Manchester United getur orðið fimmta félagið til að vinna alla Evróputitlana Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. maí 2017 11:00 Pogba getur orðið hluti af sögulegum árangri United í kvöld. vísir/getty Tímabilið er undir hjá Manchester United á Vinavöllum í Stokkhólmi í kvöld þegar liðið mætir Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar klukkan 18.45. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Með sigri fer United beint í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta ári en þetta er síðasta tækifæri liðsins til að komast þangað eftir að það hafnaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og missti af Meistaradeildarsæti. Það sem meira er getur United með sigri komist í hóp fjögurra stórliða sem öll hafa unnið alla Evróputitlana þrjá sem í boði eru, eða reyndar voru, því ein keppnin er ekki til lengur. Þetta eru Meistaradeildin, áður Evrópukeppni meistaraliða, Evrópukeppni bikarhafa og Evrópudeildin, áður Evrópukeppni félagsliða. Evrópukeppni bikarhafa var sameinuð með Evrópukeppni félagsliða í Evrópudeildina árið 2004. Manchester United hefur þrívegis unnið Meistaradeildina; 1968, 1999 og 2008, en það varð Evrópumeistari bikarhafa árið 1991 eftir frækinn sigur á Barcelona í Rotterdam. Evrópukeppni félagsliða eða Evrópudeildina hefur United aldrei unnið en Ajax er eitt liðanna fjögurra sem hefur unnið allar keppninnar þrjár. Ajax hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum, síðast árið 1995, Evrópukeppni bikarhafa einu sinni (1987) og Evrópukeppni félagsliða einu sinni árið 1992. Síðasti Evróputitill félagsins vannst árið 1995 þegar liðið lagði AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hin liðin þrjú sem hafa unnið alla Evróputitlana eru Chelsea, Juventus og Bayern München en þau eru ekki mörg liðin sem geta enn náð þessari þrennu eftir að Evrókeppni bikarhafa var lögð niður eða sameinuð inn í Evrópudeildina. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Tímabilið undir hjá Man. Utd á móti kornungu Ajax-liði í kvöld Manchester United og Ajax mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á Friends Arena í Stokkhólmi í kvöld. Sigurliðið fær að launum sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Ajax teflir fram ungu og efnilegu liði. 24. maí 2017 07:00 Knattspyrnuheimurinn sendir samúðarkveðjur til Manchester Heimurinn er í losti vegna hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í gær og samúðarkveðjum hefur rignt yfir Twitter í dag. 23. maí 2017 09:15 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Sjá meira
Tímabilið er undir hjá Manchester United á Vinavöllum í Stokkhólmi í kvöld þegar liðið mætir Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar klukkan 18.45. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Með sigri fer United beint í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta ári en þetta er síðasta tækifæri liðsins til að komast þangað eftir að það hafnaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og missti af Meistaradeildarsæti. Það sem meira er getur United með sigri komist í hóp fjögurra stórliða sem öll hafa unnið alla Evróputitlana þrjá sem í boði eru, eða reyndar voru, því ein keppnin er ekki til lengur. Þetta eru Meistaradeildin, áður Evrópukeppni meistaraliða, Evrópukeppni bikarhafa og Evrópudeildin, áður Evrópukeppni félagsliða. Evrópukeppni bikarhafa var sameinuð með Evrópukeppni félagsliða í Evrópudeildina árið 2004. Manchester United hefur þrívegis unnið Meistaradeildina; 1968, 1999 og 2008, en það varð Evrópumeistari bikarhafa árið 1991 eftir frækinn sigur á Barcelona í Rotterdam. Evrópukeppni félagsliða eða Evrópudeildina hefur United aldrei unnið en Ajax er eitt liðanna fjögurra sem hefur unnið allar keppninnar þrjár. Ajax hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum, síðast árið 1995, Evrópukeppni bikarhafa einu sinni (1987) og Evrópukeppni félagsliða einu sinni árið 1992. Síðasti Evróputitill félagsins vannst árið 1995 þegar liðið lagði AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hin liðin þrjú sem hafa unnið alla Evróputitlana eru Chelsea, Juventus og Bayern München en þau eru ekki mörg liðin sem geta enn náð þessari þrennu eftir að Evrókeppni bikarhafa var lögð niður eða sameinuð inn í Evrópudeildina.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Tímabilið undir hjá Man. Utd á móti kornungu Ajax-liði í kvöld Manchester United og Ajax mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á Friends Arena í Stokkhólmi í kvöld. Sigurliðið fær að launum sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Ajax teflir fram ungu og efnilegu liði. 24. maí 2017 07:00 Knattspyrnuheimurinn sendir samúðarkveðjur til Manchester Heimurinn er í losti vegna hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í gær og samúðarkveðjum hefur rignt yfir Twitter í dag. 23. maí 2017 09:15 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Sjá meira
Tímabilið undir hjá Man. Utd á móti kornungu Ajax-liði í kvöld Manchester United og Ajax mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á Friends Arena í Stokkhólmi í kvöld. Sigurliðið fær að launum sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Ajax teflir fram ungu og efnilegu liði. 24. maí 2017 07:00
Knattspyrnuheimurinn sendir samúðarkveðjur til Manchester Heimurinn er í losti vegna hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í gær og samúðarkveðjum hefur rignt yfir Twitter í dag. 23. maí 2017 09:15