Íslenski boltinn

Aðstoðarmaður Milosar vill taka við Víkingi R.

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Dragan Kazic hefur komið víða við á Íslandi og var aðstoðarþjálfari hjá ÍBV um tíma.
Dragan Kazic hefur komið víða við á Íslandi og var aðstoðarþjálfari hjá ÍBV um tíma.
Dragan Kazic, bráðabirgðaþjálfari Víkings R., hefur áhuga á því að taka við liðinu eftir að Milos Milojevic sagði upp störfum fyrir helgi. Hann segist þekkja leikmennina vel en það sé stjórnarinnar að ákveða næstu skref.

„Að sjálfsögðu. Af hverju ekki?“ sagði Dragan í samtali við Vísi eftir tap liðsins gegn Breiðabliki í Pepsi-deild karla í kvöld aðspurður hvort hann myndi vilja taka við liðinu.

„Ég þekki leikmennina, ég hef verið með þeim frá því í janúar. Æfingarnar eru góðar, góður agi,“ sagði hann gekk til liðs við þjálfarateymi Milosar fyrr á árinu. Hann reiknar með að stjórnin ræði við þá þjálfara sem komi til greina og segir að auðvitað sé það hennar að ákveða hver taki við, hann sé hins vegar reiðubúinn ef kallið komi.

Víkingur tapaði fyrir Blikum í jöfnum leik þar sem föst leikatriði voru í aðalhlutverki en öll mörk utan þess fyrsta komu úr föstum leikatriðinum í leik sem endaði 2-3. Dragan var ekki ánægður með frammistöði sinna leikmanna þegar kom að því að verjast föstu leikatriðinum.

„Ég er ekki viss um að við séum að standa okkur vel í mörkunum sem við fáum á okkur. Þriðja markið var mjög ódýrt,“ sagði Dragan sem var þó ánægður með frammistöðu sinna manna, sérstaklega í seinni hálfleik, þegar liðið náði að jafna.

„Miðjumennirnir okkar voru mestmegnis í sóknarstöðu í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik var spilamennskan mun betri. Þá settum við Milos Ozegovic inn sem er varnarsinnaðri og við erum mjög ánægðrir með seinni hálfleikinn. Við skorum tvö mörk, við sköpum mikið að færum,“ sagði Dragan.

„ Í dag reyndu þeir allt og ég er ánægður hugarfarið þeirra. Þeir hlupu mikið, börðust mikið en því miður er ég óánægður með niðurstöðuna en við reynum að laga hana fyrir næsta leik.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×