Trump segir nauðsynlegt að uppræta hugmyndafræði hryðjuverka Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2017 19:41 Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa í dag vottað bresku þjóðinni samúð sína vegna fjöldamorðanna í Manchester og heitið henni stuðningi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að uppræta með öllu þá illu hugmyndafræði sem næri hryðjuverkamenn. Breska þjóðin er harmi slegin eftir fjöldamorðin í Manchester í gær. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hélt til Manchester að loknum fundi í neyðarnefnd stjórnvalda, Cobra, í morgun og ræddi þar við yfirmenn lögreglunnar í borginni. „Þetta er algerlega villimannsleg árás sem hefur átt sér stað. Að drepa ungt fólk á þennan hátt. Þetta er algert reiðarslag og hugur okkar og bænir verða að vera hjá fjölskyldum þeirra og vinum eftir þennan hræðilega harmleik sem hefur átt sér stað. Það er alveg á hreinu að lögreglan og öryggissveitirnar fái þau úrræði sem þau þurfa til að halda rannsókninni áfram og ég vil þakka öllum þeim sem koma að þessu máli, lögreglunni og öðrum viðbragðsaðilum, fyrir hvað þau brugðust stórkostlega við þessum hræðilega atburði,“ sagði May í dag. Nú beindist rannsóknin að því hvort fleiri en tilræðismaðurinn tengist morðunum. „Ég tek það líka skýrt fram að við munum ekki láta hryðjuverkamennina sigra. Gildi okkar munu halda velli,“ sagði May. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, mætti í breska sendiráðið í París í dag ásamt forsætisráðherra og utanríkisráðherra sínum til að votta bresku þjóðinni samhug Frakka og sýna þeim stuðning. „Eftir árásina sem var gerð í Manchester í gærkvöldi er alveg ljóst að það er öll Evrópa, hin frjálsa Evrópa, sem ráðist var á. Ráðist hefur verið á hjarta evrópskra og breskra ungmenna,“ sagði forseti Frakklands. Um alla Evrópu, Rússland og víðast hvar um heim hefur fólk lagt blóm að sendiráðsbyggingum Breta. Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði fréttirnar frá Manchester hræðilegar. „Þessi hryðjuverkaárás mun aðeins styrkja þann ásetning okkar að halda áfram að vinna með breskum vinum okkar gegn þeim sem skipuleggja og fremja slík grimmileg illvirki. Ég fullvissa bresku þjóðina: Þýskaland stendur við hlið ykkar,“ sagði Merkel. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjamenn standa heila við hlið Breta og kallaði tilræðismanninn eða mennina illa innrætta tapara „Það verður að hrekja hryðjuverkamennina og öfgamennina og þá sem aðstoða þá samfélagi okkar fyrir fullt og allt. Það verður að uppræta þessa illu hugmyndafræði og ég meina uppræta algerlega,“ sagði Trump. Donald Trump Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. 23. maí 2017 06:58 Utanríkisráðherra: „Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ Utanríkisráðherra: "Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ 23. maí 2017 10:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Sjá meira
Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa í dag vottað bresku þjóðinni samúð sína vegna fjöldamorðanna í Manchester og heitið henni stuðningi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að uppræta með öllu þá illu hugmyndafræði sem næri hryðjuverkamenn. Breska þjóðin er harmi slegin eftir fjöldamorðin í Manchester í gær. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hélt til Manchester að loknum fundi í neyðarnefnd stjórnvalda, Cobra, í morgun og ræddi þar við yfirmenn lögreglunnar í borginni. „Þetta er algerlega villimannsleg árás sem hefur átt sér stað. Að drepa ungt fólk á þennan hátt. Þetta er algert reiðarslag og hugur okkar og bænir verða að vera hjá fjölskyldum þeirra og vinum eftir þennan hræðilega harmleik sem hefur átt sér stað. Það er alveg á hreinu að lögreglan og öryggissveitirnar fái þau úrræði sem þau þurfa til að halda rannsókninni áfram og ég vil þakka öllum þeim sem koma að þessu máli, lögreglunni og öðrum viðbragðsaðilum, fyrir hvað þau brugðust stórkostlega við þessum hræðilega atburði,“ sagði May í dag. Nú beindist rannsóknin að því hvort fleiri en tilræðismaðurinn tengist morðunum. „Ég tek það líka skýrt fram að við munum ekki láta hryðjuverkamennina sigra. Gildi okkar munu halda velli,“ sagði May. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, mætti í breska sendiráðið í París í dag ásamt forsætisráðherra og utanríkisráðherra sínum til að votta bresku þjóðinni samhug Frakka og sýna þeim stuðning. „Eftir árásina sem var gerð í Manchester í gærkvöldi er alveg ljóst að það er öll Evrópa, hin frjálsa Evrópa, sem ráðist var á. Ráðist hefur verið á hjarta evrópskra og breskra ungmenna,“ sagði forseti Frakklands. Um alla Evrópu, Rússland og víðast hvar um heim hefur fólk lagt blóm að sendiráðsbyggingum Breta. Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði fréttirnar frá Manchester hræðilegar. „Þessi hryðjuverkaárás mun aðeins styrkja þann ásetning okkar að halda áfram að vinna með breskum vinum okkar gegn þeim sem skipuleggja og fremja slík grimmileg illvirki. Ég fullvissa bresku þjóðina: Þýskaland stendur við hlið ykkar,“ sagði Merkel. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjamenn standa heila við hlið Breta og kallaði tilræðismanninn eða mennina illa innrætta tapara „Það verður að hrekja hryðjuverkamennina og öfgamennina og þá sem aðstoða þá samfélagi okkar fyrir fullt og allt. Það verður að uppræta þessa illu hugmyndafræði og ég meina uppræta algerlega,“ sagði Trump.
Donald Trump Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. 23. maí 2017 06:58 Utanríkisráðherra: „Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ Utanríkisráðherra: "Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ 23. maí 2017 10:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Sjá meira
Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. 23. maí 2017 06:58
Utanríkisráðherra: „Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ Utanríkisráðherra: "Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ 23. maí 2017 10:01
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent