Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2017 19:59 Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. Hann hafi skilið forsetann þannig að hann hafi beðið að hann um að stöðva rannsókn Alríkislögreglunnar á tengslum Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, við Rússa. James Comey fyrrverandi forstjóri FBI sat fyrir svörum hjá rannsóknarnefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings í dag og var fundinum sjónvarpað beint. Mikill fjöldi fólks fylgdist spennt með yfirheyrslunni á veitingastöðum um öll Bandaríkin. Comey skilaði skrifuðum vitnisburði til nefndarinnar og að lokinni stuttri yfirlýsingu fyrir nefndinni svaraði hann spurningum nefndarfólks. Formaður nefndarinnar spurði Comey hvers vegna hann ákvað eftir fyrsta fund hans með Trump hinn 6. janúar, áður en Trump tók við embætti, að skrifa nákvæm minnisblöð um alla þeirra fundi. En á þessum fyrsta fundi fór Comey yfir rannsókn FBI á tengslum starfsmanna kosningabaráttu Trump við Rússa. „Ég hafði miklar áhyggjur af því að hann kynni að ljúga um efni fundar okkar og því taldi ég mikilvægt að skjalfesta það. Slíkt hafði ég aldrei upplifað á mínum ferli og því fannst mér rétt að setja þetta á blað með mjög nákvæmum hætti,“ sagði FBI forstjórinn fyrrverandi. Sagðist Comey ekki hafa fundið þörf fyrir að skrá nákvæmlega fundi sína með George Bush og Barack Obama en hegðun og persóna Trump hafi ráðið miklu. Comey staðfesti hins vegar fyrir nefndinni að hann hafi í þrígang, að ósk Trump, tilkynnt forsetanum að FBI væri ekki að rannsaka forsetann sjálfan. Comey átti níu fundi með Trump þar sem hann segir forsetann hafa óskað eftir hollustuyfirlýsingu frá honum og forsetinn hafi margsinnis jafnframt sagt að hann teldi Comey standa sig vel í starfi og hann vildi halda honum. Því hafi komið á óvart þegar forsetinn rak hann. „Það fékk því á mig þegar ég sá forsetann segja í sjónvarpi að hann hafi rekið mig út af Rússlandsrannsókninni. Og þegar ég heyrði í fjölmiðlum að hann væri í einkasamtölum að halda því fram að brottrekstur minn hefði létt þrýstingi af Rússlands rannsókninni. Ríkisstjórnin ákvað síðan að ófrægja mig, og það sem meira er Alríkislögregluna FBI,með því að segja að óreiða ríkti hjá stofnuninni, að henni væri slælega stjórnað og starfsliðið treysti ekki lengur stjórnanda hennar. Þetta var lygi. Hrein og bein lygi,“ sagði Comey. Það sem gæti reynst Trump erfiðast og jafnvel leitt til ákæru frá þinginu er frásögn Comey af því þegar forsetinn bað alla aðra en Comey að yfirgefa forsetaskrifstofuna og þeir áttu tveggja manna tal um rannsókn FBI á Micahel Flynn þjóðaröryggisráðgjafa sem Trump hafði rekið eftir að upp komast að hann laug um samskipti sín við Rússa. Þar segir Comey forsetann hafa sagt að hann vonaði að FBI slakaði á rannsókninni á Flynn. „Það er ekki mitt að segja hvort samtal mitt við forsetann hefði verið viðleitni til hindrunar réttvísinnar. Ég tók þetta mjög nærri mér og hafði áhyggjur af þessu. En það er niðurstaða sem sérstakur rannsakandi mun reyna að komast að; hvað vakti fyrir honum og hvort um lögbrot sé að ræða,“ sagði James Comey. Donald Trump Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. Hann hafi skilið forsetann þannig að hann hafi beðið að hann um að stöðva rannsókn Alríkislögreglunnar á tengslum Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, við Rússa. James Comey fyrrverandi forstjóri FBI sat fyrir svörum hjá rannsóknarnefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings í dag og var fundinum sjónvarpað beint. Mikill fjöldi fólks fylgdist spennt með yfirheyrslunni á veitingastöðum um öll Bandaríkin. Comey skilaði skrifuðum vitnisburði til nefndarinnar og að lokinni stuttri yfirlýsingu fyrir nefndinni svaraði hann spurningum nefndarfólks. Formaður nefndarinnar spurði Comey hvers vegna hann ákvað eftir fyrsta fund hans með Trump hinn 6. janúar, áður en Trump tók við embætti, að skrifa nákvæm minnisblöð um alla þeirra fundi. En á þessum fyrsta fundi fór Comey yfir rannsókn FBI á tengslum starfsmanna kosningabaráttu Trump við Rússa. „Ég hafði miklar áhyggjur af því að hann kynni að ljúga um efni fundar okkar og því taldi ég mikilvægt að skjalfesta það. Slíkt hafði ég aldrei upplifað á mínum ferli og því fannst mér rétt að setja þetta á blað með mjög nákvæmum hætti,“ sagði FBI forstjórinn fyrrverandi. Sagðist Comey ekki hafa fundið þörf fyrir að skrá nákvæmlega fundi sína með George Bush og Barack Obama en hegðun og persóna Trump hafi ráðið miklu. Comey staðfesti hins vegar fyrir nefndinni að hann hafi í þrígang, að ósk Trump, tilkynnt forsetanum að FBI væri ekki að rannsaka forsetann sjálfan. Comey átti níu fundi með Trump þar sem hann segir forsetann hafa óskað eftir hollustuyfirlýsingu frá honum og forsetinn hafi margsinnis jafnframt sagt að hann teldi Comey standa sig vel í starfi og hann vildi halda honum. Því hafi komið á óvart þegar forsetinn rak hann. „Það fékk því á mig þegar ég sá forsetann segja í sjónvarpi að hann hafi rekið mig út af Rússlandsrannsókninni. Og þegar ég heyrði í fjölmiðlum að hann væri í einkasamtölum að halda því fram að brottrekstur minn hefði létt þrýstingi af Rússlands rannsókninni. Ríkisstjórnin ákvað síðan að ófrægja mig, og það sem meira er Alríkislögregluna FBI,með því að segja að óreiða ríkti hjá stofnuninni, að henni væri slælega stjórnað og starfsliðið treysti ekki lengur stjórnanda hennar. Þetta var lygi. Hrein og bein lygi,“ sagði Comey. Það sem gæti reynst Trump erfiðast og jafnvel leitt til ákæru frá þinginu er frásögn Comey af því þegar forsetinn bað alla aðra en Comey að yfirgefa forsetaskrifstofuna og þeir áttu tveggja manna tal um rannsókn FBI á Micahel Flynn þjóðaröryggisráðgjafa sem Trump hafði rekið eftir að upp komast að hann laug um samskipti sín við Rússa. Þar segir Comey forsetann hafa sagt að hann vonaði að FBI slakaði á rannsókninni á Flynn. „Það er ekki mitt að segja hvort samtal mitt við forsetann hefði verið viðleitni til hindrunar réttvísinnar. Ég tók þetta mjög nærri mér og hafði áhyggjur af þessu. En það er niðurstaða sem sérstakur rannsakandi mun reyna að komast að; hvað vakti fyrir honum og hvort um lögbrot sé að ræða,“ sagði James Comey.
Donald Trump Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira