Finnur hefur á sama tíma náð einnig sögulegum árangri með tuttugu ára landsliðið sem og er hann í þjálfarateymi íslenska landsliðsins sem er á leiðinni á sitt annað Eurobasket í röð. Finnur er enn bara 34 ára gamall og var því bara þrítugur þegar hann tók við KR-liðinu á sínum tíma. Síðan þá hafa fullt af leikmönnum spilað með KR-liðinu sem eru eldri en hann. Þjálfarastaðan í KR er ekkert lamb að leika sér við og það var mikil pressa á Finn frá fyrsta degi. Hann hefur einnig mátt heyra gagnrýni og efasemdaraddir allan tímann. En ef einhver hefur unnið sér það inn að stinga aðeins upp í gagnrýnendur sínar þá er það þessi magnaði þjálfari úr Vesturbænum. Finnur nýtti tækifærið og skrifaði færslu inn á fésbókarsíðu sína. Þar fór hann meðal annars yfir það sem hann hefur heyrt um sig á þessum árum. „Óreyndur, of ungur, þarf sterkan mann með sér, mun ekki höndla pressuna, missir klefann, getur ekki unnið úrslitaleiki, ofmetinn, menn vinna aldrei a fyrsta ári, vinnur bara með besta kanann, hann ræður ekki við þennan hóp, allir gætu unnið með þetta lið.“ „En hér er ég ennþá, skrifandi mína eigin sögu með bros á vör. 4 ár - 10 stórir titlar - 3 minni og nokkur silfur - U20 a stórmót i fyrsta skipti - Eurobasket nr 2 framundan - fullt af frábærum minningum, sögum og skemmtilegum metum,“ skrifaði Finnur áður en hann þakkaði öllum fyrir stuðninginn. Hann endar síðan á þessum orðum: „Þið hin, gerið það, haldið áfram að efast.... „You can't let praise or criticism get to you. It's a weakness to get caught up in either one." - John Wooden Finnur getur haldið áfram að setja met með KR-liðinu á komandi tímabili. Það hefur þannig ekkert félag unnið fimm úrslitakeppnir í röð og þá hefur ekkert lið unnið tvöfalt (Íslandsmót+bikarkeppni) eða þrefalt (Íslandsmót+bikarkeppni+deild) þrjú ár í röð. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 95-56 | Grindavík eins og lömb leidd til slátrunar KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. KR afgreiddi leikinn strax í fyrri hálfleik en munurinn var 31 stig í hálfleik, 49-18. Ótrúleg spilamennska hjá meisturunum. KR vinnur því alla titla sem voru í boði í ár. 30. apríl 2017 22:00 Sjáðu trylltan fögnuð KR-inga KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 30. apríl 2017 23:07 Karnival í KR-heimilinu KR-ingar buðu upp á sýningu í oddaleik liðsins gegn Grindavík um Íslandsmeistaratitilinn í gær. Þeir sýndu allar sínar bestu hliðar og pökkuðu Grindvíkingum saman. Leiknum var lokið í hálfleik er KR var með 31 stigs forskot. Ótrúleg 1. maí 2017 06:00 Hinir fjórir fræknu hjá meistaraliði KR Þrír lykilleikmenn karlaliðs KR í körfuboltanum og þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn fjögur ár í röð. Leikmenn hafa ekki náð þessu í þrjá áratugi og þjálfari ekki í 44 ár. 2. maí 2017 06:00 Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara KR, hefur náð sögulegum árangri á fyrstu fjórum tímabilum sínum sem þjálfari í meistaraflokki karla. Finnur hefur gert KR að Íslandsmeisturum öll fjögur árin og þreföldum meisturum undanfarin tvö tímabil. Alls hefur liðið unnið tíu stóra titla á fjórum tímabilum. Finnur var í vor fyrsti þjálfarinn sem vinnur úrslitakeppnina fjögur ár í röð og ennfremur fyrsti þjálfarinn frá 1973 sem vinnur fjóra Íslandsmeistaratitla í röð (Einar Ólafsson, fimm ár í röð 1969-1973). Finnur hefur á sama tíma náð einnig sögulegum árangri með tuttugu ára landsliðið sem og er hann í þjálfarateymi íslenska landsliðsins sem er á leiðinni á sitt annað Eurobasket í röð. Finnur er enn bara 34 ára gamall og var því bara þrítugur þegar hann tók við KR-liðinu á sínum tíma. Síðan þá hafa fullt af leikmönnum spilað með KR-liðinu sem eru eldri en hann. Þjálfarastaðan í KR er ekkert lamb að leika sér við og það var mikil pressa á Finn frá fyrsta degi. Hann hefur einnig mátt heyra gagnrýni og efasemdaraddir allan tímann. En ef einhver hefur unnið sér það inn að stinga aðeins upp í gagnrýnendur sínar þá er það þessi magnaði þjálfari úr Vesturbænum. Finnur nýtti tækifærið og skrifaði færslu inn á fésbókarsíðu sína. Þar fór hann meðal annars yfir það sem hann hefur heyrt um sig á þessum árum. „Óreyndur, of ungur, þarf sterkan mann með sér, mun ekki höndla pressuna, missir klefann, getur ekki unnið úrslitaleiki, ofmetinn, menn vinna aldrei a fyrsta ári, vinnur bara með besta kanann, hann ræður ekki við þennan hóp, allir gætu unnið með þetta lið.“ „En hér er ég ennþá, skrifandi mína eigin sögu með bros á vör. 4 ár - 10 stórir titlar - 3 minni og nokkur silfur - U20 a stórmót i fyrsta skipti - Eurobasket nr 2 framundan - fullt af frábærum minningum, sögum og skemmtilegum metum,“ skrifaði Finnur áður en hann þakkaði öllum fyrir stuðninginn. Hann endar síðan á þessum orðum: „Þið hin, gerið það, haldið áfram að efast.... „You can't let praise or criticism get to you. It's a weakness to get caught up in either one." - John Wooden Finnur getur haldið áfram að setja met með KR-liðinu á komandi tímabili. Það hefur þannig ekkert félag unnið fimm úrslitakeppnir í röð og þá hefur ekkert lið unnið tvöfalt (Íslandsmót+bikarkeppni) eða þrefalt (Íslandsmót+bikarkeppni+deild) þrjú ár í röð.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 95-56 | Grindavík eins og lömb leidd til slátrunar KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. KR afgreiddi leikinn strax í fyrri hálfleik en munurinn var 31 stig í hálfleik, 49-18. Ótrúleg spilamennska hjá meisturunum. KR vinnur því alla titla sem voru í boði í ár. 30. apríl 2017 22:00 Sjáðu trylltan fögnuð KR-inga KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 30. apríl 2017 23:07 Karnival í KR-heimilinu KR-ingar buðu upp á sýningu í oddaleik liðsins gegn Grindavík um Íslandsmeistaratitilinn í gær. Þeir sýndu allar sínar bestu hliðar og pökkuðu Grindvíkingum saman. Leiknum var lokið í hálfleik er KR var með 31 stigs forskot. Ótrúleg 1. maí 2017 06:00 Hinir fjórir fræknu hjá meistaraliði KR Þrír lykilleikmenn karlaliðs KR í körfuboltanum og þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn fjögur ár í röð. Leikmenn hafa ekki náð þessu í þrjá áratugi og þjálfari ekki í 44 ár. 2. maí 2017 06:00 Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 95-56 | Grindavík eins og lömb leidd til slátrunar KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. KR afgreiddi leikinn strax í fyrri hálfleik en munurinn var 31 stig í hálfleik, 49-18. Ótrúleg spilamennska hjá meisturunum. KR vinnur því alla titla sem voru í boði í ár. 30. apríl 2017 22:00
Sjáðu trylltan fögnuð KR-inga KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 30. apríl 2017 23:07
Karnival í KR-heimilinu KR-ingar buðu upp á sýningu í oddaleik liðsins gegn Grindavík um Íslandsmeistaratitilinn í gær. Þeir sýndu allar sínar bestu hliðar og pökkuðu Grindvíkingum saman. Leiknum var lokið í hálfleik er KR var með 31 stigs forskot. Ótrúleg 1. maí 2017 06:00
Hinir fjórir fræknu hjá meistaraliði KR Þrír lykilleikmenn karlaliðs KR í körfuboltanum og þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn fjögur ár í röð. Leikmenn hafa ekki náð þessu í þrjá áratugi og þjálfari ekki í 44 ár. 2. maí 2017 06:00